Vera - 01.02.1985, Blaðsíða 21
FRYSTING
KJARNORKUVOPNA
A síðustu árum hafa þær raddir sífelit orðið
háværari sem krefjast þess að vígbúnaðar-
stefna stórveldanna verði tekin til gagngerrar
endurskoðunar, að ekki verði lengra haldið á
þeirri braut sem teflir í tvísýnu framtíð alls
mannkyns. Sífellt fleiri einstaklingar meðai lýð-
^rjálsra þjóða krefjast þess að stjórnvöld landa
sinna beiti sér gegn frekari vígbúnaði og hvetji
til afvopnunar.
Alþingi íslendinga hefur ekki farið varhluta af þessari
umræðu. Á s.l. þingi (’83—’84) voru lagðar fram a.m.k.
fimm þál.till. um vígbúnaðar og afvopnunarmál. Ein
Þeirravartillaga Kvennalistans um frystingu kjarnorku-
vopna, sem náði ekki fram að ganga á því þingi, en hef-
ur nú verið endurflutt. Tillagan er á þessa leið:
— Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að beita
sér fyrir því á alþjóðavettvangi, að Sovétríkin og Banda-
ríkin lýsi yfir tafarlausri frystingu kjarnorkuvopna, ann-
aðhvort með samtíma, einhliða yfirlýsingum eða með
sameiginlegri yfirlýsingu. Slík yfirlýsing yröi fyrsta skref
1 átt að yfirgripsmikilli afvopnunaráætlun sem felur í sér:
1 • Allsherjarbann við tilraunum með, framleiðslu á og
uppsetningu kjarnorkuvopna. Enn fremur algjöra
stöðvun á framleiðslu kjarnakleyfra efna til vopna-
notkunar.
2. Frystingu sem er háð öllum þeim aðferðum til sönn-
unar og eftirlits sem þegar hafa verið samþykktar af
málsaðilum í SALT I og SALT II samningunum, auk
þeirra aðferða sem þeir hafa samþykkt í grundvallar-
atriðum í þríhliða undirbúningsviðræðum I Genf um
algjört bann við kjarnorkuvopnatilraunum.
3- Frystingu sem gildir í fimm ár til að byrja með en gæti
orðið lengri ef önnur kjarnorkuveldi slást í hópinn
eins og vonir standa til.
Vítahringur
1 greinargerð tillögunnar er rætt um eðli kjarnorku-
orkuvopn eru ekki nothæf til að öðlast hernaðarlega yf-
lrburði vegna þess að ekki er hægt að nýta þau til hern-
aðarsigurs. Kjarnorkustyrjöld mundi eyða hundruði
mi|ljóna mannaá augabragði. Bent er á að heimsmenn-
lngin yrði lögð í rúst og framtíð þeirra, sem kynnu að lifa
væri ótrygg ef nokkur.
há segir: „Stórveldin tvö, Bandaríkin og Sovétríkin,
aru komin í sjálfheldu og halda jafnframt stórum hluta
neimsbyggðarinnar í gíslingu með viðkvæmu og
otryggu ógnarjafnvægi. Óstöðugleiki þessa jafnvægis
v®x eftir því sem tækni hinna nýju vopna verður þróaðri
°g má sem dæmi nefna að nú er svo komið að einungis
aex mínútur gefast til umhugsunar og ráðrúms til að
bregðast við kjarnorkueldflaugum af Pershing ll-gerð
sem settar voru upp í Evrópu á þessu ári. Sem svar viö
þessari ráðstöfun Atlantshafsbandalagsins og Banda-
ríkjanna hafa Sovétmenn síðan staðsett SS-20 kjarn-
orkueldflaugar í löndum Varsjárbandalagsins og er
þeim beint að löndum Atlantshafsbandalagsins I
Evrópu. Þetta minnkandi svigrúm og stirðar samninga-
viðræður um afvopnunarmál valda því að spenna í sam-
skiptum stórveldanna fer vaxandi og eykur sífellt hætt-
una á kjarnorkuátökum.” Að lokum segir í greinargerö-
inni að tillaga þessi miði að því að hindra frekari vopna-
söfnun og sé jafnframt tilraun til að draga úr þessu
hættuástandi og rjúfa þennan vítahring.
Milljón dollarar á mínútu
Guðrún Agnarsdóttir, hélt ítarlega ræðu þegar hún
mæltifyrirtillögunniogsagði m.a. að áárinu 1981 hefði
verið ætlað að um 1 millj. dollara rynni til vígbúnaðar í
heiminum á hverri mínútu.
Hún sagðist ekki þurfa að tíunda þann skort á hreinu
drykkjarvatni sem hrjáir stóran hluta mannkyns og er
undirrót sjúkdóma, né hungurdauða milljóna barna og
fullorðinna eða vannæringu og þá fjölmörgu sjúkdóma
sem hægt er að koma í veg fyrir eða lækna, en eru samt
banvænir og skæðir í stórum hluta heimsins og taka
ómældan toll mannslífa. Hún þyrfti ekki að tíunda við
þingmenn eða þegna þessa lands hvað hægt væri að
gera við þá fjármuni sem hér um ræðir í þágu lífs og heil-
brigði mannkynsins.
Guðrúnu varð tíðrætt um Bandaríkin um hlut þeirra í
vígbúnaðarkapphlaupinu og möguleika vestrænna
þjóða til aö hafa áhrif á stjórnarfar sitt og sagði í fram-
haldi af því: ,,Þaö er eðlilegt því að slíkt er leyfilegt og
kleift í lýðræðisþjóðfélögum. í Sovétríkjunum eru ekki
greiö samskipti við almenning til skoðanaskipta nó
heldur getur almenningur þar eða utanaðkomandi ein-
staklingar, hópar eða þjóðir vænst þess að hafa áhrif á
afstöðu valdhafa. Þarna er ójafn leikur og gerir dæmið
allt miklu erfiðara. Þar eru fjölmennar opinberar friðar-
hreyfingar, en þær gagnrýna ekki stefnu valdhafa eða
hafa áhrif á hana. Þó efa ég ekki að almenningur i
Sovétríkjunum þrái frið jafnheitt og íbúar Vesturlanda
og við skulum ekki gleyma því að Rússar misstu 20
millj. manna í seinni heimstyrjöldinni. En ráðamenn í
Sovétríkjunum hafa notfært sér mótmæli friðarhreyf-
inga á Vesturlöndum stefnu sinni til framdráttar og
reynt að réttlæta hana með þeirri gagnrýni sem friðar-
sinnar hafa borið á stjórnvöld landa sinna. Þetta fram-
ferði Sovétríkjanna tel ég ófyrirleitið og blygöunarlaust,
en það veikir á engan hátt málstað friðarhreyfinganna.
Og það undirstrikar einungis nauðsyn þess að rjúfa þá
einangrun sem austantjaldslönd búa við. Það er nauð-
synlegt að brjóta niður múrana og byggja brýr vinsam-
legra samskipta meö því að auka verulega vísindaleg,
tæknileg og almenn menningarleg samskipti milli aust-
urs og vesturs, svo og ferðamennsku og verslun.”
21