Vera - 01.02.1985, Page 37
Qangs- og baráttuverkefni Kvennanefnd-
annnar ákveðin en þau eru: atvinna,
óryggi, umönnun og húsnæðismál
kvenna. innan hvers málaflokks voru nán-
ar ákveðin baráttumál og sérstakar að-
gerðir sem fylgja á eftir á þessu ári.
Aðgerðir í atvinnumálum:
~~ Hvetja konur til að sækja um störf,
einkum þau sem hafa verið álitin karla-
störf.
~~ Starfsþjálfunar- og endurmenntunar-
námskeið fyrir konur.
~~ Umbætur varðandi fæðingarorlof
mæðra og feðra í starfi hjá borginni.
~~ Betri dagvistarþjónustu.
~~ Allar konur, sem ekki eru í launuðu
starfi, skrái sig atvinnulausar.
Aðgerðir í öryggismálum
— 10% meiri fjármunum verði varið til
götulýsinga vegna tíðra árása og ógn-
ana gegn konum.
~~ Aukin öryggisgæsla í borgarhúsnæði.
~~ Styrkir til þess að auka sjálfsvarnar-
námskeið fyrir konur.
~~ Krefjast þess að lögregla taki alvarlega
kvartanir vegna kynferðis- og/eða kyn-
þátta ofsókna.
~~ Stuðningur við friðarhreyfingar kvenna
og barátta gegn kjarnorkuvopnum.
Hi"eyfanleg barnagæsla
Aðgerðir varðandi umönnun barna,
^ldraðra og sjúkra
~~ Aukinn stuðning við konur sem bera
ábyrgð á umönnun sjúkra og aldraðra.
~~ Bætta félagslega þjónustu fyrir aldrað-
ar og fatlaðar konur.
Aðgerðir í húsnæðismálum
"~ Tryggja að sjónarmið kvenna séu virt
þegar stefna í húsnæðismálum er
ákveðin.
~ Tryggja að samráö verði haft viö konur
þegar hús eru teiknuð og hverfi skipu-
lögð.
~~ Gistiskýli og sambýli fyrir konur verði
stóraukin.
— Athvörfum verði komið á fót fyrir konur
sem vilja hætta vændi.
— Húsnæðissamvinnufélögum reknum
fyrir konur af konum verði komið á fót.
Eins og sjá má af þessari upptal'ningu
eru það engin smámál sem Kvennanefnd-
in ætlar að beita sér fyrir. Athyglisvert
fannst mér að kynnast hvernig þessi nefnd
vinnur, en það sem einkennir vinnubrögð
hennar er tvennt:
1. Vinna innan kerfisins. Kjörnu fulltú-
arnir beita greinilega pólitískum áhrifum
sínum innan kerfisins til þess að hafa áhrif
á störf annarra nefna og embættismanna.
Málum er þannig haldið vakandi og
ákvörðunum fylgt eftir þó hægt gangi oft
þar eins og hér.
2. Vinna út á viö. Mikil áhersla er lögð
á að starfa opið og reyna að virkja sem
flestar konur til þess að ræða málin og
vekja baráttuvilja. Þetta gerist meö því að
minnihlutahópar eiga fulltrúa í nefndinni
sjálfri, með starfshópafyrirkomulagi, með
því að veita alls kyns baráttuhópum
kvenna fjárstyrki og loks með virku upplýs-
ingastarfi út til kvenna.
Upplýsingastrætó
Auk útgáfu bæklinga um einstök bar-
áttumál og almennra funda, rekur Kvenna-
nefndin upplýsingastrætó. Þetta er einn
af þessum 2ja hæða Lundúnastrætis-
vögnum sem fer um borgarhverfið og
stoppar þar sem konur eru flestar, t.d. við
blokkir eða verslanir. Við strætótinn starfa
þrjár konur serní hafa reynslu og menntun
á sviði upplýsingastarfa.
í strætónum er hægt að setjast niður og
fá sér kaffisopa, þar er barnakrókur og
vagninn er aðgengilegur fyrir konur í hjóla-
stólum. Þar eru sýndar skyggnur og kvik-
myndir um konur og kjör kvenna, hægt er
að fá afnot af Ijósritunarvél, ritvél, vídeó
upptökutæki o.s.frv. Auk þess liggja þar
frammi alls kyns upplýsingar um málefni
kvenna.
Auk upplýsingamiðlunar hvetja og
Nefndin á fundi
hlusta starfskonur grannt eftir hugmynd-
um og umkvörtunum þeirra kvenna sem í
strætóinn koma og koma þeim áleiðis til
Kvennanefndarinnar.
Strætóinn er á ferðinni 4 daga í viku og
auk þess er hægt að panta hann á ákveð-
inn stað ef vill.
Mér fannst mest koma til þess þáttar í
starfi Kvennanefndarinnar sem sneri að
starfi á hennar vegum út á við, þar sem
megin áhersla er lögð á að virkja sem flest-
ar konur til starfa og styrkja alls kyns bar-
áttuhópa og framtak þeirra. Þar með
byggja baráttumál nefndarinnar á þörfum
þeirra kvenna sem mæta misréttinu dag-
lega í lifi sínu.
Vantar jarötengingu?
Annað atriði sem mér fannt athyglisvert
er hve nefndin skilgreinir hlutverk sitt vitt
og lætur til sín taka á öllum sviðum í rekstri
borgarhverfisins. Hvort tveggja þetta
finnst mér á skorta í starfi Jafnréttisráðs og
Jafnréttisnefnda sveitarfélaganna, enda
er árangur af starfi þeirra afar takmarkað-
ur. Þær hafa að minu viti ekki orðið það
tæki í kvenfrelsisbaráttunni sem efni stóðu
til. Kann að vera að hluti af skýringunni
liggi einmitt í því að ráðið og nefndirnar
skorti jarðtenginu. Kvenfrelsisbarátta sem
ekki nær út, tengist ekki grasrótinni með
virku starfi, á sér ekki mikla lífs von né er
hún líkleg til að skipta sköpum í baráttunni
fyrir afnámi kvennakúgunar.
Guðrún Jónsdóttir.
Prj ónalind
9
Nýja prjónablaðið sem birtir uppskriftir af hvers kyns prjónlesi. Ef þú átt upp- >QwiSS
Qk nff II* CPm Kii mlt n n frn m fmri U n láHn /-x I ■ 1 • ■ ■ T7, „ L1 „ A 1. __'a. ' C_
Nýja prjónablaðið sem birtir uppskriftir af hvers kyns prjónlesi. Ef þú átt upp- skriftir, sem þú vilt koma á framfæri, þá láttu okkur vita. Fyrsta blað korn út í fyrra, næsta kemur í mars með á þriðja tug uppskrifta. 4 m
Þriðja blað með þinni uppskrift?. Verið með — gerist áskrifendur! X
Blöð 1 og 2 kosta 290.-. Blað nr. 2 kostar 160 i áskrift. Sími 621292
37