Vera - 01.10.1982, Side 23
Til umræðu
KJARNAFJÖLSKYLDAN OG KVENNAKÚGUNIN
Tvöfalt vinnuálag kvenna er
staöreynd sem vissulega vekur
konur til umhugsunar um hvaö
valdi og hvaö megi gera til bóta.
Konurnar bera ábyrgöina á heimil-
isrekstrinum, uppeldinu og allri
umönnun heimilismeðlima, og
þetta losna þær ekkert viö þó þær
fari í vinnu út fyrir heimilið, þaö
bíður allt eftir þeim heima. Nær-
tækast er auövitað aö koma á
verkaskiptingu heimilismeðlima og
vinna sameiginlega aö heimilis-
verkunum. Þetta gerir fólk auövit-
aö, þó í mismiklum mæli, og oftast
þannig aö konan sér um verk-
stjórnina og ber ábyrgð á fram-
kvæmdum. Hvers vegna? Jú,
verkaskiptingin heima hróflar
nefnilega ekkert við hugmynda-
fræöinni um konuna og „húsmóð-
urhlutverkiö". Sú kona, sem nær
samkomulagi viö mann sinn um
heimilisverkin eftir kl. 5 á daginn,
eöa ræöur aöra konu til aö sinna
þeim, hefur ekki komið á jafnrétti.
Hvers vegna húsnióAir?
Eöa hvers vegna fékk hún sér
hálfsdagsstarf og hvers vegna er
það hún sent skrópar í vinnunni
vegna veikra barna? Hversvegna
hætta konur námi, vinnu, eða fá
alls enga vinnu? Hvaö er þaö sem
setur konur í hlutverk huggara og
græðara? Hvers vegna eru þær
lægst launaðar og með minnstu
réttindin úti á vinnumarkaðnum?
Hvers vegna eru dómarnir svo
harðir yfir konutn, sem ekki
„standa sig“ í „húsmóðurhlutverk-
inu", þær sem ekki dusta, þvo,
bóna, snýta, hugga og snurfusa
nógu mikið inni á litlu fallegu
heimilunum sínum? Svarið við
þessum spurningum er ósköp ein-
falt: konur fæðast inn í þetta
ákveðna hlutverk, „húsmóðurhlut-
verkiö", þær hafa ekkert um að
velja!
I þessu er einmitt kynbundin
kúgun kvenna fólgin, það er þetta
sem m.a. er átt við þegar talað
er unt reynsluheim kvenna.
Konur eiga það sameiginlegt að
þær slást viö vofur og forneskjur úr
hugmyndafræöi borgarastéttarinn-
ar, viöhorf karlveldis til kvenna.
Þær eru settar á stall fyrir „kven-
lega" hetjulund og fórnfýsi. Þær fá
þaö aö launum fyrir aö taka að scr
„húsmóðurhlutverkið" möglunar-
laust. Það sem tilheyrir húsmóöur-
hlutverkinu í dag ákvaröast af hlut-
verki kjarnafjölskyldunnar, sem er
afar rýrt ef tekiö er miö af annarri
tegund fjölskyldu, sem er stórfjöl-
skyldan, þar sem fram fer fram-
leiðsla og bein samfélagsleg þátt-
taka gegnum hana. Kjarnafjöl-
skyldan er einangruð frá samfé-
lagslegri vinnu, og er aöeins efna-
hagsleg eining í markaðsþjóðfélag-
inu. Kjarnafjölskyldan er vissulega
einnig afdrep einstaklinganna, en
;ills ekki það eina. Hún keppir við
alls kyns afþreyingarframboð utan
frá, varnarlaus gagnvart auglýs-
ingaskruminu.
Fjölskyldan
ekki cinungis afdrcp....
Það sem fjölskyldan situr uppi
meö fyrst og fremst er ábyrgðin,
þ. e. ábyrgð á uppbyggingu vinnu-
allsins, meölima fjölskyldunnar.
Foreldrar bera persónulega ábyrgð
á vexti og þroska barna sinna, bera
persónulega þá byröi aö koma
börnum sínum, framtíðarvinnuafli
þjóöfélagsins til manns. Aðstæður
hverrar fjölskyldu eru aö sjálfsögðu
misjafnar í stéttskiptum þjóðfélög-
um eins og á Islandi og þar kemur
einmitt inn hin stéttbundna kúgun
kvenna, þ. e. konur í verkalýðsstétt
sitja ekki aðeins uppi með kynja-
fordómana alla, heldur bera þær
minnst úr býtum af þeim þjóöfé-
lagslegu gæöum, sem í boöi eru og
þær hala unnið fyrir hörðum hönd-
um. Þessi staða kjarnafjölskyld-
unnar í þjóðfélaginu bindur einmitt
konurnar heinta, við heimilisverk-
in, inni á heimilunum eru konurn-
ar, hálft mannkynið, að sinna á
persónulegum grundvelli þörfum
fjölskyldunnar, sem vel væri hægt
aö sinna á félagslegum grundvelli.
Þaö hefur sýnt sig vel hér á íslandi
síðustu 50—80 árin aö ef vinnu-
markaöurinn þarfnast vinnuafls
kvennanna er mjög auövelt að
framkvæma samfélagslega þau
störf sem þær sinntu áður. Tökum
matar- og fatagerð sem dæmi.
Konur fást varla lengur við að
súrsa og salta, né við aö sauma föt
á tjölskylduna. En því er svo mikil
tregöa yfirvalda að útvega næg og
góö dagvistarrými fyrir börnin
meöan mæöurnar vinna úti, það
tekur því varla að tala um þessar
fáu barnageymslur sem borgin rek-
ur nú. Samfélagsleg umönnun allra
barna svo og einhverskonar samfé-
lagsleg lausn á húsnæöi fólks og þá
heimilisverkum mun að sjálfsögðu
ríða kjarnafjölskyldunni í núver-
andi mynd að fullu. Samfélagsleg
lausn á heimilisverkunum er
grundvallarskilyrði þess að konur
lostii nokkurn tímann úr viðjum
hinnar kynbundnu kúgunar. En
samfélagslegar og sameiginlegar
aðferöir í barnauppeldi og heimil-
isrekstri er ekki aðeins ávinningur
vegna þátttöku fleiri, heldur fyrst
og fremst vegna þess að ábyrgðin á
velferð barnanna og afkorna ein-
staklinganna verður sameiginleg
ábyrgð samfélagsins og vandamál
leyst sem slík en ekki scm einkamál
hverrar konu, hverrar fjölskyldu,
einangruð innan fjögurra veggja
heimilisins.
Eigum við að þegja???
Það er nú einu sinni svo að ekki
má hallmæla kjarnatjölskyldunni
þrátt fyrir augljósa ágalla. Karlar
og konur segja gjarnan: „A nú að
hrúga öllum saman, — taka af
manni sjónvarpið, — einkalífið, —
svei." Að sjálfsögðu hafa margir
hag af ríkjandi fjölskylduformi.
Það stendur m. a. undir gróða yfir-
stéttarinnar. Einstaklingarnir, fjöl-
skvldurnar bera byrðarnar er
kreppir aö, — ekki má skeröa
gróöa yfirstéttarinnar. Margar litl-
ar fjölskyldur auka á neyslu. Á
meöan konurnar hafa húsmóður-
hlutverk þarf ekki að hugsa fyrir
vinnu handa þeim á atvinnuniark-
aðnurn. Þar þjóna þær sem ódýrt
hlaupavinnuafl. Að lokum er ekki
hægt annað en geta þess að karl-
menn hafa vissulega ákveðinna
hagsmuna aö gæta, þar sem kjarna-
fjölskyldan er. Konur liafa barist
fyrir því árum saman að fá karla til
að taka þátt í heimilisverkunum, og
þeir sjást nú æ meir með börn og
viskustykki, en það gekk ekki
átakalaust. Stór hópur karla hatar
allt sem heitir breyting á sínum
högum, kvenréttindakerlingar eru
skamntaryrði í þeirra munni og
verstu andstæðingar. Konur eru
tvímælalaust vinsælli ef þær þegja
um hugmyndir sínar um jafnrétti,
en þær sitja jafnframt áfram í sínu
gamla fari. Konur eru ekki nærri
nógu duglegar við að l'orma og
móta raunhæfar hugmyndir og að-
gerðir sem breyta myndu hinu
hefðbundna formi sambýlis karls
og konu, sem bæta myndi stöðu
þeirra. Konur viðhalda ríkjandi
kerfi misréttis og kvennakúgunar
með þögn sinni og „kvenlegri"
þátttöku, m. a. hvað snertir upp-
eldi barnanna, en þar gætu þær
haft áhrif. Þó heimilið sé eini
vinnustaður margra kvenna og erf-
itt aö hugsa sér upplausn þess í ein-
hverri mynd, er óhjákvæmilegt að
ráöast á vandann og marka stefnu
og leiðir í samræmi viö hið raun-
verulega mein og orsakir þess.
Kristjana Bergsdóttir