Vera - 01.08.1985, Síða 32
Laugaborg
Hagaborg
hagsiegar til aö halda uppi metnaðarfullu starfi. Bæði
innan dagheimilanna sem utan er til mikiö af hæfu fólki
með faglegan metnað sem ekki hefur efni á því að vinna
við þessi störf.
— i viötall viö NT nú nýlega sagöl Anna K. Jóns-
dóttir formaöur stjórnarnefndar dagvistunar að
nefndin gæti í sjálfu sér „lítlö annað gert en aö safna
upplýsingum um máliö og vinna úr þeim og niöur-
stöðunum yröi síðan komið á framfæri viö félags-
málaráð og borgarstjórn." Er þetta þá alveg vonlaus
nefnd sem getur ekkert beitt sér?
Auövitað gæti hún gert það. Borgin er atvinnurekand-
inn og nefndin á að stjórna þessum málum í umboði
borgarstjórnar. Þess vegna á hún aö setja þrýsting á þá
sem ráða buddunni. Þrýstingurinn verður aö koma alls
staðar frá. Því meiri þrýstingur, því líklegra til árangurs.
í þessum launamálum má náttúrlega segja aö dagvist-
arstofnanirnar sóu ekkert einsdæmi. Fólk er aö vinna á
ómanneskjulegum kjörum út um allt en kvennastóttirn-
ar eru sérstaklega illa settar.
— Borgarstjóri sagöi í viðtali við NT þann 2. ágúst
s.l. aö hann sæi „enga aöra iausn á þessu máli en aö
auglýsa eftir annars konar starfskrafti“ en vinnur á
dagheimilunum í dag. Hvað heldur þú aö hann eigi
viö?
0 P |
S ðj) ð
W
I
&
1
Ég veit þaö ekki. Ég veit ekki hvaða dýrategund hann
ætlar aö finna og hvar hann ætlar að grafa hana upp.
Þaö er ósköp einfaldlega staðreynd að það sækir eng-
inn um þessi störf. Þaö er þensla um allt og ekki nokkur
vandi aö finna störf sem er mikiu betur borguö en störfin
á dagheimilunum. En kannski hugsar hann sér aö fara
líkt að og með Tjarnarskóla. Afhenda einkaaðilum full-
búin dagheimili og láta þá um að reka þau. Undir núver-
andi stjórn er þjóðfélagið að verða svo ameríkaníserað
að þetta væri eftir öðru.
— En hvaö er til ráöa í þessum málum?
Sú vonleysistilfinning sem fylgir því aö sitja í svona
nefnd er alveg yfirgengileg. Meöan Kvennaframboðið
er í svona veikri aðstöðu í borgarstjórn getur það af-
skaplega lítið gert annað en haldið uppi andófi. Hins
vegar fæ ég ekki betur sóð en aö eins og ástandið er nú
orðiö i félags- og heilbrigöismálum þá séu konur komn-
ar í lykilaöstöðu. Þetta kerfi mun aldrei ganga nema fyrir
tilstuðlan kvenna og þær verða hreinlega að notfæra
sér þetta ástand til að knýja fram betri kjör. Þær geta
þaö ef þær standa saman. — isg.
Vegna ummæla borgarstjóra lagði Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir fram fyrirspurn:
„N.T. föstudaginn 2. ágúst var haft eftir borgar-
stjóra vegna manneklu á dagvistarstofnununum aö
hann sæi „enga aðra lausn á þessu máli en að aug-
lýsa eftir annars konar starfsfólki en vinnur þarna
núna".
Spurt er: Hvað á borgarstjóri við með þessum um-
mælum?"
Svar borgarstjóra:
„I ummælum mínum felst, að borgaryfirvöld
verða að leita þeirra úrræöa, sem f þeirra valdi
standa til aö leysa þann vanda, sem er aö skapast
í dagvistarmálum borgarinnar vegna vöntunar á
starfsfólki.
Ljóst er, aö þeir hópar, sem við þessar stofnanir
hafa starfað, hafa að undanförnu fengiö rýmri launa-
hækkanir en aörir viðsemjendur borgarinnar, sem
sambærilegir geta talist. Laun þessara starfshópa
hafa því í samanburöi viö laun annarra starfsmanna
borgarinnar ekki verið hagstæðari í annan tíma.
Því er Ijóst, að sá vandi, sem nú er uppi, verður
ekki leystur nema með nýjum úrræðum. í því sam-
bandi þarf að hugleiða, hvort til að mynda sé hægt
með sérstökum auknum námskeiðum fyrir ófaglært
fólk að skapa starfsstétt, sem geti komið sem
milliliður milii ófaglærðs fólks og fóstra. Þetta er
einn af þeim þáttum, sem athuga þarf.“
Foreldrar barna á dagheimilum Reykjavíkur-
borgar hafa á undanförnum vikum látiö til sín
heyra vegna þess ástands sem þar er komið upp
vegna manneklu. Eftirfarandi er yfirlýsing frá for-
eldrum barna á Hagaborg en í öörum yfirlýsing-
um foreldra kveður mjög viö sama tón.
„Ástand þetta er ekki einskorðað við Haga-
borg. Sama gildir um flesta leikskóla og dag-
heimili borgarinnar. Það verður neyðarástand
1. september vegna skorts á fóstrum og starfs-
stúlkum. Þarna er um að ræða starfsmanna-
flótta vegna smánarlegra launa þessara stétta.
Þetta er engin ný bóla og það hefur viðgengist
í mörg ár að barnaheimili séu rekin með starfs-
fólki sem staldrar mjög stutt við og manna-
skipti eru stöðug. Ástandið er þó verra nú en áð-
ur.
Foreldrum finnst það einkennilegt verð-
mætamat að störf þeirra sem fást við umhirðu
barna skuli vera svona illa metin.
Þessi mál verður að leysa á einhvern varan-
legan hátt með því að meta störf fóstra og ófag-
lærðra til hærri launa. Annars getur þetta
ástand haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar og
erfiðleika í för með sér fjrrir börn, foreldra og
atvinnurekendur. ‘ ‘