Íslenzk tunga - 01.01.1960, Síða 100
98
DOKTORSVÖRN
auk banda í mynd striks eða punkts eða samandreginna slaía. Notar
liann merki þessi reglubundið nokkuð.
Yfirskrifað r er notað fyrir ar.
Yfirskrifað o er notað fyrir ro.
Yfirskrifað i er notað fyrir ið, il, ir. Tekið skal fram, að f með
yfirskrifuðu i er ætíð leyst upp fyri, svo að munurinn á þeim rithætti
og hinum, fyrer, með tírónsku er-merki, komi skýrt fram.
Tírónskt «r-merki kemur einu sinni fyrir, 32 a /27.
Athygli skal vakin á notkun us-merkisins til að tákna eignarfalls-
myndina guðs, sem sýnd er gus.
Tírónskt er-merki er ætíð sýnt er, nema í nútíðarmyndum af sögn-
inni vera. Yfirleitt er það ritað mjög svipað tölustafnum 7 með stuttu
striki upp af vinstri enda lárétta striksins, en algengt er, að neðsti
leggur hverfi vegna flýtis, og a. m. k. fjórum sinnum er það ritað
með hreinu léttiskriftarbragði: þykk komma með sveigboga út til
hægri og niður. Finnst þetta t. d. í 31 b /2 saker; 33 b /13 saker /j.8
gert og /25 er.
Fyrir ok notar skrifarinn tírónskt eí-merki, nema 32 b /21 Ok.
Merki þetta skrifar hann með Iáréttu striki í smástafahæð, en dregur
frá hægri enda þess strik niður til vinstri og sveigir svo í boga til
hægri rétt neðan við línu. Langoftast er sett strik þvert um miðjan
þenna legg, nema 32 b /5 ok2, 34 a /12 og 34 b /X1 íþrívegis).
Skrifarinn notar hins vegar z, skrifaða í aðaldráttum með tveim
láréttum strikum og skástriki á milli. Tuttugu sinnum er sett þver-
strik á skástrikið, en 24 sinnum er því sleppt.
Tvívegis, 31 b /23 og 32 a /7, notar hann m með áföstu seini-
kommumerki fyrir /neð, sem annars er skrifað fullum stöfum.
I enda orðs er haft s, nema 32 a /21. Annars er haft langt s, seni
er þó ekki sýnt sérstaklega í hinum prentaða texta.
Límingarstafir eru aN, aR, av, de, Na og pp. Og reyndar æ (aeb
Límingin av er sýnd av í hinum prentaða texta.
Báðir stafirnir d og ð eru skrifaðir eins: sporöskjulaga bolur og
sveigleggur sterkur í framhaldi af honum og sveigir stundum í enda
upp og aftur. Til aðgreiningar er svo sett strik eða þríhyrnustrik 1