Íslenzk tunga - 01.01.1960, Side 106
102
DOKTORSVÖRN
marga hluli heldur fornlegt. Eins og áður var bent á, þá er það
öruggt, að einn og sami skrifari skrifar latínutextann annars vegar
og íslenzka textann hin svegar. Latínuhöndin er nokkuð gamalleg.
Sé hún borin saman við ensk sýnishorn, þá er hún mjög sviplík enskri
hendi frá því um 1250. En íslenzka höndin er eigi ósvipuð öðru frá
tímabilinu 1300—1325.6 Það má og á það benda, að um sumt svipar
henni til handar Staðarhólsbókar, en langlíkust öllum rithöndum er
hún þeirri, sem á Fríssbók er, þegar á heildarsvip er litið. Ennfremur
er mikill skyldleiki við AM. Fasc. I, 2 (nú í Þjóðskjalasafni). Er
skjal þetta venjulega ársett til 1295,7 en gæti þó verið nokkru yngra;
þó eigi yngra en frá 1313, þar sem Jörundur biskup dó það ár, en
innsigli hans er enn fest við skjalið. Er þetta vissulega sterk ábending
um það, að psaltari þessi sé ritaður um 1300 eða skömmu eftir, eða
eins og áður er sagt á fyrsta fjórðungi 14. aldar, þrátt fyrir „kónga
vora“. Aldursákvörðun Kálunds8 stendur því óhögguð, hvað psaltar-
ann snertir. Hins vegar er þá einnig sýnt, að Þorlákstiðirnar munu
ritaðar síðar, vegna aldursákvörðunar dr. Róberts á erlendum fyrir-
myndum þeirra. AM. 241 a, fol., er því brotasafn.
Skylt er að þakka dr. Jakobi Benediktssyni fyrir margar vinsam-
legar ábendingar.
8 Nr. 6 og 10 í C. E. Wright, English Vernacular Hands (Oxford 1960).
7 Það er prentað í Dipl. IsL, II (Kaupmannahöfn 1893), 300—302.
8 Katalog, I, 210.