Vera - 01.08.1985, Blaðsíða 19
Skrafskjóðan
Edda Jóhannsdóttir
Vinur minn og samstarfsmaður segir að ég sé seinheppn-
asta kona sem hann þekkir. Það er sennilega soldið til I þessu
hjá honum, allavega er ég seinheppnasti bakari sem sögur
fara af. Og því nefni ég þetta hér, að nú fer í hönd afmælisver-
tíð á mínu heimili. Við erum sex í fjölskyldunni og eigum öll af-
mæli siðari hluta árs, eða frá með og júní, til og með
desember.
Fyrstu sex mánuði ársins ber ég það aldrei við að baka.
Þessa seinni sex neyðist ég til þess. Og það væri synd að
segja aö baksturinn léki í höndunum á mér. Mér liggur oftast
við taugaáfalli „daginn áður“ þegar ég er með tvær klesstar
og fallnar, eina brennda að ofan og hráa að neðan, og eggin
búin og smjörlíkið. Þá er ég vön að gráta smá skvettu og fá
ég-er-gjörsamlega-ómöguleg-kast og svo hringi ég í mömmu.
Mamma bjargar þessu venjulega og mætir með tertur í
afmælið.
í veislunni er mér svo hrósað og hælt fyrir frábærar tertur.
Ég brosi og þakka og finnst ég hinn versti krimmi.
Sjálfri finnst mér þetta ekki einleikið með baksturinn minn.
Nágrannakona mín í Hafnarfirði hafði ákveðnar meiningar um
þetta mál. Hún sagði að ofninn minn væri of gamall, enginn
getur bakað í gömlum og ónýtum ofni, sagði hún. Fyrir jólin
þetta ár keypti ég mér nýjan ofn og hóf jólabakstur af ótrúleg-
um eldmóð. Mamma sá okkur fyrir smákökum þau jól sem
endranær. En nágrannakona mín í Hafnarfirði hafði skýringu á
þessu eins og — öðru, og sagði að nýi ofninn væri of nýr. Við
næðum ekki saman enn, ég og ofninn. En nú er ég flutt og bý
viö venjulegan miðaldra ofn sem virðist vera jafn vondur og
hinir tveir ef ekki verri. Eins og t.d. þegar ég fékk uppskrift af
döðluköku sem átti að vera svo auðveld að börn gætu bakað
hana blindandi. Mín döðlukaka kom úr ofninum hörð eins og
grjót. Ég braut hana niður á disk og krakkarnir höfðu orð á að
þetta væri „rosa gott hrökkbrauð".
Eða einn sunnudagseftirmiðdagihn. Mig langaði aö vera
soldið húsleg og baka eitthvað verulega gómsætt handa fjöl-
skyldunni. Ég fann uppskrift í sænsku blaði, og svo fylgdi líka
mynd af herlegheitunum.
Nema hvað — eftir smá stund ilmaði allt húsið af þessum
myndarlegheitum. Og akkúrat þá hringdi dyrabjallan. Úti stóðu
Anna móöursystir mannsins míns og maðurinn hennar. Þau
höfðu aldrei heimsótt okkur fyrr, svo þaö hlakkaði soldið í mér.
Ég var viss um aö nú gerði ég meiriháttar gott „intrykk". Ég
gat næstum heyrt þaö fyrir mér: „Myndarleg konan hans Jóns,
þarna komum við aldeilis óvænt á sunnudegi, og þar var sko
allt hreint og strokið og heimabakað með kaffinu." Vá! En ná-
kvæmlega svona einfalt er lífiö ekki. Þegar ég stuttu seinna
kom í eldhúsið til aö huga aö kökunni féllust mór næstum
hendur því kakan kom æðandi á móti mér í orösins fyllstu
merkingu. Hún vall út úr ofninum í stríðum sraumum og virtist
ekkert lát þar á. En þennan nýja ósigur kærði ég mig ekki um
að viðurkenna, hvorki fyrir sjálfri mér né Önnu móðursystur.
Svo ég skóf kökuna af gólfinu í ruslið, en það sem eftir var f
forminu setti ég í desertskálar og þeytti rjóma út á. Gestunum
sagði ég að þetta væri sænskur eftirréttur, þaö vinsælasta þar
um slóöir um langa hríö. Gestirnir lofuðu desertinn í hástert og
ég held eftir allt saman að ég hafi fullkomlega haldið haus.
En í þessum mánuði eru tvö barnaafmæli — og mamma í
Skaftafelli. Ekki skrýtið að ég sé slöpp á taugum. Stefnan var
reyndar að kaupa bara is og súkkulaðikex, börn gera ekki svo
miklar kröfur.
En ég veit ekki. Kannski birtist Anna móðursystir. . .