Vera - 01.10.1982, Qupperneq 25
T»L 6ERANPA
KONUR OG TÓNLISTARIÐNAÐURINN
Agot V. Óskarsdóttir
uni" án efa sá þáttur sem hefur
orðið sköpunargáfu og hugmynda-
flugi konunnar og þörf hennar til að
tjá sig nicstur fjötur um fót.
Glimmerkjólar
og „girlie groups“
Þegar litið er á þróun og uppgang
dægurtónlistarinnar á sjötta ára-
tugnum og í byrjun þess sjöunda er
sýnt að ekki var um róttæka breyt-
ingu á stöðu kvenna í tónlist að
ræða. Reyndar voru konur byrjaðar
að koma fram sem dægurtónlistar-
konur en næstum eingöngu í hlut-
verki söngkvenna. Það sem ein-
kennir þátttöku kvenna í dægurtón-
listarlífinu á þessu tímabili eru hinar
svokölluð „girlie-groups" eða
kvennasönghópar á borð við The
Andrews Sisters, Beverly Sisters,
The Marvelettes, The Supremes og
The Pointers Sisters. Þessir söng-
hópar, sent flestir voru skipaöir
þremur konum, náöu feikna vin-
sældum. Imynd þessara hópa var
meira eða minna sköpuð af fram-
leiðendum þeirra og var byggð á
hefðbundinni kvenímynd, sem kom
fram jafnt í tónlistinni og sviðsfram-
komu, og það var ekki síst hið síðar-
nefnda sem ýtti undir vinsældir
hópanna. Þessi ímynd var byggö á
ópersónulegri sviðsframkomu sem
hafði mjög kynferðislegt yfirbragð.
Stúlkurnar komu fram í þröng-
um aðskornum glimmerkjólum,
hreyfðu sig á lostafullan en þaul-
skipulagöan hátt, í takt við sönginn,
allar eins, svo það var eins og allar
þrjár rynnu saman í eina eggjandi
heild. Tónlistin einkenndist af stíf-
um útsetningum, sem byggðust á
hinum þríraddaða söng, og hún var
oftast samin af karlmönnum eins og
textarnir. Textarnir fjölluðu oftast
um óuppfylltar þrár, söknuðinn eft-
ir elskhuganum, um að geta ekki
lifað án mannsins, sem sagt hug-
myndir karlmanna um langanir og
þrár konu.
Þrátt fyrir að þessi tegund
kvennasönghópa sé að mestu horf-
in af sjónarsviðinu er þessi kynferð-
islega ímynd ekki dauð. Hún kom
aftur fram á áttunda áratugnum í
tónlistarformi sem ekki síður var
algerlega skapaö af framleiðend-
um, með gróðasjónarmið í huga,
nefnilega í diskótónlistinni. Diskó-
tónlistarframleiðslan var afsprengi
ákveðinnar þróunar í hljómplötu-
iðnaðinum og tónlistin, sem var
undir miklum áhrifum frá soul-tón-
listinni, var orðin að vélrænu tækni-
flippi, búnu til í takttölvum og öðr-
urn hljóðmaskínum.
„Það var eins og kvenlegunt eig-
inleikum væri pumpað inn í fram-
leiðslutækin í diskótónlistinni sem
hverri annarri tæknibrellu. Þar sem
kvenröddinni er gefinn mismun-
andi hljóðblær eftir því sem við á
hverju sinni, rennur hún gjörsam-
lega saman viö aðra tilbúna og vél-
ræna þætti í tónlistinni. Stunurnar
og hvísliö fléttast samari við vélræna
hrynjandi á misfellulausum hljóð-
vegg. Stunur Donnu Sumrner í lag-
inu „Lovc to Love You Baby" líkja
eftir fullnægingu í dulmögnuðum
samförum tækninnar." (K. Benson,
bls. 2.)
Neysluhyggja
og tœkjadýrkun
A sjöunda áratugnum hófst nýtt
tímabil í sögu dægurtónlistarinnar
og varsú þróun nátengd hinum víð-
tæku æskuuppreisnum á þeim árum
gegn ýmsum þáttum kapítalísks
þjóðskipulags. Þessar uppreisnir
áttu sér stað í þjóðfélagi sem ein-
kenndist af auknum hagvexti sem
leiddi til aukinnar neyslu og vcl-
megunar. Þessar kringumstæður
settu svip á uppreisn æskunnar:
„Róttækni hennar var róttæk
neysiuhyggja, sem beindist gegn
hvers konar valdhöfum í þjóðfélag-
inu (foreldrar, lögreglan, stjórn-
málamenn), sem stóðu í vegi fyrir
því að hún fengi stundað annars
konar neyslu (popphátíðir, föt,
fíkniefni, kynlíf)." (D. Laing, bls.
128.)
En mikilvægur þáttur þessara
uppreisna fólst í nýjum menningar-
straumum, ekki síst í rokk-tónlist-
inni. Með gífurlegum vinsældum
rokk-tónlistarinnar skapaðist nýr
tónlistarmarkaður og fjöldinn allur
af nýjum tónlistarmönnnm kom
fram á sjónarsviðið. Þetta voru sem
sagt aö miklum meirihluta karl-
menn og ekki breyttist hefðbundið
viðhorf til kvenna í þessari rokk-
sprengju svo heitið gæti. Mikið af
þessari rokktónlist snerist um kyn-
lífið og birtist þar oft á tíðum of-
beldishneigð sem lýsti megnri kven-
fyrirlitningu. Hún fjallaði um kynlíf
út frá sjónarhorni karlmannsins,
konan var þar ekki annað en það
sem girnd karlmannsins og kynlífs-
langanir beindust að. Að öðru leyti
takmarkaðist hlutur kvenna í rokk-
sprengjunni, eins og áður, við þol-
andahlutverkið, sem kaupendur og
neytendur hljómplatna og rokktón-
leika.
En þrátt fyrir allt komu þó fram
tónlistarkonur í þessari nýju tónlist-
arbylgju (að vísu ennþá mest söng-
konur) sem lögðu sitt af mörkum til
breytinga á hefðbundnu kven-
ímyndinni bæði í sviðsframkomu og
með því að semja sjálfar bæði tónlist
og texta (t.d. Janis Joplin, Grace
Slick, Nico o.fl.).
Þróun rokktónlistarinnar á átt-
unda áratugnum markaðist mjög af
því hversu háð hún varð hljóm-
plötuiðnaðinum og þar nteð stóru
plötuútgáfufyrirtækjunum. í sam-
ræmi við hina geysilegu tækniþróun
í upptökustúdíóunum var lögð æ
meiri áhersla á tæknilega fullkomn-
un og srnám saman varð forsendan
fyrir „góðri tónlist" betri og dýrari
tæki. „Farið var að líta á notkun
þessarar tækni sem forsendu fyrir
góðri og vandaðri tónlist á hljórn-
plötum. Erfitt er að fá aögang að