Vera - 01.08.1985, Qupperneq 17
Þunglyndi er sjúkdómur sem herjar á
fólk á öllum aldri. Hann einkennist af
missi. Sá þunglyndi missir oft allan áhuga
á því sem honum varáöur kærf, fjölskyldu,
vinnu, áhugamálum. Hann leggst í hiröu-
leysi, einnig einkennir sjúkdóminn missir
af líkamlegri virkni, svefni, matarlyst, og
kynhvöt minnkar.
Flest þessara einkenna geta birst í fæð-
ingarþunglyndi, en þó er taliö aö þaö beri
ýmis einkenni sem aðgreini þaö frá þung-
lyndi sem kemur fram á öörum tíma í lífi
fólks, þunglyndi sem viö nefnum ,,dæmi-
gert“ þunglyndi.
Það má fyrst nefna aö í „dæmigeröu"
þunglyndi á sjúklingur erfitt um svefn.
Hann nær aö sofna en vaknar upp fyrir all-
ar aldir og sofnar ekki aftur. Þessu er ööru-
vísi farið hjá konu með fæðingarþung-
lyndi, hún virðist geta sofiö endlaust, fær
aldrei nógan svefn.
Þá má nefna aö morguninn er sá tlmi
dagsins sem reynist þeim sem þjáist af
„dæmigeröu" þunglyndi hvaö erfiöastur,
en líðan þeirra skánar eftir því sem líöur á
daginn. Konur í fæöingarþunglyndi eru
aftur á móti oft uppá sitt besta snemma á
morgnana en svo hallar undan fæti er líða
tekur á daginn.
MÆÐRASPIK OG
VANMÁTTUR
„Dæmigert" þunglyndi einkennist líka
af því að sjá sjúki missir alla matarlyst.
Þessu er öfugt fariö um fæöingarþung-
lyndi, þá eykst matarlystin alla jafna og
stundum svo rækilega að konan getur á
skömmum tíma fariö upp í þá þyngd sem
hún var í skömmu fyrir fæöingu. Þetta
gengur undir nafninu mæöraspik —
„maternal obesity" —sökum þess aöfit-
an sest aöallega utan á kviöinn en öklar og
handleggir haldast gjarnan grannir.
Kona í fæðingarþunglyndi finnur sig
vanmáttuga, sérstaklega hvaö varöar um-
önnun barnsins, sem hún trúir staðfast-
lega aö sér farist illa úr hendi en finnst þaö
leika í höndunum á öörum mæörum. Hún
er oft meö óraunhæfar áhyggjur af heilsu
barnsins.
Konur eru ólíkar aö upplagi, hafa ólíka
reynslu aö baki, búa viö ólíkar aðstæður,
þannig aö fæöingarþunglyndi kemur fram
hjá konum á ólíkan hátt. Þó sum þessara
einkenna séu til staöar hjá einni konu þá
þurfa þau ekki að koma fram hjá annarri.
Eftirfarandi er lýsing einnar móður á
ástandi sínu:
Mér finnst ég ekki fá nógu mikinn svefn
á nóttunni, svo mér finnst ég geta sofiö
allan daginn. Ég er algerlega kraftlaus
og bara þaö aö vaska upp vex mér í
augum. Ég hef ekki áhuga á að taka
mér neitt fyrir hendur, enda hef ég ekki
kraft til eins eöa neins. Ég er alveg viss
um að þaö er eitthvaö að mér, ég er
aum í öllum skrokknum og fæ oft
svimaköst. Ég fór í rannsókn, en þaö
kom ekkert út úr því.
Þegar maður heyrir þunglyndi nefnt,
vísar það oftast til andlegs ástands, en
þunglyndum finnst oft sem þeir séu líkam-
lega veikir, þeim líöur oft þannig. Þaö er
ekki óalgengt að heyra konur í fæöingar-
þunglyndi kvarta yfir líkamlegum krank-
leikum, svima, beinverkjum, eymslum i
vöðvum, og svo framvegis. Það hefur líka
komið fram hjá konum að þær leita frekar
til læknis vegna líkamlegrar vanliöunar en
andlegrar.
VEIKINDIN
Fæöingarþunglyndi byrjar yfirleitt
skömmu eftir heimkomuna af spítalanum.
Erfitt er aö tímasetja hversu lengi ástandiö
varir en oft er talað um sex mánuði.
Ekki eru menn sammála um hversu al-
gengt fæöingarþunglyndi er, því bæöi er
að konan gerir sér ekki grein fyrir hvaö er
á feröinni og þó svo hún gerði það, þá er
ekki víst aö hún leiti sér hjálpar. Þaö er nú
einu sinni svo aö fólk er tregt aö leita sér
hjálpar, nema þaö hafi eitthvaö áþreifan-
legt aö styðjast við. En hversu títt er fæð-
ingarþunglyndi? Talið er að ein til sex af
hverjum tíu konum þurfi aö stríöa við þetta
vandamál.
Því miður hafa rannsóknir ekki verið
ýkja árangursríkar í aö einangra þá þætti
sem eru orsakavaldar fyrir fæöingarþung-
lyndi eða greina þær konur sem eru líkleg-
artil að þróa með sér þessategund þung-
lyndis.
En áður en ég fer nánar út í mögulegar
orsakir, þá langar mig að skýra frá alvar-
legasta flokki þessara veikinda.
FÆÐINGARPSYKÓSUR
Þær eru alvarlegasti sjúkdómur sem
konur geta fengiö eftir fæðingu, alvarlegri
17