Vera - 01.10.1982, Qupperneq 29

Vera - 01.10.1982, Qupperneq 29
Einu sinni birti íslenskt dagblað frétt af bílveltu. Það var nokkuð slænt velta, svo slæm raunar, að ntaður nokkur, sem varð vitni að henni, taldi víst að ökuþórinn hefði verið kófdrukkinn. Svo var þó ekki, því þegar lögreglan kom á staðinn, upplýstist að ökuþórinn var alls ekki drukkinn karlmaður heldur kona. Yfir þessari fregn var fyrirsögnin: EKKI DRUKKINN - HELDUR KONA. í þá daga þurfti ekki aö setja upphrópunar- nterki á eftir slíkri fyrirsögn svona til að draga úr alvörunni, því í þá daga þorðu blaðamenn enn að leggja ökuhæfni kvenna til jafns við færni drukkinna karlmanna og þótti víst engum mikið! Nei, það stendur hvergi í þessari frétt — það er bara gefið í skyn á milli línanna — eða finnst ykkur það ekki? Og það er einmitt það hættulega við blessuð blöðin og það sem í þeim stendur, að það er svo einfalt að gefa í skyn viðhorf án þess að segja þau upphátt. Dagblöðin láta uppi skoðanir sínar á hundrað þús- und vegu og ekki bara í leiðurum heldur með því að velja frétt eða frásögn stað (útsíðufrétt er mikil- vægari en innsíðufrétt — sá sem kemst á forsíðumynd er merkilegri en hinn á 5. síðu), hvernig frétt er skrifuð o. s. frv., o. s. frv. Þetta er auðvitaö meðvituð aðferð sem auðvelt er að vara sig á eða taka tillit til. Hin aðferðin viö að lýsa viðhorfum er alveg óvart og ómeð- vituö og segir meira unt viðhorf þess, sent skrifar en ritstjórnar- stefnu blaðsins sjálfs. Sá sálarspeg- ill, sem dagblöðin státa sig af því að vera er e. t. v. skýrastur á milli lín- anna, í því sem ósagt er látið. Og þegar kentur að mótun viðhorfa — og enginn neitar, að dagblöðin móta viðhorf lesenda sinna í sama mæli og þau endurspegla þau, ef ekki þá í ríkari mæli — þá er þetta ósýnilega sem að baki liggur líklega hvaö áhrifamest. Því það síast inn sinátt og sinátt án þess lesandinn taki beint eftir því. Látum því alveg liggja milli hluta þá staðreynd að konur birtast helst sem athafna- lausar skrautverur í dagblöðunum (ég á alveg áreiðanlega eftir að koina að því einhvern tíma seinna meir!) og kíkjum bara á örfá dæmi um viðhorf, sem sýnast liggja að baki orða: Hér er mjög dæmigerð frétt af nauðgun: „Rannsóknarlögregla ríkisins rannsakar nú nauðgunar- kæru, sem barst frá tæplega þrít- ugri húsmóður á Sauðárkróki. Konan ber, aö maður á fertugsaldri hafi skriðið inn um glugga á heimili hennar aðfaranótt laugardags fyrir rúmri viku. Eiginmaður hennar var að heiman og hún ein ásamt tæp- lega ársgömlu barni sínu. Segir luin hann hafa kontið fram vilja sínum með því að beita aflsmun. Maður- inn hefur við yfirheyrslu viður- kennt að hafa farið inn til konunn- ar gegn um glugga. En hins vegar fæst hann ekki til aö viðurkenna að hafa nauðgað henni. Engir áverkar sáust á konunni." (Tíminn, 15. júní s. 1.) I annarri nauðgunarfrétt, (DV, 19. ágúst) er þetta líka skýrt tekiö fram um aðra konu: „Engir áverkar sáust á konunni." Vitiði hvaö mér finnst? Mér finnst bara vanta að svo komi: „svo það er ekki gott að vita hvað hún er að rövla". Og talandi um nauðganir, sáuð þið fréttina af amerísku konunni, Jacqueline Rader, 37 ára gamalli og yfirmanni í tryggingarstofnun Wisconsin-ríkis, sem var í Mogg- anum þ. 28. júlí? Kviödóntur dæmdi undirmanni konunnar tvær milljónir íslenskra króna í skaða- bætur fyrir kynferðislegar ofsóknir af Itennar hált'u, „en hún mun hafa heimtað að hann þóknaðist sér eða hefði verra af ella." Tvær milljónir íslenskra króna! Ja, það er munur aö vera maður og míga standandi segi ég nú bara! Það hljóta að hafa sést áverkar á karli, ólíkt konunni á Sauðárkróki sem lét sér detta í hug að kæra mann fyrir að skríða inn um glugga! Það var raunar önnur ekki ómerkilegri frétt í Mogganum þennan sama dag (28. júlí). Þar sagöi frá ummælum breska forsæt- isráðherrans um karla og konur, fyrirsögnin var: „Karlarnir tala — konurnar framkvæma" og svo kom heljarinnar útlisting á því hvað Margaret Thatcher hugsar unt kyn- in tvö. Sjálfsagt hefur þýðanda fréttarinnar fundist hann vera að gera kvenþjóðinni greiða og rit- stjórninni þótt jafnréttislegt að gefa fréttinni gott pláss í blaðinu. Allt í lagi svo sem, en það gleymdist al- veg að segja nokkuð frá því sem þó skipti e. t. v. inestu máli. Svo var nefnilega mál með vexti að ráð- herrann lét orðin falla á „mikilli kvennaráðstefnu í Lundúnum". Einhverjum jafnréttissinna hefði nú dottið í lnig að kornast að því hvaða mikla ráðstefna þetta var, hverjir stóðu að henni og um hvað var verið að fjalla. Það hefði verið fengur að slíkri frétt. En nei — það skipti engu máli. En það vill nú vera svona og svona með fréttamatið — blöðin segja jú ekki frá öðru en því sem skiptir þjóðarsálina ntáli. Og þjóð- arsálinni er víst santa, þótt konur úti í löndum séu að ræða saman og ráðfæra sig um „þessi helv... kvennantál" eins og þau heita stundum! Konur og fjölmiðlar mhvers konar *í!r Verie \ „u V\)á \að se&\ -.tniðflojtjj , að best í \en vlí) “ he\rra a\ uúkifl * ^ndaiager „.a.,í(,ai^n»v VtS'6U\^é V»ær’aurvft65u * admvisku ger, ca n szSssP ' * ' Vir'°e<S- "anda,ag\Ne^ e< <-v SUS& /VL Y ,-n Fram- \uflokks- V.ins að

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.