Vera - 01.10.1982, Page 4
slíka menn. Þó sérstaklega þá sem
taia ensku.
Eitt sinn átti Benjamín aö kynna
nokkrum stelpum eitthvaö er viö-
kom hans vinnu. Þaö atriöi mynd-
arinnar átti sennilega aö koma t-il
móts viö jafnréttið. Hins vegar var
eitthvaö skrítiö viö þessa kennslu-
stund. Af hverju bara stelpur'? Þær
gátu varla verið í verkfræði, því þá
heföu þarna verið strákar líka.
Þessar stelpur sátu bara þarna meö
fallegt hár og langar rauðar neglur
og brostu. Þær spuröu einskis.
Ég er satt að segja slegin af þeim
kynferðislega fasisma sem fram
kemur í þessari mynd sem menn-
ingarfrömuðirnir hafa dýrkaö og
dásamaö svo mjög í ölium fjölmiðl-
um. Það að enginn hafi bent á það
viöhorf sem þarna kemur fram
gagnvart konum sýnir best hve
gjörsamlega skortir — þegar á
reynir — alla meðvitund um stöðu
kvenna. Hins vegar veit ég að bæði
höfundurinn og aðrir þeir sem
myndina dásama halda því fram án
þess að blikna eða blána, að þeir
séu fylgjandi kvenfrelsi. Hvílík
hræsni!
Jæja, Vera, nú ætla ég aö fara að
slá botn í þetta bréf. Ég vona að
konur eigi eftir að standa vel á
verði gagnvart kvenfyrirlitningu
sem þessari og hvet þær eindregið
til að láta í sér heyra. Hafið þið t. d.
séð Sumargleðina??
Guðbjörg
Reykjavík, í apríl, 1982
Kœra kveríhaframboð!
Ég þakka kærlega fyrir grein
Helgu Kress „Hverjir eru kven-
samir" í fyrsta blaðinu, þar sem
hún fjallar um hvernig málnotkun-
in gerir konur 2. flokks eða eitt-
hvað miklu verra. Helga segir, að
líklegt sé að við yröum „taldar
geggjaðar" ef við reyndum að snúa
þessu við. Ég hef einmitt oft rekið
mig á þess konar viðbrögð þegar ég
er að fetta fingur út í málnotkun-
ina. T. d. í sambandi við orðið
fóstra. Frægt er orðið að nafni
fóstruskólans var breytt í ,f'óstur-
skólö' — til að gera körlum að-
gengilegra að fara í hann! Síðan
voru uppi hugmyndir um að breyta
starfsheitinu í „fósturfræðingur"
t. d. — £ar/kynsending!! Það er
nefnilega svo niöurlægjandi fyrir
karla að bera starfsheiti með kven-
kynsendingu, en konur eiga að
sjálfsögðu að vera kátar yfir að fá
að bera starfsheiti með karlkyns-
4
endingu. Upp, stelpur mínar, upp í
„dýrðarveröld" karlmannsins!
Hvers vegna geta karlar ekki bara
farið í fóstruskólann og oröið fóstr-
ur'? Til er stofnun sem heitir kenn-
öraháskóli (karlkynsending á
starfsheitinu), samt eru konur þar í
yfirgnæfandi meirihluta! Nei, enn
og aftur, samkvæmt málinu og
móralnum þá er niðurlægjandi fyrir
karl að fara inn í kvennastétt, bera
starfsheiti með kvenkynsendingu
o. s. frv. Þið kannist líklega við aö
meðal barna og unglinga, þá þykir
það frámunalega hallærislegt ef
strákar eru „stelpulegir", en virki-
lcga töff ef stelpur eru „strákaleg-
ar". En svo ég haldi áfram með
fóstrudæmið, þá á ég 5 ára strák
sem hefur alist að miklu leyti upp á
dagheimili. Á deildinni hans vann í
nokkuð langan tíma karlmaður,
semsé einn karl, tvær konur. Börn-
in kölluöu þetta fólk FÓSTRUR,
karlinn líka. Og sonur minn sagðist
Ertu ,,geggjuð“?
ætla að verða fóstra þegar hann
yrði stór. Þegar ég ympra á þessu
máli við fólk þá horfir þaö einmitt
oft á mig eins og ég sé sturluð og
segir jafnvel: „En hvers vegna er
ekki hægt að tala um karla sem
fóstra og konur sem fóstrur?" Og
ég æpi þá — nei, reyni að stilla mig
og segi: „Hvers vegna geta karlar
ekki kallað sig fóstrur?"
Málnotkunin er nefnilega mikið
mál, og þaö líöur varla sá dagur að
ég sé ekki æpandi upp yfir henni
yfir dagblööum, hljóðvarpi og um-
ræðum „manna" á meðal.
(„Manna á meðal": stuðlar meira
að segja svo yndislega, en hvaða
manna) Karla? Kvenna kannski?
Mætti kannski breyta þessu í „fólks
á förnum", „kvenna og karla",
„kvaldra kvenna", „kaldra karla",
„kvenna með kvef" o. s. frv.?)
Og — eins og Helga segir, skrýtl-
urnar koma oft illyrmislega upp um
móralinn hjá þeim sem gefa sig út
fyrir að styðja einhverskonar jafn-
rétti.
I uppeldinu á syni mínum reyndi
ég a. m. k. í byrjun að setja málin
þannig fram að rnenn = konur og
karlar. Samt sem áður segir hann
einlæglega við mig í dag (5 ára):
„Mamma, konur eru ekki menn."
Finnst ykkur skrýtið þó ég fyllist
einhverskonar örvæntingu og neiti
að nota oröiö „maður" og noti
Elín Vigdís Ólafsdóttir.
Rokk — Rokk — Rokk
Fyrir hverja?
Hvernig væri aö tala um rokkiö
út frá viöhorfum foreldra og
reynslu? Myndin Rokk í Reykjavík
er eins og góö kennslu- eöa heim-
ildarmynd, til dæmis fyrir fáfróða
foreldra, um rokkið og unglingana.
Rokk í Reykjavík cr lofsvert fram-
tak sem vert er að fái veglega um-
fjöllun allra sem láta sig æsku þessa
lands einhverju skipta. En hvað
gerist, raunveruleikinn sem kemur
fram í Rokk í Reykjavík er þagg-
aöur niöur, myndin var bönnuð, og
fyrirskipaðar klippingar á henni.
Aðstandendur myndarinnar
neyddust til aö láta segja sér fyrir
verkum vegna fjárhagsörðugleika,
Kæru lesendur!
Hvad finnst ykkur? SkrifiA efta hrin^ið.
foreldrar þögðu þunnu hljóði þeg-
ar umræða og kynning kom upp á
yfirborðið um sniff og aðra hættu-
lega efnanotkun unglinga. Þessi
mynd hefði einmitt átt að vera fjöl-
skyldumynd, mynd sem foreldrar
heföu átt aö notfæra sér til að
skyggnast ofurlítið inn í heim sem
þeir annars hafa ekki aögang aö.
Það er skömtn að hugsa til þess að
á meðan veriö var með eftirlits-
puttana í Rokk í Reykjavík, kemur
önnur mynd á markaðinn sem slær
öll met hvað sncrtir ófrumleik og
lélega vinnslu. Þaö er mynd Hrafns
Gunnlaugssonar ,,í hita og þunga
dagsins", sem vinir hans í Sjálf-
stæðisflokknum vilja kalla fyrstu
almennilegu íslensku myndina; ég
vil kalla hana fyrstu almennilega
illa geröu íslensku myndina. En
Hrafn stendur nær fjárveitingaraö-
ilum en aðstandendur Rokks i
lí-eykjavík og það hefur sannarlega
vakiö furðu margra hvernig farið er
með fé þaö er rennur til íslenskrar
kvikmyndagerðar á fyrstu mótun-
arárum hennar. Það er niöurdrep-
andi aö hugsa til þess hve auðveld-
lega Hrafni tekst aö troða upp á
landsmenn karlrembukompleksum
sínum og viðvaningshætti á meðan
aörir og færari kvikmyndageröar-
menn fá ekki sömu tækifæri.
Risarokkið í Laugardalshöllinni
var haldið af aðstandendum Rokks
í Reykjavík til að bjarga fjárhagn-
um einhvern veginn. Þar var líf og
fjör, eitthvað drukkiö og mikið
rokkað. Þá datt mér einmitt í hug
hvers vegna foreldrar drifu sig ekki
oftar á slíkar skemmtanir? Þær eru
opnar öllum, og það er meira en
hægt er að segja um fullorðinsböll-
in og fullorðinsskemmtanalífið. Aö
lokum þetta: Foreldrar geta hal't
miklu meiri áhrif á líf barna sinna
en þeir vilja vera láta, foreldrar
virðast oft ekki nenna meiru en aö
nöldra og gagnrýna hegöun æsk-
unnar, en hvernig væri aö fara og
kynna sér aðstæður fyrst?
Móðir.
Síini: 21500 «g þad er opii) á niilli kl. 14-18.