Íslenzk tunga - 01.01.1960, Page 163
RITFREGNIR
159
KvœSabók séra Gissurar Sveinssonar, AM 147, 8vo. A. Ljósprent-
aður texti. B. Inngangur eltir JÓN Helcason. íslenzk rit síðari
alda, 2. flokkur, 2. bindi. Hið íslenzka fræðafélag. Kaupmanna-
liöfn 1960. 159 bl. + 60 bls.
Fyrir fimm árum gaf Jón Helgason út KvœSabók úr Vigur, AM 148, 8vo, í
sama ritsafni og á sama hátt og handritið sem hér er nefnt. Þessar útgáfur
eru mikil nýjung og þarfleg íslenzkum fræðum. Hér hafa lesendur aðgang að
tveimur stórmerkum kvæðahandritum 17. aldar í ágætum ljósprentunum, sem
eru að langflestu leyti ígildi handritanna sjálfra, en auk þess fylgir þeim í inn-
gangi nákvæm lýsing bókanna, yfirlit um rithátt og viss málseinkenni, ásamt
ýtarlegri greinargerð fyrir efni þeirra. Þarf ekki að eyða að því mörgum orðum
hver fengur þetta er öllum sem rannsaka vilja íslenzkt mál og bókmenntir á 17.
öld.
Kvæðabók Gissurar Sveinssonar (1604—83) má, eins og útgefandi segir, „hik-
laust telja ... eitt af merkustu handritum íslenzkum frá 17. öld“. Það hefur sem
sé að geyma elztu varðveittu uppskrift kvæða þeirra sem kölluð hafa verið „ís-
lenzk fornkvæði", og er fornkvæða-heitið frá sr. Gissuri komið. Þetta eru dans-
kvæði með viðlögum, vafalítið flestöll til orðin utan íslands. Þau eru skrifuð
upp eftir munnlegri geymd, sum sjálfsagt allgömul. Enn fremur eru í handrit-
inu sams konar kvæði þýdd úr safni A. S. Vedels frá 1591, nokkur íslenzk sagna-
kvæði og loks kvæði af yngri uppruna, sennilega flest frá 17. öld. Hvorki höf-
undar né þýðendur eru tilgreindir í handritinu, enda þótt sumir hljóti að hafa
verið samlíðarmenn Gissurar og sennilega honum kunnir.
Kvæðabókin er ekki varðveitt í heilu líki; úr henni hafa glatazt sex arkir, eða
48 blöð. Efni þeirra er þó kunnugt úr öðrum handritum, og hefur Jón Helgason
rakið það allt skilmerkilega í inngangi. Hann sýnir fram á að AM 147, 8vo, sem
er skrifað 1665, er uppskrift Gissurar sjálfs á eldra safni hans, en úr drögurn
hans að því hafa varðveitzt þrjú blöð. Af þessu eldra safni hefur verið gerð önn-
ur uppskrift sem nú er glötuð, og frá henni eru komin þrjú handrit sem enn eru
til. Má af þeim fá fulla vitneskju um þau kvæði sem glatazt hafa úr AM 147,
8vo. Hefur þetta aldrei verið rakið fyrr, og er það hinn mikilsverðasti fróðleik-
ur um aldur og varðveizlu þessara kvæða.
Jón Helgason færir að því örugg rök að sr. Gissur Sveinsson hafi fyrstur fs-
lendinga sett hin svonefndu fornkvæði á bækur, og hlýtur Gissur þá harla
merkilegan sess í íslenzkri bókmenntasögu. Eins og Jón Helgason bendir á er
astæðunnar til þessa tiltækis vafalaust að leita í útkomu hinnar dönsku forn-
kvæðabókar A. S. Vedels sem áðan var nefnd. Hún var tekin saman fyrir til-
mæli Danmerkurdrottningar sjálfrar og gefin út á prent af frægum sagnameist-
ara, sem hældi kvæðunum á hvert reipi í formála; þetta var nóg réttlæting ís-