Íslenzk tunga - 01.01.1960, Qupperneq 115
DOKTORSVORN
111
við öllutn skeyhvm fjandans. Hún heitir brynja: 0 sanctissima
trinitas abomni malo. Amen. —- Því miður var latneska textanum
sleppt í útgáfunni, en hann er 38 línur í handritinu. Handrit þetta
mun vera frá 15. öld, en slík brynjubæn er og í hinni keltnesku og
latnesku gerð Brandanus sögu, svo að slíkar bænir ættu að hafa
verið þekktar á lslandi um 1200, þótt nú sé aðeins brot af hinni
norrænu gerð Brandanus sögu varðveitt.
Bænarjátningarnar gætu og hafa verið þekktar á íslandi um 1200.
1 16. kap. eldri gerðar Þorláks sögu helga er sagt, að hann hafi sungið
Gregoriusbæn, er hann reis úr rekkju. Nú eru að vísu mýmargar
bænir kenndar við Gregorius mikla, svo að sú heimild segir ekkert
ein, þótt frásagan bendi til, að bænin hljóti að hafa verið apologia.
Heimildin segir, að hann hafi fyrst sungið Credo og Pater noster,
eftir að hann hafði signt sig. Þvínæst söng hann Ihesu nostra
redemptio og þá Gregoriusbæn, á meðan hann klæddi sig. Þvínæst
söng hann hinn fyrsta Davíðssálm, Beatus vir. Þessi niðurröðun
bendir sterklega til þess, að um bænarjátningu hafi verið að ræða,
úr því að ekki er tilgreint, að hann hafi beinleiðis haft yfir Conjiteor
í einhverrri mynd.
I heimildum um Guðmund góða getur um bænahald hans á morgn-
ana. í miðsögu hans er það rakið lið fyrir lið, og getur Confiteor
domino í fjórða lið, en síðar getur upphafsins Domine, exaudi
orationem þrívegis, og getur það verið sitt af hverju. Staða upphafs-
ins bendir þó fremur til, að það sé sálmsvers.3 í 119. kap. íslendinga-
sögu í Sturlungu er útdráttur úr sama yfirliti. Er þar tekið fram um
Conjiteor í sömu afstöðu og í miðsögunni, en á eftir Pater noster er
sagt, að hann hafi sungið nokkra Davíðssálma og þá Domine, exaudi
orationem meam og margt annað fleira. Nú má að vísu segja sem
svo, að heimildin í miðsögunni sé öllu nákvæmari, en hins vegar má
einnig líta svo á, að Sturla lögmaður eða ritstjóri íslendingasögu
hafi haldið fram, að hér væri um sérstæða órazíu að ræða. Gæti því
heimildin samt borið þess vilni, að meiriháttar órazía með þessu
3 Sbr. Byskupa sögur (útg. Guðni Jónsson; Reykjavík 1948), II, 462.