Íslenzk tunga - 01.01.1960, Page 160
156
RITFREGNIR
legum búningi ýmissa rita frá þeim tíma, en sá munur er yfirleitt ekki
bundinn við ákveðin tímatakmörk, heldur fer hann frekara eftir því, til
hverra bókmentagreina ritin teljast.
Ósaknæm er sú sérvizka höf. að skrifa Vígfússon fyrir Vigfússon, en ekki
kannast ég við „the so-called Kongabók", heldur Konungshók (Grágásar).
Fáeinar prentvillur hefi ég fundið og flestar meinlausar. Ég læt nægja að
leiðrétta eina. í 5.2.G stendur:_hvart sem scape varp meire eþa mÍNe, en á að
vera: ... hvart sem scaþe varþ at meire eþa mifie.
DAI.DUR JÓNSSON
Institutionen för nordiska sprák,
Göteborgs Universitet,
Gautaborg.
Sicurður Guðmundsson. Tœkniorðasafn. Halldór Halldórsson
bjó til prentunar. Menntamálaráðuneyti gaf út. Reykjavík 1959.
222 bls.
Jafnframt því sem íslendingar hafa orðið í æ ríkara mæli þátttakendur í
tækniþróun þeirri, sem farið hefur yfir heiminn á þessari öld, hafa þeir lent
í þeim vanda að búa til íslenzk heiti yfir þau erlend nöfn, sem fylgt hafa í kjöl-
far hinnar nýju tækni. Hefur slík orðasmíð að vonum gefizt misjafnlega, en
virðingarverð — og raunar sjálfsögð — er þessi tilraun. Er enginn efi á því, að
fjölmörg þeirra nýyrða, sem verða til á þessum árum, eiga eftir að skipa sess í
málinu um aldir. Er því mikið í húfi, að sem hezt takist í upphafi, því að lengi
býr að fyrstu gerð.
Verkfræðingafélag fslands reið fyrst á vaðið árið 1919 með skipun þriggja
manna í nefnd til söfnunar nýyrða. Síðan starfaði Orðanefnd Verkfræðinga-
félagsins óslitið um 15 ára skeið og lét mjög til sín taka nýyrðasmíð í mörgum
greinum. í þessari nefnd áttu sæti alla tíð þeir Sigurður Nordal prófessor og
Guðmundur Finnbogason landsbókavörður, og er enginn efi á því, að þeir hafa
átt drýgstan hlut að nýyrðasmíðinni, enda þótt sérfróðir menn hafi einnig
komið þar til skjalanna. Um þessa starfsemi alla má annars vísa til rækilegrar
greinar eftir Halldór Halldórsson í Skírni 1954 um Orðanefnd Verkfræðinga-
félagsins.
Síðasta áratug hefur orðabókarnefnd Háskóla íslands annazt samningu ný-
yrða í samráði við sérfróða menn í hverri grein. Hafa þegar komið út á vegum
nefndarinnar fjögur hefti nýyrða. Hafa í heftum þessum verið teknir til athug-
unar ýmsir þættir úr íslenzku atvinnulífi, svo sem sjómennska, landbúnaður,
flug o. fl.