Vera - 01.02.1985, Qupperneq 7

Vera - 01.02.1985, Qupperneq 7
Hvada mælistiku skyldi best að nota til að meta árangurinn. Ættum við að byrja á að spyrja hvort við séum orðnar ,,frjálsari”? Því ekki það! Við gætum byrjað á að tala um það augljósa, áhrif slagorðsins það pri- vata er pólitískt — það hefur haft óhemju miklar afleiðingar með því að opna um- r*ðu um mál, sem áður voru alveg tabú. T.d. ofbeldi á heimilum, á börnum, nauðg- un, sexualiteti kvenna, óánægju með verkaskiptinguna á heimilunum, ábyrgð á börnum o.s.frv. Þetta veldur því að konur fara að sjá sig í nýju Ijósi og við áttum okk- ur á að okkar veruleiki og staöa er önnur ®n karla, þess vegna hljóta kröfur okkar til þjóðfélagsins að vera aðrar. Og þar með erum við komnar að kvennamenningunni. Arið 1970, nú eða 1974 var einblínt á form- legt réttindaleysi kvenna en á forsendum karla. Nú sjáum við okkar stöðu í munstri Þar sem um er að ræða kúgunarkerfi, uniklu skipulegra en við gerðum okkur grein fyrir í upphafi. Sko: Árið 1974 leyndu konur því að ólétta, brjóstamjólk eða túrar væru til trafala í karlaþjóðfélaginu. Það er staðreynd að 50% þjóðarinnar fer ein- hvern tímann á túr og svo framvegis og Þess vegna hlýtur samfélagið að þurfa að taka tillit til þess. Það eru færri núna, sem voga sér að tala um óhæfni konu til starfs vegna þess að hún hafi mánaðarlegar blæðingar. Konur eru öðru vísi, heildin verður að gera ráð fyrir því í skipulagi sínu, forsendur kvenna eiga jafnmikinn rétt á sér og karla. En formlega séð hefur þessi breyting ekki borið árangur, enn erum við að vinna að jafn sjálfsögöum réttindum og fseðingarorlofi og veikindaleyfi foreldra vegna barna. — Stundum er eins og manni finnist pað 9eta verið hættulegt að leggja of mikla sherslu á forsendur kvenna, að peirri kröfu s® snúið gegn okkur. . . Já — en bíddu við. . . ég hef svolitið gaman af teoríunni um að metnaður karla komi til vegna þess að þeir eru ekki lifgjaf- ar og séu þess vegna sífellt að rembast við að bæta sér það upp á öðrum sviðum. Þeir Þetta viðtal átti upphaflega að vera undir yfirskriftinni: Hvað hefur áunnist á Kvennaáratug? Það varð eitthvað allt annað. Kannski gekk okkur bara illa að halda okkur við efnið og kannski var það líka óþarfi að halda sig við einhvern ramma, þegar umræðuefnið er svona viða- mikið. Alla vega varð endirinn sá, að Vera er að hugsa um að halda samtalinu við þátttakendur kvenfrelsisbaráttunnar áfram fram eftir árinu, láta þær bæta hverja aðra upp, gagnrýna eða taka undir. Hug- myndir um viðmælendur og spurningar frá ykkur, lesendur góðir, væru vel þegnar. Samtalið endalausa haf i ekki á tilf inningunni þennan tilgang og verði að leita hans annars staðar. Konu er gefinn tilgangur — kenningin er sú aö líf- gjafahlutverkið hafi gert konur metnaðar- lausar í sambandi við önnur mál. Þar með er komið upphaf kvennakúgunar. Flestar formæður okkar eyddu allri fullorðinsævi sinni í að fæða og sjá um börn og fannst, samkvæmt kenningunni, felast meiri til- gangur í því að reyna að halda lífinu í þeim og koma þeim til manns en að dunda við t.d. að skapa ódauðleg listaverk. Eftir að feðraveldið var orðið skipulagt, var þessu svo beitt gegn okkur. Nú hafa aðstæður gerbreyst, nú orðið er þaö bara tiltekinn hluti ævinnar sem fer í barnauppeldi, þær hafa þess vegna meiri möguleika og vænt- anlega meiri þörf fyrir að taka þátt í að móta umhverfi sitt. — En eitt af pví, sem við höfum unnið gegn er einmitt sú mótun, uppeldisleg og félagsleg, sem innrætir stelpum petta líf- gjafahlutverk og við höfum krafist réttar peirra, sem neita að taka sér Pað á hendur. Jáogþaðermjögmikilsverðurréttur. . . — . . .en sjáðu svo áhersluna á að beina stúlkum inn á brautir strákanna, i náms- og starfsvali. Er ekkipar með verið að lítilsvirða hefðbundin kvennastörf, jafnvel lítilsvirða lífgjafahlutverkið? Sem er rangt. Rétta leiðin væri að greiðasómasamleg laun fyrir kvennastörf- in. Og já, mér er alveg sama hvort það eru tvær eða fimmtíu stelpur í stærðfræði í Hamrahlíðinni. En þetta leiðir allt að sama brunni, jafnréttisbaráttan gengur öll út á það að ýta nægilega mörgum konum útí karlastörf til að geta svo sýnt einhverja statistik. Aö öðru leyti breytist ástandið ekki og kvennastörf eru vanmetin jafnt sem áður. Og maður fer óneitanlega að velta því fyrir sér sem þú varst að spyrja um. Ég er alveg hætt að hafa áhyggjur af því aö dóttir mín hefur meira gaman af dúkkum en bílum t.d. Það sem skiptir máli er sú staðreynd að viðhorf 50% þjóðarinnar hafa ekki fengið að njóta sin og þá vantar nú fjári mikið á! Ef við tækjum það besta úr menningu kvenna og úr menningu karla þá yrði þjóð- félagið réttlátara, fjölbreyttara, betra og að öllu leyti skemmtilegra og þannig ætti það að vera — ekki vegna þess að viðhort eða konur yfirleitt séu eitthvað betri, heldur bara vegna þess að þær eru nú einu sinni helmingurinn. — Það orkar kannski tví- mælis að tala um kvennamenningu, því við vitum jú ekki að hve miklu leyti hún er afleiðing kúgunarinnar. Hvernig skyldi menning hinnar frjálsu konu verða? Éða hins frjálsa karlmanns ef því er að skipta? En hvað um það, ég efast ekki um að heimurinn liti öðru vísi út I dag ef viðhorf kvenna hefðu fengið að njóta sin og ef kon- ur hefðu tekið jafn mikinn þátt í að móta umhverfi sitt og karlar hafa gert. 9 9 Svo ég fari úr einu I annað: ég var að lesa svo asskoti skemmtilega bók á dög- unum um tjáningaraðferðir hópa innan samfélagsins, bæði innbyrðis og hópa á milli. Þar er komið inn á líkamlegt tjáninga- munstur: hvernig t.d. fólk víkur hvert fyrir öðru á gangstétt. Allir hópar víkja fyrir mið- aldra karli með stresstösku, svört kona I Bandaríkjunum víkur fyrir öllum. Ég hef verið að taka eftir þessu þegar ég geng niður Laugaveginn, það er dálítið fróðlegt. Maður tekur eftir því að unglingsstelpur víkja alltaf fyrir strákunum, þeir ganga beint af augum. Konurvíkjafyrir körlum og fyrijr sér eldri konum, gamlar konur víkja fyrir körlum. . . taktu eftir þessu einhvern tímann! Þessi bók fjallar líka um lögmálið að þeir sem ofar eru settir kynna sér ekki mál þeirra fyrir neðan á skalanum. Bandarísk- ar svartar konur ku hafa mál og tjáningu sín á milli sem enginn skilur, enginn er neðar I stiganum. Á sama hátt hafa konur sína menningu, sem karlar skilja ekki. Dáldið merkilegt þetta með hvernig fólk talar saman — mér dettur I hug goðsagan 7

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.