Íslenzk tunga - 01.01.1960, Síða 126
122
LUDVIG LARSSON
„standard edition".11 Ekki er þar með sagt að allar ályktanir hans í
formálanum geti staðizt,12 en öllum upplýsingum hans og textanum
sjálfum virðist áreiðanlega mega treysta.
Larsson lauk útgáfustarfsemi sinni í þágu íslenzkra fræða með
tveim útgáfum af Friðþjófs sögu hins frækna. Sú fyrri var stafrétt út-
gáfa, sem kom út í Kaupmannahöfn árið 1893.13 Larsson prentaði
texta úr fjórum handritum eða handritabrotum með orðamun og
skrifaði fróðlegan formála um handritin og flokkaskiptingu þeirra og
um afstöðu sögutextanna innbyrðis og við Friðþjófs rímur, sem
hann gaf einnig út í þessu bindi. Hin útgáfan kom út 1901 í Halle
á Þýzkalandi og geymir einn texta með samræmdri stafsetningu,
stuttan formála og textaskýringar.14 Sagan er til í tveim gerðum;
er önnur upphaflegri og styttri, hin yngri og endursamin. Um afstöðu
þeirra til rímnanna er það helzt að segja að í fyrri útgáfu sinni sýndi
Larsson fram á það, að rímurnar væru kveðnar eftir einskonar mið-
sögu, sem væri frábrugðin elztu gerðinni, en ekki með jafnmiklum
frávikum og þeim sem íinnast í hinni varðveittu yngri gerð. Þeg-
ar hann skrifaði formálann fyrir þýzku útgáfunni, hafði hann skipt
um skoðun á þessu máli, og nú reynir hann að sanna að yngri gerðin
sé samin upp úr rímunum. En að þessi nýja kenning hans geti ekki
staðizt hefir verið sýnt af Birni K. Þórólfssyni og öðrum,15 og því
verður að halda fast við hina fyrri skýringartilraun Larssons.
11 Anne Holtsmark, A Book of Miracles (Corpus Codicum Islandicorum
Medii Aevi, XII; Copenhagen 1938), 7.
12 M. a. hélt Larsson að 645 væri írá sömu tíS og íslenzka hómilíubókin
(hann gizkaði á að þau væri rituð á tímabilinu 1225—50), en þessi ályktun hans
er dregin af ónógum gögnum. Nú er hómilíubókin talin frá því um 1200, en
645, elzti hlutinn, frá því um 1220. Sjá Anne Iloltsmark, A Book of Miracles,
9—10; D. A. Seip, Palœografi. B: Norge og Island (Nordisk Kultur, XXVIII:
B; Stockhoim, Oslo og Kpbenhavn 1954), 41 og 43.
13 Sagan ock Rimorna om Friilþiófr hinn frœkni utj. ... av Ludvig Larsson
(Samfund, XXII; Kpbenhavn 1893).
14 Friðþjófs Saga ins frœkna herausgegeben von Ludvig Larsson (Alt-
nordische Saga-Bibliothek, Heft 9; Halle a. S. 1901).
15Björn K. Þórólfsson, Rímur fyrir 1600 (Safn Fræðafjelagsins, IX; Kaup-
mannahöfn 1934), 307—9.