Íslenzk tunga - 01.01.1960, Page 117
doktorsvörn
113
hinn óhemjumikli bænaarfur kirkjunnar, en jafnframt er og ljóst, a'ð"
ákveðnar gerðir bæna, svo sem brynjubænir og bænarjátningar, sem
tengdar eru einkum við Frakkland og Bretlandseyjar, voru tamar
mönnurn hér, enda er það eðlilegt og eigi nema sjálfsagt.
Til þess að færa fullar sönnur á, að rétt sé, að Gregoriusbæn í 241,
bls. 34, haldi áfram bls. 13, er varla um annað að ræða en að birta
hana í heilu lagi, þar sem erfitl er að vísa til hennar í prentuðu máli,
sem hér er til í söfnum. Leysl er úr öllum styttingum og þær ekki
sýndar.
Til samanburðar er getið leshátta úr handriti í Bibliothéque Maza-
rine í París, nr. 512.7 Handrit þetta er talið vera frá 11. öld, en
gæti virzt vera aðeins eldra. Það hefur að geyma bænasafn allauðugt
og mun vissulega vera skrifað í klaustri í Norður-Frakklandi, senni-
lega í Saint-Loup eða Saint-Éloi de Noyon, en komið í safnið frá
herfættra bræðra klaustri í París, Conventus sancti Parisiensis
Carmelitorum discalceatorum. Handritið er nú 142 blöð, en í það
vantar, og kverin eru á ruglingi víða. Stærð blaða er 25,2X19,4 sm.s
Handritið hefur ekki verið gefið út.
Textamunur er mjög lítill í fyrra hluta bænarinnar, en eftir að inn-
skotinu í 241 lýkur, verður hann nokkru meiri. Innskotið hefst á
hroti, sem og er í íslenzku bænarjátningunni: Ego ueniam — forni-
catione (33 b /19—/25; sjá bls. 108 hér að framan). Sýnir þetta,
hvernig bænir þessar eru eins og perlufestar, sem þræða má upp á og
nema úr eftir vild.0 Mætti benda á fleiri samlíkingar við bænarjátn-
inguna.
1 Fyrir mjög góðfúsa og þakkarverða milligöngu háskólabókavarðar, dr. phil.
8jörns Sigfússonar, var hluti af þessu handriti ljósmyndaður á 35 mm. filmu í
Bibliothéque Nationale, svo að hægt væri að gera samanburð hér heima.
8 Sbr. Dictionnaire d’archéologie chrétienne et de liturgie, XIII, II (Paris
l938), col. 2151—2153.
9 Sbr. Dom Cabrol, Les livres de la liturgie latine (Paris 1930), 104—105.
■slenzk tunga 8