Íslenzk tunga - 01.01.1960, Side 103
DOKTORSVÖRN
99
legginn til að mynda S. Beint d er aldrei notað. í niðurlaginu kemur
nokkrum sinnum fyrir d, þar sem leggurinn sveigir upp á við lítið
eitt í endanum, og er stafurinn stífari en ella.
Lítið a er oftast skrifað eins og í algengu beinu prentletri, með
hálsi ólokuðum. Hann skrifar stórt A ýmist sem stækkað lítið a, eða
þá sem einskonar tunnu-a. Þetta síðara a er ritað lítið sem tveggja
hæða með hálsi sem skyggni. Lítið æ er skrifað eins og a oftasl nær,
með álímdum sveig á hálsi (ae). Bollu-a virðist koma fyrir í líming-
unni Na, 34 a /22 MiskuNa.
Þ er með sveigðum hálsi niður til hægri, er strik er sett í legginn;
annars er beinn leggur að ofan, en stundum sveigður upp til vinstri
að neðan.
Lítið g er með legginn sveigðan inn undir bolinn og stundum
sveigður í enda niður og aftur.
Þar, sem t. d. er leyst upp þenna, þá sýnir það, að strik er yfir
bæði e og n. Þar, sem leyst hefur verið upp þenna, er strikið aðeins
yfir n. Strikið er ýmist ákveðið og beint eða með sveig í endum.
Y er oftast með punkti, en í textanum prentaða er sá stafur ekki
sýndur.
X er með skálegg til hægri, en tittum til hægri og vinstri, og því
dregið í þrem dráttum.
A eftir bjúgstaf er notað bjúg-r, nokkuð gamallegt í lagi.
Einu sinni er notað latneskt f, 34 a /«; sennilega stafar þetta frá
forriti. Annars er ætíð notað engilsaxneskt f.
Einu sinni er notað engilsaxneskt v, 33 b /24. Eigi hefur verið
hægt að sýna högg yfir v í 31 b /7 bva og 33 b /2e synvmz.
Fyrir ö er haft o, en einu sinni o með láréttu striki innanbols,
34 a /7.
Greinarmerki er eingöngu punktur.
Skrifarinn virðist vera undir áhrifum bréfahandar. Að öðru leyti
visast til sýnishornsins.
Vert er að taka fram, að sautján sinnum er liaft þ fyrir ð: 31 h /n
overþvgan /1 ] at ferþ /4 7 beiþvmz /2 7 verþvgan; 32 a /3 verþr /7 7
dauþlígom /23 varþvéita; 32 b alldraþa /7 valþa /9 tiþ /12 virþiz