Vera - 01.07.1986, Blaðsíða 4

Vera - 01.07.1986, Blaðsíða 4
|nm* Z jjjÖPfT; f ■ Á Selfossi er bæjarstjórnin skip- uð 9 fulltrúum. Fyrir kosningar var skiptingin þessi: Sjálfstæðisflokk- ur 4, Framsókn 3 og Alþýðuflokk- ur og Alþýðubandalag 1 hvor. Ein kona átti sæti í bæjarstjórninni þá, Sjálfstæðiskona. Eftir kosningarn- ar er skiptingin þannig að Sjálf- stæðisflokkur hefur nú 3, Fram- sókn 3 og hver hinna, þ.e. Alþýðu- flokkur, Alþýðubandalag og Kvennalistinn einn fulltrúa hver og konurnar eru nú orðnar 3 — tvær frá Framsókn og Sjálfstæðisflokki og svo auð.vitað sú þriðja af Kvennalista. Fulltrúi hans er Sig- ríður Jensdóttir. Alls fékk Kvenna- listinn 10.9% atkvæða á Selfossi. Skömmu eftir kjördag sló Vera á þráöinn austur og náði tali af Rannveigu Óla- dóttur en hún var i öðru sæti listans. Fyrst var spurt, hvenær þær hefðu ákveðið að bjóða fram til kosning- anna: Það var fljótlega upp úr ára- mótunum að Alþýðubandalag- ið gerði okkur tilboð um að bjóða fram sameiginlegan lista. Við vorum allar sammála um að taka ekki þvi boði en fór- um eftir það að ræða það markvisst, hvort við ættum ekki að fara út í framboð sjálf- ar. Eins og þú veist, hefur Kvennalisti verið starfandi hér á Selfossi í um tvö ár. Starfið hefur falist í að halda kynning- arfundi, t.d. á Flúðum og á Tæplega verður sagt að kosningarnar 30. maí síðast liðinn marki tímamót. Ekki verður séð að þær muni hafa mikil áhrif á stefnu eða starfshætti flokkanna (þó að kosningaskjálfti sé nú kominn í suma) og fyrir kvenna- baráttuna í landinu voru kosningarnar eitt skref áfram, til viðbótar þeim sem komin voru. Þó er ýmislegt sem vert er að íhuga í kjölfar sveitarstjórnarkosninganna. Fyrir fjórum árum þegar konur buðu fram sérstaka kvenna- lista á Akureyri og í Reykjavík var það gert af brýnni þörf. Hóp- ur kvenna sætti sig ekki við flokkana og stefnu þeirra og fannst nauðsynlegt að grípa til sinna ráða til aö auka hlut kvenna í sveitarstjórnum og til að koma ákveðnum sjónarmið- um á framfæri við landsmenn. í kosningunum 1982 náðist mikill árangur. Umræður um stöðu kvenna urðu miklar, rót komst á flokkana og konum fjölgaði úr rúmlega 6% í 12% sveitarstjórnarmanna. Þegar dró að kosningunum ’86 kom í Ijós að skoðanir þeirra kvenna sem stóðu að kvennaframboð- unum ’82 voru all skiptar um það hvort nauðsynlegt og rétt væri að bjóða fram á ný. Kvennaframboðið á Akureyri ákvað að bjóða ekki fram og hið sama gerðist hjá Kvennaframboðinu í Reykjavík. Þetta voru að sjálfsögðu mjög athyglisverð tíðindi og vert fyrir kvennahreyfinguna að fara vel í saumana á þess- ari þróun og spyrja hvaða ástæður lágu að baki. Svör við þeim spurningum kunna að varða miklu fyrir framtíð kvennabarátt- unnar. Það þarf hins vegar vart að tíunda það hér að Kvenna- listinn tók upp merkið og bauð fram í Reykjavík, Hafnarfirði og á Selfossi. Hér gefst ekki færi á að fara út í muninn á Kvenna- framboði og Kvennalista. í augum sumra er munurinn veruleg- ur, en í mínum huga er hann lítill, fyrst og fremst spurning um áherslur, persónur og vinnubrögð, ekki hugmyndir og stefnur, sem best sést ef stefnuskrárnar eru bornar saman. Lítum þá á úrslitin. Þegar á allt er litið getum við Kvenna- listakonur verið þokkalega ánægðar með okkar hlut. Sjónar- mið kvenfrelsisbaráttu eiga áfram málsvara í borgarstjórn. Á Selfossi situr Kvennalistakona í bæjarstjórn og Hafnarfjarðar- konur eru reynslunni ríkari. Auðvitað vonuðumst við til að Enn Hellu, jú, svo höfum við verið með umræðufundi, buðum t.d. Hólmfríði Garðarsdóttur til að segja frá ferð sinni á kvenna- ráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna og í annað sinn fiskverka- konu til að segja frá kjörum sín- um og svona hitt og þetta í þessum dúr. En sem sagt, upp úr áramótunum hittumst við vikulega til að ræða framboðs- málin og þ. 10. febrúar tókum við endanlega ákvörðun. Hvernig höguðu þið kosn- ingabaráttunni, byrjuðu þiö strax í febrúar? Nei, nei. Við fórum hægt af stað og byrjuðum á sjálfum okkur. Við öfluðum okkur upp- lýsinga, fengum fundargerðir bæjarstjórnarinnar, settum okkur inn í mál og unnum að stefnuskránni. Sú vinna fór fram í hópum. Við lögðum mjög mikla vinnu í stefnu- skrána og rökstuðning fyrir sérframboði kvenna. Þar studdumstvið aðýmsu leyti við stefnu og hugmyndafræði Kvennaframboðsins í Reykja- vík, — okkurfannst mikill styrk- ur í því. Þessi undirbúnings- vinna tók mikinn tíma, fólk var líka farið að spyrja hvers vegna við létum heyra svona lítið í okkur, hvort við ætluðum ekki að fara að kynna þetta! Hér var óskaplega mikið blaðakapp- hlaup, allir flokkarnir gáfu út blöð og bæklinga. En við hreyfðum okkur lítið fyrr en stefnuskráin var fullmótuð. En viö létum gera veggspjald með myndum af frambjóðendum í V, líkt og Kvennalistinn gerði í Reykjavík og með helstu 4

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.