Íslenzk tunga - 01.01.1960, Qupperneq 121
UOKTORSVÖRN
117
Þetta er, má heita, sama og lítanía allra heilagra í Missale
Romanum (MR). Munar þessu, að í 9. lið hefur MR einvörðungu
Sancta Maria. A milli 17. og 18. skýtur MR inn Sancte Joseph. MR
sleppir 19. lið úr hér, en setur hann inn síðar. MR setur 24. lið á
undan 23. og 27. á undan 26.
Framhald lítaníunnar er bersýnilega á blaðgeiranum milli bls. 22
og 23, sem er áfastur við bl. 13/14. Þar sjást á framhlið hans upp-
hafsstafir sömu gerðar og bls. 60 a, og hefur þeim verið komið fyrir
með sama hætti utan við klummuna.
Fyrst koma átta S, talið að ofan; tvö O; átta S; einn staf vantar,
skorinn burtu; sjö S og síðast O.
Enginn vafi er á því, að þessi geiri sýni framhald lítaníunnar.
Sé aftur borið saman við MR og fyrsta S kallað 1. Iiður (St.
Bartholomaeus í MR), þá er samsvörun til og með 17. lið, nema
þetta, að MR skýtur inn Omnes sancti Innocentis á eftir 10. lið, en
í 241 var sá liður kominn sem sá 19. bls. 60 b, sbr. að ofan.
Með 18. 1. skilja leiðir. Samsvörun mætti þó fá fram með því að
fella niður úr MR Omnes sancti Martyres, Omnes sancti Pontijices et
Confessores og Omnes sancti Doctores, og ennfremur Sancte
Dominice og Sancte Francisce. Á það má henda sem möguleika.
Það er mjög illt, að glatazt hefur framhald lítaníunnar, því að
dýrlingaraðirnar, sem þar hafa staðið, hefðu getað veitt miklar og
fróðlegar upplýsingar um uppruna.
Það er og einkennilegt, hvernig tekið er til orða: letania id est
genadii nostri. Sé átt við St. Gennadius, fyrsta patríarka í Konstanti-
nopel með því nafni (458—471), er erfitt að skilja, hví standi þá
ekki sancti G. Þar sem hann er nefndur noster, gæti manni dottið í
hug Gennadius presbyter Massiliensis, er ritaði m. a. gegn Pelagiusi
°g andaðist eftir 495.
Þessu mun verða gerð skil í öðru sambandi, finnist samanburðar-
efni.