Íslenzk tunga - 01.01.1960, Qupperneq 151
RITFREGNIR
147
aftar í talmáli). Hún telur |ió, að sennilega sé ekki rétt að gera eins mikinn
greinarmun á ritmáls- og talmálsáhrifum og gert hefur verið.
Hér að framan hefur höfuðáherzlan verið lögð á vmis atriði í þessu riti, er
þeim, er þetta ritar, finnst, að hefði mátt gera fyllri skil eða taka öðrum tökum.
Um ýmis þessi atriði, einkum þau, er lúta að skipulagi rannsóknarinnar og
framsetningu efnis, er þó ljóst, að skiptar geta verið skoðanir; eru í þeim efnum
að jafnaði færar fleiri leiðir en ein, og sýnist þá oft sitt hverjum. Ekki her
heldur að leyna því, sem vel er gert, þó að það vilji oft verða útundan í rit-
fregnuin. I stuttu máli er í þessu riti tíndur saman af mikilli elju og vandvirkni
óhemjufróðleikur um þann hluta orðaforðans, er tók u-hljv., og útbreiðslu
hinna ólíku orðmynda.
IIREINN IIENEUIKTSSON
Háskóla Islands,
Reykjavík.
Fosteii W. Bi.aisdell Jh. Rreposition-Adverbs in Old lcelandic.
University of California Publications in Linguistics. Volume 17.
University of California Press. Berkeley and Los Angeles 1959.
70 bls.
rr þetta skiptist í fjóra meginhluta: (1) Introduction, (2) Historical Con-
siderations, (3) Descriptive Considerations og (4) Conclusion. Fremst er
stuttur formáli, efnisyfirlit og skrá um skammstafanir, og aftast í ritinu er
heimildaskrá.
1 I. hluta gerir höfundur grein fyrir viðfangsefninu, textum þeim, sem hann
hefir rannsakað, og rannsóknaraðferð sinni.
Það er alkunnugt, að sum orð eru ýmist talin til forsetninga eða atviksorða.
1 upphafi máls vilnar höfundur til Heuslers, þar sem hann talar um, hve greið-
lega forsetningar verða að atviksorðum í íslenzku.1 Höfund þessa rits fýsir að
vita, hvort nokkur merki slíkrar þróunar verði fundin, og spyr, hvernig ástandið
sé í elztu handritum íslenzkum. Aðaltilgangurinn er að svara þessari spurningu.
Höf. spyr enn fremur (sbr. ummæli Heuslers): Er slík þróun bundin við ein-
stakar forsetningar, eða tekur hún til orðflokksins í heild? I II. hluta ritsins
leitar höf. svars við þessum spurningum.
1 „Kennzeichnend fúr das Aisl. (und z. T. fúr die nordischen Sprachen úber-
haupt) ist der flússige Ubergang von Praposition zu Adverb. Jede Práp. kann
ohne weiteres als Adv. stehn“ (Andreas Heusler, Altislándisches Elementarbucli
(4. útg.; Heidelberg 1950), 145).