Vera - 01.10.1982, Side 19

Vera - 01.10.1982, Side 19
FRAMTÍÐARBYGGÐIN og fulltrúar Kvennaframboðsins Eins og flestum mun sjálfsagt kunnugt, hefur núverandi meirihluti borgarstjórnar hafist handa við að skipuleggja framtíðarbyggð Reykvíkinga í landi norðan Grafarvogs. Kvennaframboðið hefur lýst sig andvígt áframhaldandi út- þenslu borgarinnar til austurs, meðan innan borgarmarka eru stór ókönnuð svæði fyrir íbúðabyggð (sjá grein hér í blaðinu um Vatnsmýrina), en við gerum okkur fyllilega Ijóst að það mun ekki breyta stefnu Sjálfstæðisflokksins. Framtíð- arbyggöin verður við Grafarvoginn, og það sem skiptir máli núna er að reyna að hafa áhrif á innihald þeirrar byggðar. Til þess að geta fjallað um 7 þúsund manna byggð svo einhverju viti gegni, þurfa borgarfulltrúar á leiðbeinandi faglegri umsögn um skipulagstillögur að halda. Slíka umsögn fá þeir að öllu jöfnu frá Borgarskipulagi Reykjavíkur, þeirri stofnun borgarinnar sem hefur með skipulagsmál að gera. Þar sem Sjálfstæðismenn hafa aldrei borið sig eftir slíkri unisögn um svæðið norðan Grafarvogs, þá hafa fulltrúar Kvennaframboðsins í skipulagsnefnd, borgarráði og borgar- stjórn ítrekað farið fram á umsögnina en þessari beiðni alltaf verið hafnað af meirihlutanum. Venjulegast hefur þessari beiðni verið hafnað án þess að fyrir því séu færð nokkur fullgild rök. Er manni næst að halda að meirihlutinn vilji ekki faglega umfjöllun um skipulagstillögur sínar, kannski stand- ast þær ekki slíka umfjöllun? Lesendum til fróðleiks og skemmtunar ætla ég aö birta hér smá yfirlit yfir þaö hversu oft farið hefur verið fram á umsögn Borgarskipulags og hversu oft því hefur verið hat'nað. 5. júlí — Fulltrúi Kvennaframboðsins í skipulagsnefnd fer fram á umsögn um „forsögn að deiliskipulagi" en hún er n.k. leiðarvísir arkitektanna við skipulagsvinnuna. Þessu var hafnað. 6. júlí — Fulltrúi Kvennaframboðsins í borgarráði tekur þar upp tillöguna frá deginum áður og hún er felld. 16. júlí — Enn er tillagan tekin upp, og nú í borgarstjórn, og hún felld. 9. ágúst — Skipulagsnefnd samþykktir einróma tillögu um að fá umsögn Borgarskipulags um íbúðasamsetningu á Grafar- vogssvæðinu. 27. ág(B/-Samþykktskipulagsnefndarfrá9. ágúst tekin upp í borgarráði af meirihlutanum til þess eins að fella hana. Þetta er gert án nokkurs rökstuðnings. 6. sept. — Fulltrúar minnihlutans í skipulagsnefnd fara fram á umsögn um þá skipulagstillögu sem arkitektar svæðisins lögöu fram á fundinum. Hafnað. / 4. sept. — í ljós kemur á borgarráðsfundi að formaður skipu- lagsnefndar Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson hefur beðið for- stöðumann Borgarskipulagsins að gefa frá sér einhverja um- sögn um málið. Það gerir forstöðumaðurinn á fundi skipu- lagsnefndar 20. sept. Það eru sem sagt dyntir formanns skipulagsnefndar sem ráða íerðinni en ekki „lýðræðislegar leikreglur stjórnmálanna". En af hverju er Kvennaframboðinu svo mikið í mun að fá þessa margumræddu umsögn? Því er fljótsvarað. í fyrsta lagi teljum við það sjálfsagðan rétt okkar að fá slíkar umsagnir, - rétt eins og aðrar upplýsingar, — frá embættismönnum borg- arinnar og það er ekki í verkahring kjörinna fulltrúa meiri- hlutans að standa í vegi fyrir slíku. Í öðru lagi erum við ekki menntaðar á sviði skipulagsmála fremur en aðrir borg- arfulltrúar, og við teljum hvorki okkur né þeim stætt á því að taka afstöðu til svo mikilvægra mála án þess að setja sig inn í hina faglegu hlið þeirra. Til þess eru vítin að varast þau og af nógu er að taka í skipulagsmálum borgarinnar. Ef við viljum byggð sem er börnum, konum og körlum framtíðarinnar hliðholl, þá er vissara að fara varlega því umhverfið skapar manninn rétt eins og maðurinn skapar umhverfið. 20. september 1982 Sólrún Gísladóttir TILLÖGUR FLUTTAR AF FULLTRÚUM KVENNAFRAMBOÐS í NEFNDUM OG RÁÐUM Okkur þykir eðlilegt að gera grein fyrir þeim tillögum, sem við höfum flutt síðan við tókum sæti í borgarstjórn í maí sl. I borgarstjórn og borgarráði höfum við flutt tillögur í eftirfarandi málum: 1. Um valddreifingu og breytingar á stjórnkerfi borgarinn- ar. Þessari tillögu var frestað, en hún verður tekin til umræðu um áramót. 2. Um flutning Reykjavíkurflugvallar. Um þetta mál er fjallað á öðrum stað í blaðinu. 3. Um að koma upp skóladagheimili í Seljahverfi. Afdrif þessarar tillögu eru rakin í sérstakri grein í blaðinu. 4. Um húsnæðismál. Við höfum flutt tvær tillögur í þessu máli og eru þær raktar nánar á öðrum stað í blaðinu. 5. Um að settar verði reglur fyrir nýbyggingar í eldri hverf- um borgarinnar sem liafðar verði til hliðsjónar við út- hlutun byggingarleyfa. Þessi tillaga er fram komin vegna síendurtekinna mistaka í nýbyggingum í gamla bænum vegna þess að enn er ekki til útfært deiliskipulag fyrir stóra hluta hans. Nýjustu dæmin eru nýbyggt hús á horni Þórsgötu og Njarðargötu og nýbygging ein feiknarleg við Oðinsgötu 16. í því máli fluttum við tillögu um að bygg- ingarleyfi yrði afturkallað vegna brota á skipulags- og byggingarlögum. Sú tillaga var felld af meirihlutanum í borgarstjórn. Tillagan um reglur varðandi nýbyggingar er nú til umsagnar í skipulagsnefnd. 6. Meðflutningsmaður að tillögu um að starfsemi eins og þeirri er fyrirtækið Eimur rekur að Seljavegi 12, verði hætt á þeim stað og henni fundinn staður annarsstaðar í borgarlandinu. Þessi tillaga fékk meirihluta í borgarráði. Þar með náðist áfangi í 30 ára baráttu íbúa í nágrenni við verksmiðjuna, en þeir hafa bent á og stutt rökum þá hættu og mengun, sem af verksmiðjunni stafar. Nýlega hefur verið rakinn í blöðum allur aðdragandi þessa máls og verður því ekki fjallað frekar um það hér. í félagsmálaráði hefur fulltrúi Kvennaframboðs vakið máls á nokkrum atriðum, sem virðast geta stuðlað að betri Skyldu borgarfulltrúar þurfa á ad halda faglcgri unisögn um skipulagstillögur?“ Vid teljum ekki stætt á því ad taka afstöðu til skipulagsmála án þess að setja sig inn í hina fag- legu hlið ... að byggingarleyfi verði aftur- kallað vegna brot á skipulags- og byggingalögum 19 f

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.