Íslenzk tunga - 01.01.1960, Síða 124
120
LUDVIG LARSSON
Ludvig Larsson er fæddur 16. febrúar 1860. Hann gekk í skóla í
Hálsingborg, var þá við nám við háskólann í Lundi og tók embættis-
próf þar ungur (fil. mag. 1879, fil. lic. 1883). Hann var barnakenn-
ari í Lundi 1884—93, en lengst af lektor í sænsku og þýzku við
menntaskólann í Váxjö (1893—1925). Hann dó 1. september 1933.4
Fyrstu bók sína gaf hann út 1883, aðeins 23 ára gamall. Þetta var
útgáfa af elzta hluta handritsins Gml. kgl. saml. 1812 4to.5 Það er
mjög fornt handrit — Beckman hefir ársett það laust fyrir 1192(l —
og geymir elzta rímtalstextann á íslenzku, en það var aldur handrits-
ins fremur en innihaldið er vakti áhuga Larssons. I formálanum lýsir
hann handritinu, sýnir hvernig kverin eru sett sainan, og gefur ná-
kvæmar og ýtarlegar upplýsingar um réttritun. Textinn er prentaður
stafrétt, bönd og skammstafanir leyst upp og skáletruð, gengið frá
öllu með þvílíkri nákvæmni að öll línuskil eru merkt með strikum og
öllum ritvillum frumritsins haldið í aðaltextanum, en þegar þær
koma fyrir lætur Larsson sér nægja að nefna þær neðanmáls. Gott
orðasafn með skýringum fylgir textanum. Þetta verk bar frá upphafi
ljósan vott um nákvæmni og vandvirkni Larssons. Markmið hans var
fullkomin eftirlíking handritsins innan þeirra takmarka sem prent-
verkið setti.
Næstu útgáfu sína varði Larsson sem doktorsritgerð árið 1886.
Handrit það sem hann gaf út var AM 645 4to (jarteiknabók hins
helga Þorláks og aðrar sögur heilagra manna).7 Formálinn er hér á
rúmlega 80 blaðsíðum og frekar óskemmtilegur lestur. 011 einkenni
fyrri útgáfu hans finnast hér aftur, nákvæm lýsing handritsins og
stafsetningar, en nú fer hann að telja upp dæmin um hvert fyrirbrigði
4 Frekari upplýsingar um ævi hans má finna í Svenska man och kvinnor, IV
(Huvudredaktör Torsten Dahl; Stockholm 1948), 481.
B Aldsta Delen af Cod. 1812 4to Gml. kgl. Samling ... utg af Ludvig Larsson
(Samfund, IX; Kpbenhavn 1883).
0Sjá Tideriikningen, utg. av M. P:n. Nilsson (Nordisk Kultur, XXI; Stock-
holm, Oslo og Kpbenhavn 1934), 14.
7 Islandska handskríjten n° 645 4° i den Arnamagnteanska samlingen ... utg.
af Ludvig Larsson. I. Handskriftens áldre del. (Lund 1885).