Íslenzk tunga - 01.01.1960, Qupperneq 130
126
LUDVIG LARSSON
lega af nokkrum orðum sem hann skrifaði í ritdómi um Hauksbók,-0
þar sem ást hans á vísindalegri nákvæmni kemur fram m. a. í þessum
ummælum: „Isynnerhet visar den till en mángd stallen pá varenda
sida knulna anmárkningen ,Punktum er tilf(0jet)‘ pá ett nástan rör-
ande sátt, hur ángsligt, utjivarne velat akta sig för att bedraga lás-
aren ock hur lite de skytt besvár. Ty det ár várkligen plágsamt trött-
ande att oupphörligt skriva anmárkningar om saker, som man oftast
sjálv áj tilláger nágon betydelse, utan skriver blott för konsekvánsens
skull áller för att ha samvetet fredat.“ í sama ritdómi lætur hann í
ljós skoðanir sínar á gildi stafréttra útgáfna yfirleitt. Hann minnist
á það að nokkrum árum áður hafði háskólamaður í Svíþjóð gert sér
vonir um að innan skamms myndi ljósmyndalistin gera stafréttar út-
gáfur með öllu ónauðsynlegar.21 Vonir hans hafa rætzt að nokkru
leyti, segir Larsson, en þær gengu ekki nógu langt, því að það sein
þarf eru bæði ljósprentaðar og stafréttar útgáfur. Fáir fræðimenn nú
á dögum munu neita rétlmæti þessara orða.
Meðal þeirra ritgerða sem Larsson birti eru tvær stuttar greinir
varðandi íslenzka málsögu sem vert er að nefna. Onnur þeirra er um
framburðinn á tvíhljóðum ei, au og ey í forníslenzku,22 þar sem
hann ályktar út frá stafsetningunni í AM 645 4to og öðrum handrit-
um að það hafi verið mállýzkueinkenni sumstaðar á íslandi að gera
þessi tvíhljóð að einhljóðum. Nú er þetta fyrirbrigði talið merki
norskra áhrifa, og þá oft bein áhrif frá norskum frumritum, en varla
er þetta mál enn útkljáð með öllu.23 Hin ritgerðin er um áherzlu í
samsettum orðum, eins og t. d. aheil, bruþcaup, hotiþ, meinlœte.‘2i
Hér reynir hann að sanna að aðaláherzlan hafi ekki verið á fyrra lið
20 Arkiv jör nordisk jilologi, XIV (1898), 288—92.
21 Hann á við Wisén, sbr. Nðgra ord, 27.
22 „Om uttalet av ei, au och ey i aldre islandska," Arkiv jör nordisk jilologi,
V (1889), 142—9.
23 Sbr. Jón Ilelgason, The Arna-Magnœan Manuscript 674 A, 4lo: Elucidar-
ius (Manuscripta Islandica, Vol. 4; Copenhagen 1957), xxi.
24 „Kann man av aksentueringen i islanska handskrifter draga nágra slut-
satser rörande det ekspiratoriska huvudtryckets plats?“ Arkiv för nordisk jilo-
logi, IX (1893), 117—30.