Vera - 01.08.1985, Side 16
Skjótt skipast veður í lofti, geðrænir örð-
ugleikar geta fylgt í kjölfar fæðingar. Örð-
ugleikar sem eru miserfiðir og geta varað
mislengi. Hægt er að tala um þrjá flokka í
því sambandi.
[ fyrsta lagi er það svokallað „baby
blues“ sem er vægt þunglyndi og sem 50
til 70% kvenna upplifa eftir fæðingu. Það
kemur fram í grátköstum og geðsveiflum.
f öðru lagi er talað um „post-natal
depression" sem ég hef kosið að kalla
fæðingarþunglyndi. Það er talið koma
fram hjá einni af hverri tíu konum sem hafa
nýverið fætt og birtist í þunglyndi, þreytu
og líkamlegum einkennum.
[ þriðja lagi er alvarlegasti kvillinn. Þeg-
ar kona er augljóslega andlega veik og ef
til vill með einkenni eins og ofskynjanir og
þarf brýnt á sjúkrahúsvist og læknishjálp
að halda, þá er talaö um „puerperal
psychosis" — fæðingarsykósur en til
allrar hamingju er sá sjúkdómur sjaldgæf-
Baminu líður vel...
Strax að lokinni fæðingu upplifa flestar konur mikla ham-
ingju. Það léttir af þeim þungu fargi og þær verða stoltar
og tilfinningasamar. Meðgangan, sem reynist mörgum
konum erfið, einkum er líður á er að baki. En svo er barnið
fætt og hvað tekur þá við? Hamingjuríkir dagar móður og
barns? Grár hversdagsleikinn með vaxandi annríki og
amstri?
ur — talið er að ein kona af hverjum þús-
und fái hann.
Ég ætla nú að gera nánari grein fyrir
hverjum flokki fyrir sig.
ÞRIÐJADAGSÞUNGLYNDI
Á þriöja eða fjórða degi frá fæðingu er
talið að allt að tveir þriðju sængurkvenna
verði fyrir vægu þunglyndi. Þetta ástand
hefur gengið undir ýmsum nöfnum: „baby
blues“, „postnatal blues", þriðjadags-
þunglyndi. Elstu lýsingar á þessu fyrir-
bæri má finna í læknaritum nítjándu aídar
og gekk það þá undir nafninu ,,milk fever"
í enskum ritum eða „mjólkurhiti", sökum
þess að fyrirbærið gerði vart við sig um líkt
ieyti og þegar mjólkin jókst til muna í
brjóstum sængurkvenna.
Þetta ástand einkennist af grátköstum,
óútreiknanlegum skapbreytingum,
þreytu, önuglyndi og skorti á einbeitingu.
Gráturinn er samt helsta einkennið, konan
grætur þegar hún ætti að vera glöð. Hann
getur varað mislengi, allt frá nokkrum mín-
útum í margar klukkustundir. Þar sem það
er ekki til siös, aö fullorönar manneskjur
gráti frammi fyrir öörum, þá eru konurnar
oft afsakandi og skömmustulegar yfir
framferöi sínu. Konur reyna þá að leyna
því hvernig þeim er innanbrjósts og marg-
ar hafa sagt mér frá því að þaer lokuðu sig
af og grétu, eða breiddu sæng yfir höfuð.
Það sem grætir þær er oftast smávægi-
legt og skiptir þær í raun litlu máli, kona af
sömu stofu fór fyrr heim, eiginmaðurinn
kom of seint í heimsóknartímann. Þið sem
hafiö eignast börn getið ugglaust rifjað
upp hvað þaö var sem kom ykkur úr jafn-
vægi, brosið að því núna, en geröuð þaö
ekki þá.
ORSAKIR
Ýmsar tilgátur eru á lofti um orsakir
þessa þunglyndis. Taliö er líklegra að það
komi fram hafi fæðing verið löng og erfið
og ef um fyrirburðarfæðingu er að ræða.
Þaö er algengara meðal kvenna meö
sveiflukennt skap. Þá er því haldið fram að
þetta séu eins og hver önnur viðbrögö við
átakamiklum og æsandi atburðum, þar
sem fæðingin, hápunktur meðgöngunnar,
sé afstaðin, barnið fætt, spenna og eftir-
væntingin liðin hjá. Erfiðið er að baki og
það verður spennufall.
Samskonar spennufall á sér stað þegar
við höfum unnið sleitulaust í langan tíma
og ætlum að slappa vel af eftir langa
vinnutörn, en það gerist ekki, við verðum
hálf ómöguleg og niðurdregin í einhvern
tíma á eftir.
Enn aðrir telja að „þriðjadagsþung-
lyndið" verði vegna minnkandi
oestrogens sem leiði til þess að brjóstin
fyllast skyndilega af mjólk með þeim
óþægindum og erfiðleikum sem því fylgja.
FÆÐINGARÞUNGLYNDI
„Post natal depression" eðafæðing-
arþunglyndi er alvarlegra eðlis og varir
lengur en „þriðjadagsþunglyndi". Þaö
er ekkert nútímafyrirbæri, á fjórðu öld fyrir
Krist lýsir Hippókrates því í þriöju bók sinni
um faraldra. Þar segir hann frá konu einni
sem varð mjög óeirin skömmu eftir fæð-
ingu, missti úr svefn, fékk óráð og féll svo
í dá. Skömmu síðar andaðist hún. Hippó-
krates hefur tvær skýringar á sjúkdómn-
um. [ þeirri fyrri telur hann aö blóð frá legi
hafi stigið til höfuðsins meö fyrrgreindum
afleiðingum, í þeirri seinni telur hann að ef
blóð safnist fyrir í brjóstunum leiöi þaö til
geðveiki.
Næstu tvöþúsund árin taka menn þess-
ar skýringar góöar og gildar. Það er ekki
fyrr en á síðustu áratugum að menn rann-
saka sjúkdóminn á kerfisbundin hátt og
komast að annarri niðurstööu.
16