Vera - 01.07.1986, Blaðsíða 8
Svona
gera þeir
í Oregon
Þótt útsjónarsemi og nýtni séu fornar kvenlegar
dyggöir þá erum við nútímakonur hinar verstu
eyðsluklær og eigum ekki annars úrkosta. Vikulega
fyllum við öskutunnur með alls kyns umbúðum, dag-
blöðum, flöskum og krukkum, sumum Ijómandi
fallegum og eigulegum. Stundum andvörpum við lítil-
lega, þegar okkur verður hugsað til þess að allar
þessar krukkur og flöskur geta þjónað tilgangi sínum
árum saman og myndu þykja hreinar gersemar
sums staðar í heiminum, en í tunnurnar verða þær
að fara annars fyllist allt hjá okkur og engin leið er til
þess að koma þeim í hendur þeirra sem vilja og
geta nýtt.
En í Oregon í Bandaríkjunum fara þeir öðruvísi að
og við gætum ýmislegt af þeim lært. Bryndís Brands-
dóttir, jarðfræðingur, sem var ötull meðlimur í
umhverfisverndarhópi Kvennalistans og Kvennafram-
boðsins áður en hún fór út til framhaldsnáms við
Fylkisháskólann í Oregon, sendi Veru eftirfarandi pistil
um endurnýtingu efna þar í fylkinu. Það væri ekki
ónýtt ef við gætum ýtt málum eitthvað áleiðis í þessa
átt hér á landi í samræmi við stefnuskrá Kvennafram-
boðs og Kvennalista og farið að stunda gamlar
dyggðir.
Oregonbúar hæla sér af því að vera með hæsta endur-
nýtingarhlutfall fylkja Ameríku og þó víðar væri leitað. Ég, sem
íbúi í Oregon, er líka ákaflega ánægð með lífið þegar ég trítla
út með ruslið og hendi dagblöðum í einn gám, gleri í annan,
niðursuðudósum í þriðja, álpappír í fjórða og restinni í þann
fimmta.
En það gekk ekki átakalaust að fá fylkisstjórnina til að sam-
þykkja 1972 flöskufrumvarpið svokallaða (bottle bill) sem varð
upphafið að endurnýtingastefnu Oregonfylkis. Það má segja
að þar hafi ráðið úrslitum framburður bónda nokkurs, sem
misst hafði marga nautgripi vegna glers á vfðavangi. Þar með
var fyrsti sigurinn unninn. En ekki er nóg að hafa lög það verður
líka að virkja almenning til samstarfs, því það er undir honum
komið hvort flöskurnar eru settar í glergáminn eða almenna
ruslagáminn. Segja má að samvinna endurnýtingarmanna við
almenning hafi tekist mjög vel þar sem í dag er um 90% af
öllu úrgangsgleri endurunninn. En þó að endurnýtingar-
sjónarmið hafi fallið í góðan jarðveg hér þá krefst bandarískt
hagkerfi þess að allt skili arði. Þú verður að hafa markað fyrir
þína vöru, hvort sem hún er ný eða notuð. Því varð að finna
markað fyrir endurunnar vörur og þar sem endurvmnsla getur
verið dýrari en frumvinnsla reynir endurnýting á velvilja fyrir
tækja og hins almenna neytenda. Hér er fyrirtækjum sem
sýna endurnýtingarviðleitni hyglt t.d. með skattafríðindum. Það
sama gildir fyrir fyrirtæki sem efla mengunarvarnir sínar.
Almenningi er gefinn kostur á að kaupa sérmerktar endurunn-
ar pappírsvörur, sem eru aðeins dýrari en frumunnar vörur. Þú
getur t.d. sent vinum þínum jólakort sem aftaná er letrað,
„engin tré voru höggvin til að búa til þetta kort“. Einhverntíma
voru nú samt trén höggvin sem endurnýtti pappírinn var unn-
in úr. En þú hugsar ekkert útí það og montar þig í huganum
yfir jólakortunum á leiðinni úti í skóg að höggva jólatréð.
Þetta var nú á jólunum og nú er komið vor og allt í miklum
blóma hér. Það er sama hvaða trjáræksni það er allt blómstrar
þetta og við íslendingarnir stöndum bara og göpum yfir allri
blómadýrðinni. Talandi um blóm, þá eru Kóreubúar og aðrar
Austurlandaþjóðir mikið fyrir að búa til pappírsblóm og annað
fallegt úr pappír. Þar er stór markaður fyrir notaðan pappír.
Um 65% af öllum dagblaðapappír ( Oregon er endurunninn í
þremur pappírsverksmiðjum. Hver verksmiðja annar 1000
tonnum af pappír á dag, sem er mun meira en til fellur í
fylkinu. Verksmiðjurnar sækja því einnig pappír í nágranna-
fylkin. Mikið af endurunnum pappír er síðan sendur S-Kóreu-
búum sem búa m.a. til blóm úr honum eins og minnst var á
áðan. Hér innanlands er endurunninn pappír m.a. i kornflex-
kössum, pappakössum og póstkortum. Ljósa glerið lendir aft-
ur á móti í krukkum og dökka glerið í bjórflöskum, svo dæmi
séu tekin. Niðursuðudósirnar eru endurunnar í dósir undir
gæludýrafóður. Þar sem dósirnar eru húðaðar tini leggja
Bandaríkjamenn áherslu á að endurvinna þær. Tinið er þeim
verðmætt þar sem einu tinnámur heims eru í Taiwan og Bóli-
víu, löndum sem stimpluð eru ,,ótrygg“ af Bandaríkjastjórn.
Þá erum við komin að sálarfræði endurnýtingarinnar. Allt frá
bronsöld hefur, á stríðs og krepputímum, endurnýting verið
sjálfsagður hlutur, sprottin af skorti og illri nauðsyn. Eftir síðari
heimsstyrjöldina gleymdi almenningur sér í neysluveislu sam-
tímans og efnahagskerfi nútímans gera ekki ráð fyrir endur-
nýtingu. Endurnýting krefst vilja, aukinnar fyrirhafnar og jafn-
vel, a.m.k. til að byrja með, aukins tilkostnaðar. En hún borgar
sig líka margfalt, t.d. f þeirri gleði sem það veitir að vita af því
að þegar þú ferð út með ruslið þá er hluti þess endurunninn.
Og dagblöðin sem þú hentir í gær kaupirðu kannski aftur í
kornflexpakkanum á morgun eða jafnvel í innfluttu blómi frá
S.-Kóreu.
íslenskt þjóðfélag er svo lítið að það er spurning hvort
endurvinnsla eins og hún gerist í Bandaríkjunum geti nokkurn
tíma borgað sig. En ég er þess fullviss, að ef nægur vilji er
fyrir hendi hjá íslenskum fyrirtækjum og almenningi, þá get-
um við sjálf þróað upp endurvinnslu sem mundi henta okkur.
Við gætum t.d. fengið Kassagerðina til að framleiða pappa-
kassa úr dagblaðapappír og væri ekki gaman ef við gætum
hrósað okkur af því að selja sjávarafurðir í umbúðum úr end-
urunnu efni. Mætti ekki líka mylja úrgangsgler og selja úr
landi? Allt sem þarf er smá útsjónarsemi en mikill vilji.
8