Vera - 01.10.1982, Page 26

Vera - 01.10.1982, Page 26
þessum framleiðslutækjum nema unnt sé að leggja fram verulegar fjárhæðir til að borga fyrir plötuút- gáfuna. Tónlistarfólkið verður þá auðveldlega handbendi þeirra sem yfir slíkum fjármunum ráða, en það eru yfirleitt stóru plötuútgáfufyrir- tækin." (D. Laing, bls. 124.) Andóf pönksins Þessar forsendur tónlistariðnað- arins þýddu t.d. fyrir lágstéttar- krakkana í Bretlandi, sem byrjuðu að spila pönk-rokk árið 1976, að bransinn bauð hvorki upp á gullin tækifæri né gaf tilefni til glæstra vona. Pönk-rokkið var andsvar við ríkjandi hefðum í dægurtónlistinni, setti fram nýjar skoðanir og um- fjöllunarefni þess var allt annað en áður hafði tíökast í dægurtónlist- inni. I pönkinu endurspegluðust þjóðfélagsaðstæður breskrar æsku, vaxandi kreppa og í kjölfar hennar stóraukið atvinnuleysi. Tónlistin var andstæða hinnar alvélrænu tón- listar, hún var einfaldasta form rokktónlistar og minnti því talsvert á hið upphaflega rock’n roll eins og það var á sjötta áratugnum. Ein- kenni þess var einföld uppbygging; notaðir voru örfáir hljómar, þung hrynjandi sem gegndi stærra hlut- verki en laglína og improvisation. Söngmátinn var allt annar en í hefð- bundinni dægurtónlist, í staö fág- aðra radda (en fágunin var reyndar oft búin til í tækjunum) var í pönk- inu lögð áhersla á beina eðlilega raddbeitingu óskólaðra radda og textinn oft á tíðum meira talaður eöa hrópaður heldur en sunginn. Pönk-tónlistin var þess vegna fyrst og fremst einföld, gróf og hrá - eitt- hvað sem allir gátu spilað. Textarnir voru mun pólitískari en áður, lýstu oft þrúgandi kreppuástandi og voru sungnir á tungumáli pönkaranna sjálfra, verkaraslanginu. Pönk-tónlistin náði fljótlega töluverðri útbreiðslu og varð aö meiri háttar hreyfingu. Fjöldinn allur af pönk-hljómsveitum komst á laggirnar og í kjölfariö voru víða gefin út ný tónlistarblöö í litlum upplögum þar sem hreyfingin tjáði líka skoðanir sínar. Framleiðsla fyrstu pönk-platnanna beindist ekki fyrst og fremst að tæknilegri fullkomnun hljóðupptökunnar, enda teknar upp í litlum upptöku- stúdíóum, oftast af vanefnum. Dreifing þeirra var til að byrja með bundin við nánasta umhverfi hljómsveitanna og var skipulögð af hljómsveitunum sjálfum og áhang- endum þeirra. Þetta varð svo til þess að brátt var stofnaöur fjöldi lítilla plötuútgáfufyrirtækja sem settu sér það markmið að koma nýrri tónlist á framfæri án þess að byggja starfsemi sína á sókn í há- marksgróða eins og kapítalísku stórútgáfufyrirtækin. Hér á landi má sjá hliðstæða þróun með stofn- un fyrirtækja eins og Gramm, Eskvímó o.fl. Þetta andsvar við einokun stórút- gáfufyrirtækjanna var ekki ein- skorðað við pönk-hreyfinguna. Árið 1978 stofnsettu nokkrar evrópskar hljómsveitir hreyfingu til stuðnings tilrauna-rokktónlist, ,,Rock in Opposition". Fleiri hreyf- ingar uxu upp samhliða pönkinu. Má þar t.d. nefna reggae-tónlist- ina sem barst til Bretlands með inn- ílytjendum frá Vestur-lndíum og hefur náð mikilli útbreiðslu og haft mikil áhrif á seinni tíma nýbylgju- rokk. Sett ísamband Allar þessar hreyfingar sköpuðu nýja möguleika og ýttu undir til- raunir af ýmsum toga. Þær spruttu upp og blómstruðu samhliða og höföu áhrif hver á aðra. Þetta gildir einnig um kvennatónlistina. Þær hindranir sem konur hafa alltaf staðið frammi fyrir meö tilliti til tónsköpunar eru ekki síst ein- angrun og skortur á sjálfstrausti, sem eru afleiðingar þess aö vöntun var á fyrirmyndum og hefð fyrir þátttöku kvenna í tónlistarlífinu. Hefðin er karlmannatónlist og hug- myndafræði sem skilgreinir konuna sem þolanda án sköpunargáfu. Eins og áður var bent á hefur þátttaka kvenna í dægurtónlistinni takmarkast við það aö raddir þeirra hafa verið notaöar sem sóló- eða bakraddir í tónlistarframleiðslu sem stjórnað er af karlmönnum. Þær hafa því með tilliti til eigin tón- sköpunar og tónlistariökunar aö mestu staðið utan við tónlistarfram- leiðsluna. Þær hafa ekki getað fylgst meö í tækniþróuninni, hvað snertir ný tæki, nýja tækni, eða kynnst aö neinu ráði hinu flókna ferli hljóm- plötuframleiðslunnar, markaðslög- málum o.s.frv. Konur hafa því verið (og eru enn) háðar karlmönnum hvað þetta snertir. Viðhorf pönk- og nýbylgjuhreyf- ingarinnar til tónlistarsköpunar mætti orða: „gerum það sjálf". Þetta viðhorf hafði mjög hvetjandi áhrif á konurnar og l’rá árinu 1976 hafa komið fram fjölmargar hljóm- sveitir ýmist skipaðar konum ein- göngu eða blandaðar hljómsveitir kvenna og karla. Þessar hljómsveit- ir eiga það sameiginlegt að hlutverk kvennannaerekki lengureinskorð- að við söngmíkrófóninn heldur koma þær fram sem hljóðfæraleik- arar jafnfætis karlmönnum og semja bæöi tónlist og texta. Viðhorf pönk- og nýbylgjuhreyf- ingarinnar til tónlistar hafði mjög hvetjandi áhrif á kvennatónlistina. Þróunin í átt að einfaldari tónlist, meira svigrúm til tilrauna á tónlist- arsviðinu — nánast að byrja frá byrjun — þetta voru ákjósanleg skilyrði fyrir konur til að hefja leit að eigin tjáningarformi. Pönkið og nýbylgjurokkið hafnaði líka hefð- bundnum listgildum og fagurfræði- legum hefðum og þetta haföi einnig jákvæð áhrif á konurnar þar sem rutt var úr vegi ýmsum hindrunum, s.s. skorti þeirra á sjálfstrausti sem afleiðingu af menntunar- og reynsluleysi. Spurningin varð nefni- lega ekki um það hvort fólk kynni að spila heldur hvort það spilaði. Hið gagnrýna hugarfar sem lá að baki margra textanna í nýja rokkinu einkenndi einnig texta kvenna- hljómsveitanna. Margir textar þeirra fjalla um aðstöðu konunnar, kynferðislega kúgun o.s.frv. og gagnrýna hefðbundna kvenímynd. Þetta kemur ekki einungis fram í textum og tónlist heldur einnig í nýrri ímynd sem þessar hljómsveitir hafa skapað. Þ.e.a.s. nteö því að spila á hljóðfæri sem hingað til hafa verið álitin karlmannahljóðfæri (trommur, rafmagnsgítar og bassi), með breyttri sviðsframkomu, hvernig þær koma fram í blaðavið- tölum, klæönaöi o.s.frv.

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.