Vera - 01.02.1985, Side 2

Vera - 01.02.1985, Side 2
VERA 1/1985 Útgefendur: Kvennaframboöiö í Reykjavík og Samtök um Kvennalista. Símar: 22188, 21500, 13725 Með nýsamþykktum lögum á Alþingi um tekju- og eigna- skatt er stigið skref í átt til aukinnar samsköttunar hjóna. Er þetta gert til að jafna þann mismun sem er á samaniögðum sköttum þeirra hjóna þar sem annar aðilinn er aðalfyrirvinnan og hinn þar sem báðir aðilar sjá um tekjuöflun heimilisins. Þessi skattabreyting kostar ríkissjóð 200 milljónir. Hafi verið ætlun ríkisstjórnarinnar aö koma til móts við kon- ur með þessu frumvarpi þá hefur það mistekist. Flest kvenna- samtök í landinu, sem láta sig frelsi kvenna einhverju varða, hafa lýst sig mótfallin þessum lögum enda ganga þau þvert á þá skoðun að hver einstaklingur skuli vera efnahagslega sjálfstæður án tillits til hjúskaparstöðu. Lagasetning sem þessi er einn liður í fjölskyldupólitík ríkis- valdsins rétt eins og mæðralaun, barnabætur, bygging dag- vistarstofnana, fæðingarorlof o.fl. Allt kostar þetta sitt, en þegar litið er á framlag ríkisvaldsins til einstakra liða kemur í Ijós hvert það stefnir með fjölskyldupólitík sinni. Á fjárlög- um þessa árs er ráðgert að leggja 30 milljónir í byggingu nýrra dagvistarstofnana og láta mun nærri. að Trygginga- stofnun ríkisins greiði um 200 milljónir í barnabætur á þessu ári. Ein af forsendum þess að konur geti verið efnahagslega sjálfstæðir einstaklingar, og þar með ein af forsendum sér- sköttunar, er að nægilegt framboð sé á góðum dagvistar- stofnunum og að ríkið greiði raunhæfar barnabætur. Skatta- afsláttur til þeirra karlmanna, sem búa með heimavinnandi húsmóður, leysir ekki vanda kvenna. Þvert á móti, hann við- heldur ríkjandi hlutverkaskiptingu kynjanna og getur, ef lengra er haldið, orðið til þess að ýta konum inn á heimilin aftur þó ekki væri til annars en að sinna þörfum eins karl- manns. Þeim 200 milljónum, sem þessi skattaafsláttur kostar er því ekki varið til að bæta stöðu kvenna. Húsmóðurstarfið hefur vissulega verið vanmetið og rétt- indaleysi þeirra kvenna sem því hafa sinnt er nær algert. Þessu verður að breyta en það má ekki gera það á kostnað þess sjálfstæðis sem við höfum verið að berjast fyrir um lang- an aldur. isg. t n ['o: k r/t/" 390832 ÍSIAHIIS Ritnefnd: Gyöa Gunnarsdóttir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Kristín Blöndal Guðrún Ólafsdóttir Guörún Erla Geirsdóttir Magdalena Schram Útlit: Malla, Solla, Gyöa, Stína, Kicki Starfsmaöur Veru: Kicki Borhammar Mynd á forsíðu: Asrún Kristjánsdóttir Auglýsingar og dreifing: Hólmfriöur Árnadóttir Ábyrgö: Gyða Gunnarsdóttir Setning og filmuvinna: Prentþjónustan hf. Prentun: Solnaprent Ath: Greinar í Veru eru birtar á ábyrgð höfunda sinna og eru ekki endilega stefna útgefenda.

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.