Íslenzk tunga - 01.01.1960, Blaðsíða 123
Ludvig Larsson
1860—19331
FYRIR fjórum árum kom út bók í Svíþjóð er hafði inni að halda
fullkomna skrá yfir öll 01S og orSmyndir sem finna má í elzta
handritinu af Jósmvíkinga sögu, AM 291 4to.2 Þetta er þó ekki orSa-
bók í venjulegri merkingu þess orSs, því aS þar fylgja engar skýring-
ar eSa þýSingar. Samt munu allir vera sammála um aS þetta verk
verSi handritafræSi og málfræSi yfirleitt aS hinu mesta gagni.
Höfundur þessa verks, Ludvig Larsson, afhenti orSaskrána í febrú-
ar 1908 þeirri stofnun í Lundi sem nú lieitir Institution för nordiska
sprák. Nú hefir annar sænskur maSur, fil. lic. Sture Hast, tekizt þaS
á hendur aS gefa út handrit hans. Hann hefir boriS hérumbil fjórS-
ung útgáfu þeirrar sem Larsson fór eftir saman viS AM 291 4to
sjálft,3 og sannfært sig þannig um nákvæmni útgáfunnar. Þá hefir
hann endurskoSaS allar tilvitnanir Larssons, bætt viS þeim sem vant-
aSi, og gert margar aSrar leiðréttingar og lagfæringar, svo aS hann
á sjálfur mikinn þátt í þessu prýSilega verki. Ritstjóra þessa tíma-
i'its, Hreini prófessor Benediktssyni, þótti þaS vel til falliS aS minn-
ast Larssons í nokkru, bæSi í tilefni þessarar nýju bókar eftir hann
og svo vegna þess aS hann á aldarafmæli í ár. Eftir beiSni hans hef ég
gert þetta stutta yfirlit yfir helztu ritverk Larssons, en ekki hef ég
reynt aS semja ævisögu hans, né heldur aS gera grein fyrir öllu sem
hann skrifaSi.
1 Eiríkur Benedikz sendiráðunautur hefir góðfúslega lesið yfir þessa grein og
hent mér á margt sem betur mætti fara. Kann ég honum mikla þökk fyrir.
2 Ludvig Larsson, Glossar till Cod. AM 291, 4:to, utg. av Sture Hast (Lunda-
studier i nordisk sprákvetenskap, XIII; Lund 1956).
3Jómsvíkinga Saga ejter Arnamagnœanska handskriften N:o 291, 4:to ...
utg. af Carl af Petersens (Samfund til Udgivelse af gammel nordisk Litteratur,
VII; Kpbenhavn 1882).