Vera - 01.02.1985, Qupperneq 5

Vera - 01.02.1985, Qupperneq 5
Afmæliskveðja: > p - 4 ÍyjmBFM ® % V*¥ j/Æ&xCír . * >nl Kvenna- sögu- safnið 10 ára Á leiðinni upp á fjórðu hæð læt ég mér detta í hug að nú sé ég að klöngrast upp í klettaborg í leit að leynihellinum. Skyldu búa í honum álfar og galdrar? Þarna stendur kona á klettaskör klædd í svart og skósítt pils og bíður mig velkomna. Galdranorn? Huldukona? Hún vísar mér til stofu, skipar mér að setjast og skrifa nafn- 'ð mitt á bók. Hneppir hún mig í álög? Kemst ég aftur heim? — Já, auðvitað er þetta hún Anna í Kvennasögusafninu, eða er það Kvenna- sögusafnið í Önnu?, sem þreytti íbúðinni sinni á Hjarðarhaganum í galdraveröld handa fróðleiksþyrstum konum í leit að formæðrum sínum. Kvennasafnið varð tíu afa síðasta nýársdag, það er ekki lengra síðan og samt er eins og það hafi alltaf ver- 10 Þarna til húsa með Önnu og verði alla tíð- .,En það verður það auðvitað ekki”, segir Anna: ,,og má það heldur ekki. Þetta safn á heima í Þjóðarbókhlöðunni, sem á að geyma sögu og bókmenntir allrar þjóð- arinnar, allra íslendinga” og áhersla á allra er svo þung að bókahillurnar svigna i samþykki sínu. Þegar ég fyrst kom í Þessa íbúð átti ég ekki von á Önnu; ákafanum, orðaflaumnum, eldhuganum. Ég hafði aldrei fyrri séð konu stökkva upp úr sæti sínu til að sækja bók með einmitt setningunni, sem hún var með fremst á tungunni en mundi þó ekki, setjast aðeins til að hverfa aftur og finna alveg kórrétta heimild, hlaupa enn til eftir miklu betra dæmi og Ijósrita svo allt saman til að ég færi nú ekki allslaus á brott og hella upp á könnuna, smyrja brauð og finna súkku- laðimola til að færa mér með kaffinu — eiginlega allt í sömu andránni og segja sögu á meðan. Og jafnvel þó svo fyrsti þráðurinn dytti niöur undir alla nýju þræð- ina, sem okkur tókst að spinna, þá kom- umst við alltaf alla leið að lokum. — Já, hún Anna í álög og nei, það er alls ekki vist að þú komist alla leið heim aftur! Hugurinn verður eftir dágóða stund. Síðast þegar ég kom og óskaði henni til hamingju með afmælið og sagðist ætla að senda henni kveðju í Veru, sagði hún: „þakka þér fyrir og gleymdu ekki þessu með Þjóðarbókhlöðuna.” Nei, við skulum ekki gleyma því. Á leiðinni heim hitti ég unga frænku. Hvaðan ertu að komaspurði hún, hissaað sjá mig á gangi í frostinu líklega. Úr Kvennasögusafninu. Kvennasögusafn — hvað er nú það? sagði frænka á unglings- aldrinum sínum og varðist varla brosi. Samt er skólinn hennar bara steinsnar frá Önnu. Samt er hún að læra sögu í skólan- um. Og hvað segir ekki Anna eftir sænskri stallsystur: ,,saga karlaog kvennaersam- anslungin eins og uppistaða og fyrirvaf í dúk í vefstól. En því hefur verið komið þannig fyrir að aðeins karlmannlega fyrir- vafið kemur í Ijós í sögunni. Af þessum sökum hefir saga kvenna horfið að verul- egu leyti, nema hvað endrum og eins glittir í hana, t.d. þegar einhver kona hefur verið ofjarl eða kannski jafningi karla í grimmd eða stjórnkænsku, ellegar hefur haft áber- andifrumkvæðiíástarmálum. . .enþaðer ekki sú kvennasaga, sem skiptir máli nema síður sé.” (Konur skrifa, bls. 8) Hvers vegna fá stelpurnar ekki að vita þetta. Hversu margar okkar væru minna vísar án Önnu og safnsins hennar. Til hamingju með afmælið Kvennasögu- safn og megir þú komast úr leynihellinum í Þjóðarbókhlöðu og þjóðarsögu allra ís- lendinga. Ms k 5

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.