Íslenzk tunga - 01.01.1960, Page 175
ANNÁLL
171
HÁSKÓLI ÍSLANDS
Nýir doktorar:
Róbert Abraham Ottósson, f. 17. maí 1912 í Berlín. Stúdentspróf
1931. Nám við Háskólann og Tónlistarháskólann í Berlín 1931—
34 og síðar í París. Fluttist til íslands 1935. Doktorsritgerð: Sancti
Thorlaci Episcopi Officia Rhytmica et Proprium Missœ in AM
241 A Folio (Bibliotheca Arnamagnæana, Suppl. III; Ejnar
Munksgaard, Kaupmannahöfn, 1959). Dómnefnd: Próf. Magnús
Már Lárusson, próf. dr. Hreinn Benediktsson og próf. dr. Bruno
Stablein í Erlangen. Ritgerðin dæmd hæf til doktorsvarnar hinn
12. júní 1959. Vörnin fór fram hinn 10. okt. 1959. Andmælendur:
Próf. dr. Bruno Stablein og próf. Magnús Már Lárusson. Doktors-
nafnbót veitt sama dag.
Selma Jónsdóttir, f. 22. ágúst 1917 í Borgarnesi. A.B.-próf við
Columbia University 1944. Master-of-Arts-próf við sama skóla
1949. Ritgerð: „The Portal of Kilpeck Church: Its Place in
English Romanesque Sculpture,“ The Art Bulletin, XXXII (1950).
Doktorsritgerð: Byzönzk dómsdagsmynd í Flatatungu (Almenna
Bókafélagið, Reykjavík, 1959). Dómnefnd: Próf. Magnús Már
Lárusson, dr. Kristján Eldjárn og próf. dr. Francis Wormald í
Lundúnum. Ritgerðin dærnd hæf til doktorsvarnar hinn 12. júní
1959. Vörnin fór framhinn 16. jan. 1960. Andmælendur: Próf. dr.
Francis Wormald og dr. Kristján Eldjárn. Doktorsnafnbót veitt
sama dag.
Meistarapróf í íslenzkum fræðum:
Jón Marinó Samsonarson, f. 24. jan. 1931 að Bugðustöðum í Döl-
um. Stúdentspróf 1953. Fyrri hluta próf í íslenzkum fræðum í
maí 1955. Meistarapróf í maí 1960. Heimaritgerð (6 mánaða):
„Séra Bjarni Gissurarson í Þingmúla, ævi hans og kveðskapur“.
Fyrirlestur fluttur 28. maí 1960: „Flokkun og skyldleiki norrænna
mála“. Einkunn: Admissus cum egregia laude.