Íslenzk tunga - 01.01.1960, Qupperneq 99
doktorsvörn
97
Þá hljóta dýrðir að hafa verið miklar í Skálaholti þann dag og
fagur söngur. Skal það vera svo, að þrátt fyrir góð rök, sem beina
huganum að Arngrími ábóta, að Vilkin eigi sökótt við Þorlákstíðir?
Nú er framsögu þessara andmæla er lokið -— andmæla, sem eru þó
ekkert annað en hin mesta og bezta viðurkenning á ágætu verki og
um leið hugsanir, sem þetta rit hefur kallað fram — þá má hafa orð
á því, að í andlegum skilningi hefur doktorsefnið gert heilögum Þor-
láki dýrlegt djásn, sem mun leiftra af, hvarvetna er finnast menn, er
unna fræðum.
SÉRKAFLI I
Svo vel vill til, að hægt er að benda á hliðstæðan latínutexta ís-
lenzku bænarjátningarinnar. Hann er að finna í riti Alkvins De
PsaL/norum usu liber, pars prima, VI., „Pro custodienda humilitate,
et cognitione humane fragilitatis“.1 Samlestur texlanna sýnir, að sá
texti, sem bænarjátningin er þýdd eftir, er svo til sá sami og stendui
1 t'iti Alkvins. Það er þó eigi sjálfsagt mál, að bænarjátningin hafi
verið þýdd eftir því riti. Hún er reyndar í sama formi og Gregorius-
f>*nin (sjá sérkafla II) og telst því vera apologia. Gæti latneski texli
hennar hafa borizt hingað með mörgu móti.
Þar eð texti og ritháttur bænarjátningarinnar skipta nokkru máli,
hefur sá kostur verið tekinn að birta hana á ný, en samhliða er birtur
textinn latneski með smærra letri. Eru textarnir prentaðir hér á eftir,
f>ls. 103—110.- Miðað er við blaðsíðu- og línutal handritsins sjálfs,
d. 32 b /8 = bls. 32, síðari dálkur, 8. lína.
Hér er leitazt við að sýna ritháttinn, um leið og leyst hefur verið
UPP úr öllum tillum og höndum, og er hvorttveggja sýnt með skáletri.
Skrifarinn notar sem titla bæði yfirskrifaða stafi og merki tírónsk
1 Patrologiœ cursus completus; series Latina, CI (Parisiis 1851), col. 476—
479.
“ íslenzki textinn hefnr áður verið birtur í Leifum, 182—185, en latneski
'extinn er tekinn upp úr Patrologia Latina.
ísi.enzk tunga 7