Vera - 01.02.1985, Qupperneq 11
ar sem stjómuöu lækningum. Sömu sögu
er aö segja um fæðingarhjálpina, hún var
á kvenna hendi.
Þegar karlar tóku aö þróa hina „vísinda-
iegu” læknisfræöi, var farið aö líta læknis-
list kvenna nýjum augum. Þekking kvenna
á lækningameöölum var úthrópuö sem eit-
urbras og galdrar. Kona Kallíkúla var t.d.
sökuö um að hafa framkallað geöveiki
hans meö hættulegum jurtum og dæmd
fyrir bragðið. Á miðöldum bætti kaþólska
kirkjan um betur og staöhæfði aö læknis-
list kvenna væri andstæö náttúrunni og
þ.a.l. syndsamleg. Konur sem kunnu eitt-
hvaö fyrir sér voru gerðar aö sakamönnum
og galdraofsóknirnar gengu Ijósum logum
um Evrópu. Læknastarfið var gert aö lok-
aöri starfsgrein sem kraföist sérstakrar
menntunar, viðurkenningar og leyfisveit-
ingar. Hvort kynið var svo útilokaö frá
menntuninni. . .?
Á sama tíma og þetta gerðist höföu Ijós-
mæðurnar — með vissum takmörkunum
þó — fæöingarhjálpina í sínum höndum.
Þannig hélst þaö allt til ársins 1720, eöa
Þar til töngin kom til sögunnar sem tæki til
fæðingarhjálpar. Litiö var á hana sem
handlækningatæki og þ.a.l. þótti sjálfsagt
aö hún væri einungis karla meðfæri. Þar
meö komu karlkyns læknar inn í fæöingar-
hjálpina, — fyrst í staö eingöngu viö erfiöar
fæöingar en seinna í sí auknum mæli við
eðlilegar fæöingar.
Einokun karla á læknisfræðinni haföi
þaö í för meö sér aö raunveruleg umönnun
sjúkra hvarf úr faginu. Malterud telur að
hjúkrunarkvennastarfið hafi orðið til í kjöl-
far þessa. Það sem einkennir þaö starf
sem og önnur, sem hafa orðið til fyrir þörf
lækna á margvíslegu aðstoðarfólki
(meinatæknar, röntgenlæknar, sjúkra-
Þjálfarar, læknaritarar o.s.frv.), er að þau
eru illa launuð kvennastörf sem hafa tak-
markað sjálfstæöi sem starfsgrein.
Hinar hugmyndafræðilegu afleiöingar
eru þær, aö í stað þess aö hafa með hönd-
um sjálfstætt starf og bera ábyrgö á þróun
starfsgreinar sem á sér djúpar sögulegar
rætur, eru konur nú sá aðilinn sem heldur
öllu gangandi án þess að hafa vald til aö
ákveöa í hvaöa átt heilbrigðikerfið skuli
vaxa. Malterud fullyrðir því aö nauösynlegt
sé að styrkja stöðu kvenna í heilbrigðis-
kerfinu og spyr þeirrar áleitnu spurningar,
hvort þaö sé endilega víst aö sá sem gert
hefur flestar tilraunir sé hæfastur til að
stjórna stórri deild á sjúkrahúsi.
Fyrirtíöaspenna
Aö læknavísindunum afgreiddum fjallar
Malterud ítarlega um sjúkdómsgreiningar
á sérkennum kvenna sem hafa þaö aö
markmiði aö losa okkur við þau. Konur
hafa alla tíð orðið varar viö breytingar í lík-
amanum dagana fyrir blæöingar. Á fjóröa
áratugnum var fariö aö fjalla um þessar
hreytingar í fagbókmenntum læknisfræö-
ianar undir heitinu fyrirtíöarspenna (PMS,
Premenstruelle spenninger). Þaö uröu viö-
urkennd fræöi aö breytingarnar stöfuöu af
ójafnvægi milli hórmónanna prógesterón
og östrógen, lyfjaiðnaöurinn var strax meö
á nótunum og bauð upp á „lækningu”
sem var í því fólgin að gefa konum inn
prógesterón. Þegar lyfjafyrirtækiö Ferros-
an setti framleiðslu sína á markaðinn í
Danmörku árið 1979, gekk auglýsing þess
út á það aö konur væru vafasamir einstak-
lingar sem hneigðust til íkveikja, búöar-
þjófnaöa og umferðarslysa rétt fyrir blæð-
ingar. Danskar konur í læknastétt brugö-
ust hins vegar skjótt viö, og gripu til að-
geröa sem uröu þess valdandi aö fyrirtæk-
iö dró til baka þessa kvenfjandsamlegu
auglýsingu.
Malterud leggur áherslu á aö það sé
allsendis óljóst og engan veginn vísinda-
legasannaö hvað „fyrirtíðaspenna” sé né
heldur hvaö valdi henni. Þar aö auki finni
svo margar konur fyrir breytingum fyrir
blæöingar aö þær hljóti aö teljast partur af
eðlilegu lífi kvenna, — þaö sé öllu heldur
óeölilegt aö finna þær ekki. Auövitaö séu
þær konur til sem hafi svo afgerandi kvilla
þennan tíma aö þeir geti meö réttu talist
sjúkdómseinkenni, og þaö sé mjög mikil-
vægt fyrir þessar konur aö fá örugga og
skjótvirka meðhöndlun. Þess vegna veröi
aö halda áfram rannsóknum á þessu sviði.
Fyrir allan þorra kvenna er hins vegar
mikilvægt aö viðurkenning fáist á okkar
mánaöarlegu sveiflum, og þau geðbrigði
sem þeim fylgja fái eðlilega útrás en séu
ekki markvisst bæld niöur. Viö verður að
gæta þess, segir Malterud, aö velmein-
andi öfl í heilbrigðiskerfinu og lyfjaiðnaðin-
um svipti okkur ekki þessum rétti.
Sérfræðingar vita best!
Hún tekur einnig fyrir hugtakiö „örugg
fæöingarhjálp” og dregur í efa að þaö fel-
ist ööru fremur í því aö beita hátíönitækni
við allar barnshafandi konur (sónar), nota
keisaraskurð í æ fleiri tilvikum og skikka
konur til aö ala börn sín á fæðingarstofn-
unum. Ennþá hefur ekki fengist nægileg
reynsla af því aö nota hátíðnitækni viö
venjubundnar skoöanir og ekki er til nægi-
leg vitneskja um hugsanlegar skaölegar
aukaverkanir. Aö auki má svo nefna aö
aukin notkun hátíönitækni byggist á þeirri
skoðun aö allar barnshafandi konur eigi
þaö á hættu aö eitthvað fari úrskeiðis viö
meðgöngu. Af þessum sökum eigi þær aö
fara í skoðun hjá sérfræðingi minnst
tvisvar á meögöngutímanum. Þegar
barnshafandi konur eru geröar aö sjúk-
lingum á þennan máta, minnkar tiltrú
þeirra á þau silaboö sem líkaminn sendir
frá sér meðan á meögöngu stendur. í staö-
inn festist sú hugmyndafræði í sessi aö
sérfræðingarnir og tæknin viti best.
Malterud fjallar einnig um tíöahvörfin
eöa „breytingaskeiðiö” og berst hat-
rammlega gegn þeim kenningum aö ekki
sé mark takandi á miöaldra konum þar
sem þær séu ýmist taugaveiklaðar eöa
móðursjúkar. Hún gagnrýnir hina miklu
notkun á hormónalyfjum sem innihalda
östrógen og fullyröir aö þeir kvillar séu til-
tölulega fágætir sem stafi af skorti af
þessu hormóni. Þar aö auki sé lítið vitaö
um þá krabbameinshættu sem sé samfara
notkun östrógenlyfja.
Taugaveiklun eða uppreisn
Taugaveiklun er ööru fremur talin kven-
legur kvilli. Malterud bendir hins vegar á
aö hvorki áfengissýki né glæpahneigö, —
sem hafa mesta útbreiðslu meöal karla, —
falli undir hugtakiö taugaveiklun í fagmál-
inu. Persónuleg vandamál sem brjótast út
í þessu tvennu flokkast ekki undir geö-
ræna sjúkdóma í tölfræðilegum heimild-
um.
Malterud rekur ýmsar skoðanir sem
uppi hafa veriö á „óeðlilegu” hátterni
kvenna. í fornöld var talið að konur yröu
móðursjúkar vegna þess aö legið (hyst-
era) væri á stöðugu flakki um líkamann og
þaö leiddi af sér óróleika og áhyggjur. Á
miðöldum var þaö viðurkennd skoöun aö
konur þjáðust af innri veikleika vegna þess
aö líkamsvessar þeirra væru óheppilega
samsettir. En seint og síöar meir kom
Freud til sögunnar og setti allt á sinn staö:
penisöfund var meiniö!
Malterud fullyröir að taugakvillar hjá
konum geti verið birtingarmynd uppreisn-
ar. Uppreisn krefst styrkleika og afls,
stuðnings og örvunar. Þess vegna eigum
viö að vera gagnrýnar þegar róandi lyf og
geðlyf eru notuð sem allra meina bót.
Málsvari kvenna
Bók Kristi Malteruds um konur og heil-
brigöi þykir gagnleg og mikilvæg bók sem
margt megi af læra. Hún er skrifuð á að-
gengilegu máli sem er auðskiljanlegt þeim
sem ekki eru innvígðar í tungutak læknis-
fræðinnar. Ljóst er að hún spyr ýmissa
mikilvægra spurninga sem ættu að verða
til þess að vekja upp umræðu, bæöi innan
heilbrigðiskerfisins og eins meðal þeirra
sem eru notendur þess kerfis.
Því er hins vegar ekki aö neita aö
Materud hefur sætt nokkurri gagnrýni fyrir
skoðanir sínar og er þar skemmst aö minn-
ast þess þegar hún gerðist talsmaöur
heimafæðinga fyrir nokkrum árum. Var
þaö mat margra á þeim tíma aö hugmyndir
hennar féllu eins og hönd í hanska að niö-
urskurðaráformum í heilbrigðiskerfinu.
Þaö má einnig líta svo á aö þaö sama sé
upp á teningnum núna þegar hún gengur
fram fyrir skjöldu og hróflar viö ýmsum
þáttum í heilbrigðiskerfinu sem margir
telja áunnin gæöi s.s. notkun sónars. Þaö
liggur hins vegar mun beinna við að líta á
Malterud sem málsvara kvenna gagnvart
heilbrigðiskerfinu. Hún vill ööru fremur fá
fram umræðu um þaö, hvernig megi nota
þá möguleika sem í heilbrigöiskerfinu búa
þannig að þeir komi konum virkilega til
góða. Fram til þessa hafa raunverulegir
hagsmunir kvenna ekki ráöiö ferðinni í því
kerfi, segir Malterud.
— isg þýddi og endursagði úr Kvinne-
journalen nr. 3, 1984.
Kristi Malterud: Sykdom eller særpreg?
En kritisk bok om kvinner og helse.
Pax Forlag, 1984.
11