Vera - 01.10.1982, Síða 34

Vera - 01.10.1982, Síða 34
FRAMHALDSSAGAN: Listin að kyssa Orðabókin segir, að koss sé „kveöja frarnkvæmd þannig, að snert er með Iokuðum munni og varirnar síðan opnaðar snögg- lega". Af þessu er augljóst, að þótt orðabókin kunni aö vita éitthvað um orð, þá veit hún ekkert um kossa. Ef vér ætlum að fá vitneskju um raunverulega merkingu orðsins koss, þá eigum vér ekki að leita til sérvitringanna, sem semja orðabækur, heldur skáldanna, sem enn hafa heitt blóð æskunnar í æðum. Coleridge segir t. d., að kossinn sé „angan guðaveiga". Shakespeare kallar kossinn „innsigli ástarinnar". Gamalt róm- verskt skáld, sem fékk fjölmörg tækifæri til þess að rannsaka þetta efni, segir að kossinn sé: „Angan af smyrslum, sem unnin eru úr ilmríkum trjám. Ilmur af gróandi grasi. Angan úr kjarri, sem er að breiða út brumknappana. Blómskreytt engi að sumarlagi. Ilm- kvoða iljuð af meyjarhöndum. Blómvöndur, sem laðar bíflugurnar til sín". Já, hann er þetta allt... og meira. Aðrir hafa sagt, að kossinn sé: ilmur ástarinnar; fyrsta og síðasta gleðin; mál ástarinnar; innsigli alsælunnar; skattur ástarinnar; guðaveigar Venusar. Já, kossinn er þetta allt.. . og meira. Það verður aldrei hægt að skýra kossinn til fulls, því sérhver koss er frábrugðinn þeim næsta á undan og þeim, sem á eftir fer. Engir tveir kossar eru eins, fremur en nokkrar tvær manneskjur eru eins; og það er fólkið, sem f'ramleiðir kossana, raunverulegt, lifandi fólk, þrungið af lífi og ást og óumræðilegri hamingju. Ýmsar tegundir kossa Að sjálfsögðu eru til ýmsar tegundir kossa. T. d. má nefna kossinn, sem guðhræddur maður þrýstir á hring páfans. Þá eru og kossar móður og barns, vinarkossar fólks, sem er að heilsast og kveðjast, og koss sá, sem konungurinn krefst af þeim sigraða. En þótt þetta séu kallaðir kossar, þá eru það ekki þeir kossar, sem vér ætlum að fjalla um í þessari bók. Vorir kossar vcrða sú tegund kossa, sem eru þess virði, aö um þá sé rætt — ástarkossarnir. Það er sennilega kossinn, sem skáldið hafði í huga, þegar þessar Ijóðlínur urðu til: Ljúfa heit um sælu sanna, sjafnarmála dýrast hnoss, unaðstenging elskendanna, ástar-vordögg — meyjarkoss. Hið furöulegasta í sambandi við kossinn er það, að þótt mann- kyniö hafi veriö að kyssa allan tímann síðan Adam snéri sér á hliðina og sá, að Eva lá hjá honum, þá hefir bókstaflega ekkert veriö ritað um þetta efni. Á hverju ári kom út hundruð bóka til þess að fræða fólk um, hvernig það eigi aö fara aö því að megra sig eða fitna, ná sér í atvinnu, elda mat, rita bækur og jafnvel að lifa. En um listina að kyssa hefir lítið sem ekkert verið skrifað. Ein ástæðan til þess að réttar upplýsingar vantar um þetta efni, er siðgæðishugmynd sú, sem ríkt hefir síðan á Viktoríutímabilinu. Hinir teprulegu Púrítanar (hreintrúarmenn) fortíðarinnar töldu allt, sem ástina áhræröi, óhreint og ósiðlegt. Rit John Bunyans sýna, hvernig þeir litn á kossinn. í hinni illræmdu bók sinni „The Piigrim’s Progress" segir hann: ,,Eg hefi viðbjóð á því, hvernig konur heilsast venjulega. Þaö er mér andstyggö — hvern, sem eg sé gera það. Þegar eg sé góða og gegna menn heilsa konum, sem þeir heimsækja eða heimsækja þá, ber eg fram mótmæli gegn þessu; og þegar þeir svara því til, að hér sé aðeins um að ræða almenna kurteisi, þá segi eg þeim, aö það sé óviðkunnanlegt að þurfa að horfa á þetta. Raunar hafa sumir þeirra lagt áherzlu á helgi koss- ins, en þá hefi eg spurt þá, hvers vegna þeir geri sér þá þann mannamun, að kyssa aðeins þær laglegustu, en láta þær ófríðu eiga sig". Ef til vill hefir Bunyan garnli hugsað svona vegna þess, að Framh. í nœsta blaði Munið betri fötin Aldrei meira úrval Hvergi betra verð KJALLÁRINN VESTURGATA3 S: 12880 OPIÐ Á IAVGARD. MILLI KL. 10 OG 12.

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.