Vera - 01.10.1982, Side 30
\
Ein tegund frétta af konum þyk-
ir þó alltaf góöur matur og mikiö
skelfing er ég orðin leið á þeim.
Þaö eru þessar um konur í karla-
störfum, svo sem eins og „Kona
tekur bólstrarapróf" eða „Kona
ekur skurögröfu.” Þríhöfða þurs
spilar á píanó! Fer þaö ekki bráð-
um aö veröa sjálfsagður hlutur að
konur geri allt á milli himins og
jarðar ef í það fer? Eða finnst les-
endum það jafn skrýtið og þeim,
sem semur fyrirsögnina? Ég held
að lesendum muni halda áfram að
þykja það skrýtið svo lcngi sem
dagblöðin gefa það í skyn. Nú eða
þá hitt, „Svissnesk kona leikur á
harmonikku og akkordeon" (Mbl.
25. júlí). Kona, vá, geta þær líka
leikið á hljóöfæri? En við vitum jú
allar að þegar kemur að listum
skiptir það höfuðmáli hvers kyns
listamaðurinn er en ekki hvað
hann skapar eða kannski öllu
fremur: aðrir hlutir skipta máli eft-
ir því hvers kyns er. Svo er a. m. k.
að skilja af greinarhöfundi Mbl.,
sem sagði frá listamannaþingi í
Þýskalandi, þar sem íslenski full-
trúinn, Sigríöur Björnsdóttir, vakti
hvað mesta athygli „vegna þess að
hún var glæsilegust kvenna á staðn-
um" (Mbl. í ágúst).
Viðhorf til kvenna skjóta upp
kollinum á ótrúlegustu stöðum og
þar sem síst er að vænta. í „Veiði-
horni" Tímans (fastur dálkur um
laxveiðar) rakst ég á þessa gull-
vægu fregn og fylgdi henni teikning
af karli og konu í sjóbaöi, konan
ber- og stórbrjósta: „Veiöitímabil-
ið hér á Rivierunni er nú hálfnað
og má segja aö vel hafi veiðst. Hér
leggja allir net sín og færi að kvöldi
en fáir vita hvar þeir vakna að
morgni. Eitthvað er urn húkk en þó
minna en áður. Annars er sólin allt
að drepa og mesta furða hvað þeir
stóru ganga í þessum þurrkum.
Þrúgurnar dafna vel... og enginn
er með öngulinn í rassinum. Með-
fylgjandi mynd er af stærsta laxin-
um sem veiðst hefur fram aö þessu,
en hann fékk . ..." Svo var að
skilja aö umsjónarmanni veiði-
hornsins hafi borist þetta kort frá
útlöndum og haföi greinilega húm-
or fyrir þessu. Svona er nú mór-
allinn í því sporti!
Sport er auðvitað saga alveg út
af fyrir sig. Hugarfarið þar lýsti sér
ekki illa í „Punktum frá heims-
meistarakeppninni" í Tímanum í
sumar, þar sem sjaldan gleymdist
að segja frá portkonum Spánar.
Annars má umsjónarmaður Tím-
ans eiga þaö aö hafa birt alls ekki
óforvitnilega grein um stöðu
kvenna í íþrótta- og félagsstarfi
íþróttahreyfingarinnar (21. júní).
Greinarhöfundi, Ingólfi Hannes-
syni, er töluvert niðri fyrir og það
réttilcga, eftir að hafa lesiö skýrslu
frá ráðstefnu, sem svokölluð
Kvennanefnd ÍSÍ stóð fyrir í maí
s. 1. (Alveg er ég viss um að engin
heyrði þeirrar ráðstefnu getið í
fréttum fjölmiðla og segir þaö sína
sögu um blessað fréttamatið.) í lok
greinarinnar getur Ingólfur bókar-
innar „Kvinner og idrett" eftir
Gerd von Lippe, útg. af Gyldendal
Norsk Forlag, 1982. Vonandi er
Ingólfur búinn að panta sér bókina
og tilbúinn aö halda áfram á réttri
braut!
En talandi um fréttamatið aftur
og viðhorfin sem þar koma fram:
Tókuöi eftir fréttum blaðanna af
25 ára afmæli Barnaspítala Hrings-
ins í júní? Dæmigerð afmælismynd
birtist á baksíðu DV sjálfan afmæl-
isdaginn, þ. 19. júní: Þrjár Hrings-
konur heilsa upp á sjúkling og ef-
laust hefur blaðinu þótt myndin vel
við hæfi á þessum hátíðisdegi ís-
lenskra kvenna. Myndatextinn
sagði þó sína sögu um viðhorf
„þjóðarsálarinnar" til 25 ára starf-
semi kvenfélagsins: „Barnaspítali
Hringsins, Landspítalanum, á 25
ára afmæli í dag. Af því tilefni fór
fram móttaka í spítalanum í gær.
Þar tóku meöal annarra til máls
[takið eftir þessu: „meöal annarra",
nú koma þeir sem þjóðarsálinni
þykir/á aö þykja mest um vert]
Svavar Gestsson ráðherra, Víking-
ur Arnórsson prófessor, Davíð
Gunnarsson forstjóri ríkisspítal-
anna og Páll Sigurðsson stjórnar-
formaður. Hringskonur voru að
sjálfsögdu vidstacldur | ég er svo al-
deilis hissa!] og hér nui sjá er gesl-
ir skoðuðu barnadeildina." En til
hvers svo sem aö nafngreina
nokkrar kerlingar sem eyddu tíma
sínum í aö byggja sjúkrahús!
En þetta stendur nú allt til bóta
hjá blöðunum — þau gerast eflaust
réttsýnni á endanum. Konum fjölg-
ar t. d. óðum í blaðamannastétt.
Að vísu er ekki gott aö vita livaö
þær fái þar að gera, alla vega ekki
el'tir lestur þessa myndatexta:
(Föstudagsstúlkan) „hefur m. a.
unnið sér það til frægðar að vera
nýlega valin „fulltrúi ungu kyn-
slóðarinnar" og fer sem slík [sem
slík] til keppni í Manila i haust.
Fyrst ætlar hún samt aö taka út
ferðavinning til Ibiza úr ungfrú
Hollywoodkeppninni. A milli þess
sem hún ferðast í sumar vinnur hún
í Bon Bon [hvaö er nú það?].
Næsta vor ætlar hún að Ijúka
stúdentsprófi úr Versló og síðan
veröa blaðamaður. Ekki amaleg
skrautfjöður fyrir stéttina, eða
hvað?" Ja, ég spyr nú bara eins og
myndatextahöfundurinn: Ekki
amaleg skrautfjööur fyrir stéttina
eöa hvað? Bless, og meira næst.
Ms
PS. Val tilvitnana er tilviljanakennt
— hin blöðin koma bara seinna!
Ms
Áskriftar
síminn
er83122
Utanáskríft:
Hús & Híbýli
Háalertisbraut 1 105Reykjavík
ÁSKRIFTARSÍMI VERU ER 21500
£30