Vera - 01.10.1982, Page 27
Á þeim sex árum sem liðin eru frá
upphafi þessarar kvennatónlistar-
vakningar hefur þróunin verið ör og
árangurinn lætur ckki á sér standa.
Brautryðjendur hreyfingarinnar
eru orðnar vanar í bransanum, hafa
öðlast dýrmæta reynslu og þjóna
sem mikilvægar fyrirmyndir þeirra
sem á eftir koma. I’essar hljóm-
sveitir eru þó æði ólíkar, ekki bara
hvað varðar tónlistina sjálfa, heldur
einnig viðhorf til viðfangsefnisins,
bakgrunn, reynslu, menntun, póli-
tískar skoðanir o.fl. o.fl. Ég vil nú
til kynningar fjalla örlítið um fjórar
af þessunt brautryðjendahljóm-
sveitum.
The Slits
Hljómsveitin The Slits var stofn-
uð árið 1976 af þeim Vivian Alber-
tine — gítar, Tessa Pollock — bassi,
Palmolive - trommur og Arianna
Forster - söngur, sent þá var aðeins
14 ára gömul. The Slits var fyrsta
kvennapönkhljómsveitin og var
starfandi þar til í janúar 1982. Þær
stúlkurnar í Slits voru rétt nýbúnar
að fá hljóðfærin í hendurnar þegar
þær byrjuðu að koma fram og voru
þær til að byrja með umtalaðar sem
lélegasta pönkgrúppan í Englandi.
Vivian segir frá hugmyndinni að
stofnun hljómsveitarinnar í viðtali
frá 1976: „Allir gæjarnir í kringum
mig voru að stofna grúppur og þeir
höfðu fyrirmyndir aö líta upp til. En
ég hafði enga. Ég vildi ekki líkjast
eða vera Joni Mitchell... Pá rann
það skyndilega upp fyrir mér að ég
þyrfti ekki að hafa fyrirmynd, ég
gæti tekið upp gítarinn og bara
spilað. Spurningin er því ekki svo
mikið af hverju ég fór að spila held-
ur af hverju ég byrjaði ekki fyrr.“
(Sounds, okt. 1976.)
Tónlist The Slits var í fyrstu mjög
hrá og einföld. Þær sömdu engar
grípandi laglínur og spiluöu bæði
falskt og órytmiskt. En smám sam-
an þróaðist tónlist þeirra. Með æf-
ingunni og reynslunni náðu þær
valdi yfir hljóðfærunum og tónlist-
arforminu. Þær urðu fyrir miklum
áhrifum frá reggae-tónlistinni sem
hefur sett æ meiri svip á tónlist
þeirra. Umfjöllunarefni textanna
var oftast sótt í eigin reynsluheim og
umhverfi sem þær rcyndu að lýsa
innanfrá. Þær lýsa heföbundnum
kynjahlutverkum á írónískan hátt
sem og útjöskuðum klisjum um ást
og rómantík.
Á sex ára starfsferli sínunt hafa
The Slits fjarlægst ntjög uppruna
sinn í pönkinu. Þær náðu töluverð-
um vinsældum og þaö hafði sín áhrif
á gang mála. Þær sneru baki við litlu
plötuútgáfufyrirtækjunum, sem
þær voru í samstarfi við til að byrja
með, og gengu á mála hjá CBS.
Kannski var það frægðarljóminn
sem blasti við, en það varð hinsveg-
ar skammgóður vermir því hljóm-
sveititi leystist upp skömmu síðar
eða í janúar 1982.
The Au Pairs
The Au Pairs koma úr pólitískt
meðvituðum pönkkreðsum í Birnt-
ingham. Hljómsveitin var stofnuð
árið 1979 af tveim konum og tveim
körlum. Þau eru: Lesley Wood -
söngur og gítar, Poul Foad - söngur
og gítar, Jane Druntmonds - bassi
og Pete Hammond - trommur.
Tónlist þeirra má skilgreina sem
hefðbundið hrátt rokk nteð textum
sem hafa feminískt yfirbragð en
þeir eru flestir samdir af söngkon-
unni Lesley. Tónlistin og textarnir
tjá oft bæði reiði og aggression og
Lesley leggur áherslu á þaö í
kvennapólitík sinni að þetta séu
þættir sein konum er venjulega for-
boðið að tjá: „Nei, konum er ekki
kennt að láta reiði sína í Ijós. Ef
kona gerir það er henni sagt að hún
sé bæði móðursjúk og taugaveikl-
uð. Konur vantar leiðir til að tjá
hvernig þeirn líöur í þessu þjóðfé-
lagi. Þær hafa engin fordæmi til að
fara eftir... engin tækifæri til að
berja frá sér." (NME, júlí 1981.)
Textarnir fjaila urn samskipti
kynjanna, kynferðislega kúgun, um
eiturlyf og pólitíska kvenfanga og
fletta á írónískan hátt ofan af órétt-
læti því sem hefðbundin kynjahlut-
verk hafa í för með sér. Þar snerta
þeir oft viðkvænta strengi eins og
kom fram þegar BBC ritskoðaði
lagið „Come Again" sem fjallar um
konu sem blekkir mótleikara sinn í
kynlífi rneð því að þykjast fá full-
nægingu vegna þess að hún er þjök-
uð af viðteknum gildum um kynlíf.
The Au Pairs leggja rnikla
áherslu á að „eiga sig sjálf" þ.e. að
halda fullunt sjálfsákvörðunarrétti
ylir tónlist sinni og þverneita að
vera keypt af stórútgáfufyrirtækj-
unt sem sýnt hafa hljómsveitinni
áhuga. Slíkt mundi að þeirra mati
ntinnka svigrúm þeirra til gagnrýni.
'l'he Raincoats
„Að vera kona - það er bæði að
skynja og tjá hið kvenlega í sér og
(enn sem komið er a.m.k.) vinna
gegn því hvernig konunni er sagt að
hún „eigi" að vera. Þessi mótsögn
skapar ringulreið í lífi okkar og ef
við ætlum að vera heiðarlegar verð-
um við að hafna því sem troðið
hefur verið upp á okkur, við verð-
um að haga lífi okkar á annan veg.
Það er mikilvægt að reyna að forð-
ast af fremsta megni að leika þau
hlutverk sem reynt er að þröngva
okkur inn í." (Ana da Silva.)
The Raincoats byrjuðu að spila
saman árið 1977. Tvær regnkáp-
anna, þær Gina Birch og Ana da
Silva, kynntust þegar þær stunduðu
báðar nám við listaskóla 1976-77.
Þær voru báðar ákafir pönk-aðdá-
endur og fóru saman á fjölda pönk-
konserta. Þær heyröu m.a. í The
Slits og það varð kveikjan að því að
þær fóru sjálfar að spila. Síðan bætt-
ist fiöluleikarinn Vieky Aspinall í
hljómsveitina en hún var áður í
kvennarokk-jass hljómsveitinni Jam
Today. Að lokum slóst trommu-
leikarinn Palmolive í hópinn en hún
var fyrsti trommuleikari The Slits.
Tónlist þeirra hefur breyst ntikið
á þeim árunt sem hljómsveitin hefur
starfað. I byrjun var hún undir tölu-
verðum áhrifum frá pönkinu en
hefur þróast yfir í tónlist scnt er
mun meira kontpóneruö og fjöl-
breytilegri að stíl og hljóðfæraskip-
an. Samspilið er orðiö meira fljót-
andi og oft bregður fyrir jassáhrif-
um. Tónlistin einkennist af mýkt og
tærleika og hefur oft yfirbragð ang-
urværðar. Margir telja tónlist The
Raincoats vera „kvenlega" en þeim
er ekki um slíkar alhæfingar gefið.
Þegar Gina var spurð urn muninn á
karla- og kvennatónlist sagöi hún:
„Ég er ekki viss urn að það sé raun-
verulegur rnunur þar á, þ.e. að kon-
ur skapi endilega „kvennatónlist".
Ég held að það séu misntunandi