Íslenzk tunga - 01.01.1960, Page 157
RITFREGNIR
153
(674) og dýrafræð'i (Physiologus) (673). í B-flokki er allt af innlendum toga
spunnið, máldagar (RMI og RMII), lög (315), sögubrot (OS) og tvö innlend
skjöl, skrá um skipti á Spákonu arfi (279) og skipan Sæmundar Ormssonar um
almenningsfjörur í Hornafirði (LXV).
M. ö. o., hér er annars vegar lærður stíll, hins vegar alþýðustíll.
Það skal tekið fram, að Rímbegla er ekki þýðing neins rits, svo að séð verði,
og í þeim hluta af 1812, sem höf. hefir rannsakað, er m. a. s. skotið inn örstutt-
um kafla urn Þorstein surt og sumaraukann, sem er greinilega runninn frá
fslendingabók Ara fróða. Kaflinn er svo stuttur, að hann hefir naumast áhrif á
niðurstöðuna. Á hinn bóginn er víst, að höf. Rímbeglu hefir notað erlendar
heimildir. Beckman hefir athugað stíl Rímbeglu til að reyna að komast að því,
hvort hún er samin á íslenzku eða þýdd, og telur fá dæmi um einkenni hins
lærða stíls. Niðurstaða hans var sú, að Rímbegla, „som dock behandlar ett i
hög grad kosmopolitiskt ámne, i anmárkningsvárd grad h&llit sig inom den
folkliga stilens ramárken“.B Eigi að síður er Rímbegla gegnsýrð af erlendum
áhrifum og skipar betur A-flokk, þar sem allir textar eru þýðingar og/eða
fræðileg rit. Textar B-f]okks eru af allt öðru tagi.
Ilelzt mætti þá álykta af útreikningum höf., að atviksleg notkun forsetninga
hafi verið fátíðari í lærðum stíl en alþýðustíl. Þess verður að minnast, að höf.
notar atviksorð í miklu víðtækari merkingu en venjulega er gert. Jafnframt hlýt-
ui hin háa hundraðstala LXV að gera slíka ályktun tortryggilega.
Það var áður komið fram, að sumir textanna eru mjög stuttir, og má vera,
að þess vegna sé ekki leyfilegt að draga af þeim neinar ályktanir. Fróðlegt væri
að kynnast dæmafjöldanum, en höf. nefnir hvergi, hve mörg dæmi hann hefir
fengið samanlagt úr hverjum texta, og er það galli. Ég veitti því athygli, að
allir stytztu textarnir eru f B-flokki, og datt þá í hug að leggja dæmin saman
eftir Töflu I (bls. 43). Kom þá í Ijós, að lengsti textinn — miðað við dæma-
fjölda — í B-flokki er styttri en stytzti textinn í A-flokki, og lengstu textarnir
eru 10 sinnum lengri en hinir stytztu. Ef öllum textunum er raðað eftir dæma-
fjölda, verður skráin þannig (dæmafjöldinn í fremsta dálki);
21 RMI .... 19% 173 237 7%
21 RMII .... 19% 190 673 11%
40 279 .... 20% 201 674 8%
45 LXV .... 38% 209 1812 7%
105 315 .... 20% 211 SH 9%
167+3? OS .... 20%
5 Alfrœði íslenzlc, islandsk encyklopœdisk Litteratur, II. Rímtgl, udgivet ved
N. Beckman og Kr. K&lund (Samfund til Udgivelse af gammel nordisk Littera-
tur, XLI; Kpbenhavn 1914—16), xxxvi. Sjá einnig bls. xxxi og áfr.