Vera - 01.08.1985, Blaðsíða 23
. .^ráegt að lækna nánast
allt með jurtum“
Ég heimsótti Ástu einn dumbungslegan morgun ekki alis fyrir
löngu og þegar ég kom inn úr dyrunum hjá henni mætti mér ilm-
andi lykt af suöuþvotti. Ásta var í kjallaranum aö þvo þvott en gaf
sér engu aö síður tíma til aö setjast niöur meö mér og segja mór
undan og ofan af sjálfri sér. Og af því aö ég er borgarbarn sem
þekkir grös og plöntur fyrst og fremst sem auanayndi en ekki sem
nytjajurtir, datt mér ekki annað í hug en aö Ásta væri alin upp til
sveita eins og svo margir miöaldra Reykvíkingar.
„Nei, nei óg er fædd og uppalin í Reykjavík. Ég er fædd I
Haukalandi vestanvert í Öskjuhlíðinni en bærinn stóð skammt
þar frá sem Loftleiðahótelið er núna. Á þeim tlma voru þrír bæir
þarna I Vatnsmýrinni, Haukaland, Litlaland og Breiðabólsstaöur.
Pabbi og mamma settust þarna aö á árunum 1918—1919 og óg
er fyrsta barn þeirra sem þarna fæöist þann 12. júní 1920 i glaða-
sólskini. Og þaö er alltaf sólskin þann dag a.m.k. man ég varla
eftir vondu veöri þann 12. júní. Pabbi mundi svo vel eftir veörinu
þennan dag og ástæöan fyrir því var sú, að I Vatnsmýrinni var
ágætis mótekja. Og þegar óg var fædd, níunda barniö af tólf, þá
sagöi hann aö þaö dygöi ekki annað en aö fara aö taka upp mó
úr því aö þaö væri fædd ein stelpan enn. Svo tók hann upp mó
allan þennan dag í glaöasólskini. Landið sem pabbi haföi yfir aö
ráöa þarna I Vatnsmýrinni var 12 dagsláttur og hann ræktaöi tölu-
vert á því, en austurpartur jaröarinnar var óræktaður og þar tók
hann mó. Þaö gerði ansi mikið, skal óg segja þér, því þá var mór
svo víöa notaöurtil húshitunar. Hann seldi sinn mó i Kennaraskól-
ann og Sláturhúsið og fékk bæöi peninga og kjöt fyrir.“
Ásta horfir út um gluggann og hlær með sjálfri sér að endur-
minningunum frá þessum tíma. ,,Ég man vel eftir því þegar óg var
pínulítil, varla stærri en þúfurnar, aö bögglast með mókögglana.
Þeir voru svo stórir aö þeir náðu mér upp aö höku og niður að
hnjám en þetta var maður að buröast meö og svo voru þeir lagöir
niöur tveir og tveir saman og þurrkaðir. Fyrir utan móinn ræktaöi
pabbi mikiö af jaröávöxtum — kartöflum, rófum, grænkáli o.fl. því
hann haföi mikinn áhuga á þessu enda læröur búfræðingur. Mór-
inn og jaröávextirnir gáfu af sér allt sem viö þurftum meö og viö
lifðum alveg af þessu. En hann haföi lika dálítinn garð þar sem
hann ræktaði jurtir, m.a. hvítsmára og rauðsmára, og svo jurtir
sem hann gat hirt ræturnar af."
Ég grlp þetta á lofti og spyrÁstu til hvers hann hafi notaö smár-
ann. ,,Ég gæti vel trúaö aö hann hafi nýtt hann i lög gegn því sem
á þeim tíma var kallaö innanmein og gat náttúrlega veriö ýmislegt
t.d. krabbamein. En hann hólt llka mikiö upp á hvönn og notaði
ýmsar tegundir af þeirri ætt og svo ræktaði hann talsvert af vall-
humli. Hór áöur voru heilu breiðurnar af honum I Vatnsmýrinni
þar sem nú er flugvöllurinn.
Og þaö var ýmislegt fleira sem mátti fá þarna
s.s. njóla, njólafræ, flfla, hrafnaklukku og margt
fleira. Öskjuhllöin var náma af jurtum og lyngi en
nú er algerlega búiö að eyðileggja hana, þaö er
allt falið I alls konar trjám. Þarna eru svo margar
flngeröar plöntur s.s. Ijónslöpp, geldingahnapp-
ur, lyfjagras, sóleyjar og hrafnaklukka sem ekki
sjást fyrir trjám. Sömu sögu er aö segja um öll
þessi fallegu björg og klappir sem þarna eru.“
Ég bæti þvl viö aö hún hljóti aö þekkja Öskjuhlíðina mjög vel þar
sem þetta hafi veriö leiksvæöi hennar sem barns. ,,Já, óg geröi
það en svo fór óg þangað fyrir tveimur árum og þá þekkti óg
ekkert aftur. Allar þær breytingar sem þarna hafa oröiö eru til hins
verra. Ég veit ekki hvort þú trúir því en ég fór ekki upp I Öskjuhlíð-
ina, þ.e. aö vestanverðu, frá því aö herinn kom I Vatnsmýrina og
þar til nú fyrir tveimur árum. Ég gat ekki hugsað mór þaö, það
hefur svo margt verið eyöilagt."
Þetta er rauður þráður í ættinni
Þó þaö sé vissulega heillandi aö láta hugann reika um sólbjarta
daga I óspilltrl Öskjuhlíð og Vatnsmýri, þá færir þaö mig engu nær
þeirri spurningu sem mór brennur á vörum, þ.e. hvernig þekking-
in á grösunum hafi borist til hennar. Ég veit reyndar aö hún hefur
hana frá fööur sínum, en óg spyr Ástu hvort þaö geti veriö aö hann
hafi fengið hana úr kvenlegg. ,,Já, hann læröi af Þórunni ömmu
minni en svo las hann líka mjög mikið sjálfur. Það má rekja þessa
þekkingu I ættinni I tvö hundruð ár eða allt aftur til formóöur minn-
ar í sjöunda eöa áttunda lið, Þórunnar Scheving sem var gift Jóni
eldklerki. Á hennar heimili var þetta mikiö notaö. Það kom svo
eiginlega af sjálfu sór aö þaö voru konurnar sem læröu þetta því
þær voru Ijósmæöur og yfirsetukonur langt aftur í ættir. Þetta er
sem sagt rauöur þráöur I ættinni og þaö væri óstjórnleg synd ef
þetta dytti upp fyrir með einni manneskju. Ég held aö ég só alveg
búin aö tryggja aö þetta deyi ekki út meö mér. En þá er bara aö
þeir sem óg hef kennt lifi lengur en ég.“
En hvernig stóö á því að þaö var einmitt Ásta sem tók upp þráö-
inn frá fööur sínum en ekki eitthvert hinna systkinanna? ,,Æ, þaö
var nú eiginlega óviljandi en hins vegar þótti mér afskaplega
gaman að tína jurtir og vera með pabba þegar hann var að laga
seyði, enda sá ég að þetta gat gert kraftaverk. Þaö var þó alltaf
hálfgerður púki í mór og undir niöri fannst mór ótrúlegt aö þaö
gæti læknað fársjúkt fólk aö sjóða þetta saman."
Ásta segir þetta hálfbrosandi en veröur svo alvarlegri á svip og
segir: „Ég er viss um aö ef ég heföi ekki átt þennan fööur og fæöst
inn I þetta umhverfi þáværi ógekki til ídag. Ég fékkliðagigt fimm
ára gömul upp úr ktghósta og hnén á mór voru oft eins og stokkur.
Ég gat stundum ekki sofiö fyrir kvölum enda tíökaöist þá ekki aö-
gefa börnum magnyl eða annað sllkt viö verkjum. Pabbi gaf mér
oft einhverjar inntökur og bar smyrsl á hnón og alltaf lagaöist
þetta fyrst á eftir. Ég þurfti samt ekki annaö en aö fara út og renna
mér á sleða og þá sótti allt í sama fariö aftur. Pabbi var líka vanur
aö segja við mig: „Þetta lagast ekki fyrr en óg fæ aö leggja á þetta
bakstur og brenna þetta." Hann brenndi oft fólk sem átti aö fara
á Hælið vegna berkla eöa brjósthimnubólgu og tók það þá oft inn
á heimilið á meöan. Ég var því búin aö sjá þetta gert oftar en einu
sinni og vildi ekki leyfa honum þetta. Þegar óg var 16—17 ára
gömul ákvað ég nú samt aö láta hann brenna mig með spansk-
flugu því einhverja hugmynd haföi ég þá um aö hún brenndi ekki
eins djúpt og steinolían. Ég sá aö þaö var engin meining í aö
ganga svona eins og meö staurfót þaö sem eftir væri ævinnar. Ég
lagaöist mikiö viö þetta en þaö var þó ekki fyrr en ég lét hann
brenna mig meö steinolíu aö ég fékk fullan bata. Þaö varö mikill
bruni eftir steinolíubaksturinn, hann náöi langt upp fyrir hné og
niöur fyrir. Þaö komu stórar brunablöðrur og í þeim var mikill og
þykkur vessi. Blöörurnar greru á tíu dögum og upp frá því hef óg
ekki fundið til í hnjánum, raunar haft mjög góöa fætur og aldrei
fengið æöahnúta þó ég hafi eignast 6 börn og haft bara talsvert
fyrir llfinu."
23