Vera - 01.10.1982, Page 10
hvert hólf opnast upp þcgar á þyrfti aö halda. Á veggnum fyrir
ofan átti að vera sjálflýsandi mælaborð mcð hnöppum. Þegar stutt
var á vissan hnapp kom hveitihólfið upp; þegar stutt var á annan
kont sykurhólfið upp. Rúsínurnar áttu hnapp og hafragrjónin ann-
an. Einnig hér losnaði húsmóðirin við að beygja sig eða eyða tíma í
að gramsa í skápum og skúffum eftir réttri vöru.
Mein Gott, stundi Þjóðverjinn.
Og hrærivélin á að vera innbyggð í vegginn. Spaðarnir eiga að
koma út úr veggnum eins og krani. Það sparar pláss.
Mein Gott.
Skálinni á aö koma fyrir á færibandi þannig aö hún komi til
húsmóðurinnar hvar sem hún er stödd í eldhúsinu. Það sparar
skref.
Mein Gott, sagði Þjóðverjinn.
Þannig athuguðu þeir sameiginlega hvern lið teikninganna.
Ingólfur gleymdi stað og stund og Þjóðverjinn fékk engan kvöld-
verö. Undir miðnætti var þó eldhúsið nokkurn veginn fullrætt og
talið barst að hurðum. Strangt tekið komu þær Þjóðverjanum ekki
viö, en samrænú í viðartegundunum var þó nauðsynlegt atriði eins
og Ingólfur benti á. Þjóðverjinn spuröi hvort væri ekki rétt að
sleppa öllum þröskuldum.
Þröskuldum?
Já, ég hélt...
Hvað hélduð þér?
Ég hélt. . . ég hélt að konan yðar væri fötluö.
Ingólfur starði á Þjóðverjann. En þegar honum skildist til fulln-
ustu hvað fólst í orðum hans var sem hengiflug gini viö, hann var
að hrapa. Á síðustu stundu tókst honum að klóra sig aftur upp á
brún, viöurkenna hversu gersamlega honum hafði skjátlast í mati
sínu á Þjóöverjanum. Hér þurfti auðsjáanlega ekki að eyða tfeiri
orðum; enda sagði hann ekki meira en lét þögnina tala meðan
hann tók saman teikningar sínar og gekk út.
Hann fékk íslenzkan trésmið til að vinna verkið. Vissulega var
það ekki lakari smíð en samt fann hann innst inni til vonbrigða.
Þjóðernistilfinningin hafði verið einlæg og sönn.
Hann vakti yfir smíðinni eins og móðir yfir sjúku barni. Hann
fengi ekki afborið mistök. En þegar eldhúsið í nýja húsinu var
fullgert og hann sá að allt var fullkomnað stóð hann nokkra stund
á eldhúsgólfinu með lokuð augu. Hann haföi svo lengi spennt
krafta sína til hins ýtrasta og nú er hann gat loks slakað á færðist
yfir hann þægilegur dofi. Þessu var lokið.
Fyrstu dagana lá viö aö hann hrekti konu sína út úr eldhúsinu.
Hann naut þess óumræðilega að vera þar sjálfur, en jafnframt var
eins og djúp, sálræn tregða héldi honum föstum á eldhúsgólfinu;
hann hafði óljósan grun um að utan þess biöi ekkert nema tómið.
Stigi hann út fyrir eldhúsþröskuldinn, hvaö var þá eftir? Gæti hann
nokkurn tíma skapað framar? Var nokkuð eftir til að skapa? Hann
var hræddur og þess vegna þvældist hann fyrir í eldhúsinu. En
hann hafði augun hjá sér og hvað eftir annað stóö hann konu sina
að því að beygja sig niöur og opna kartöfluskúffuna með handafli.
Hnappurinn, áminnti hann. Ýttu á hnappinn.
Þá reisti hún sig upp aftur og ýtti á hnappinn. Hún baðst afsök-
unar og sagði aö þetta væri hugsunarleysi, gamall vani. Þetta
mundi lagast. En þaö lagaöist ekki. Og dag nokkurn missti hann
þolinmæðina. Hann öskraði á konu sína:
Hnappurinn, manneskja! Er þér gersamlega fyrirmunað að
læra?
Þá settist konan niður og grét. Tárin slettust út um stál og plast
og mælaborð; þau runnu í taumum niður gljáandi harðvið. Viður-
styggilegri ósóma hafði hann aldrei séð. Og þar sem hann stóð í
vanmáttugri reiöi og liorfði á konuna gráta fór skyndilega eitthvað
aö gerast innra meö honum, eitthvað sem braut sér leið upp í
höfuö. Líkaminn stirðnaði. Augun stöðnuðu. Alger, gagntakandi
hrifning hafði liann á valdi sínu. Hugmynd var að fæðast; hann ætti
að fá sér nýja konu í þetta eldhús.
BYRJENDABÆKUR
^ SVARTS Á HVÍTU
Nýstárlegar myndasögur,
sem farið hafa sigurför
um heiminn. Þær sýna svart
á hvítu hvernig sameina má
skemmtun og fróðleik
svo vel fari.
Sendum gegn póstkröfu
hvert á land sem er.
n!
Borgartúni 29
Sími18860
105 Reykjavík