Vera - 01.07.1986, Qupperneq 7
því aö vera aðgerö, þaö var gíf-
urlegurkrafturíöllu. Við vorum
meira í að vekja athygli á stööu
kvenna. Nú er kvennafram-
boðið búið aö vera í borgar-
stjórn í 4 ár og þess vegna hvíl-
ir ákveðin upplýsingaskylda á
okkur og við erum komnar með
ákveðna reynslu og fortíð.
Þetta veldur því að það getur
verið erfiðara fyrir nýjar konur
aö koma inn í hreyfinguna.
Valddreifingin verður erfiðari
íyrir vikið. Endurnýjun er mjög
nauðsynleg en hún þarf að
eiga sér aðdraganda, má ekki
vera of snögg.
Síðast vorum við allar nýjar.
Hvað finnst þér um úrslitin?
Ég er tiltölulega sátt við okk-
ar hlut miðað við hvernig þetta
{ór. Auðvitað heföi ég viljað sjá
Sjálfstæðisflokkinn fá minna
og okkur meira. Ég er ósátt viö
að við skyldum uppskera
minna eftir fjögur ár í borgar-
stjórn heldur en til dæmis Al-
þýðuflokkurinn, sem afskap-
'ega lítið hefur farið fyrir í borg-
armálum undanfarin 4 ár. Það
sýnir okkur hvað það er veik
staða að hafa ekki málgagn og
sérstaklega þegar ríkisfjölmiðl-
^rnir sinna borgarmálum eins
'itiö og raun ber vitni. Fólk fær
ekki að vita hvað við erum að
gera.
Að lokum Sólrún, hvernig líst
Þér á starfið framundan?
Það er Ijóst að það verður
erfiðara að vera bara ein, hafa
eoga sér við hlið og þurfa að
sinna öllum málum, stórum og
smáum. Það hlýtur að gera þá
^röfu að borgarmálaráö
Kvennalistans verði mjög virkt.
bað hvað borgarfulltrúar minni
hiutans eru orðnir fáir gæti
þugsanlega haft í för meö sér
að þeir verði að hafa með sér
meira samstarf en áður.
K. Bl.
Ragnhildur Eggertsdóttir
,,Mið höldum
ótrauöar
áfram"
Hafnarfjörður var einn af
þeim stöðum sem Kvennalist-
inn bauðframtil bæjarstjórnar-
kosninga. Úrslit kosninganna
þar kom mörgum á óvart, þó
sérstaklega það að Alþýðu-
flokkurinn bætti við sig þrem
mönnum. Síðast liðið kjörtíma-
bil mynduðu D-listi Sjálfstæð-
isflokks og H-listi Félags
óháðra borgara, meirihluta
með 5 D-listamönnum og 2 H-
listamönnum, Alþýöuflokkur-
inn hafði 2 menn, Framsókn 1
mann og Alþýðubandalag 1
mann. Úrslit kosninganna nú
urðu þessi. A-listi fékk 5 menn
kjörna, D-listi 4 menn, F-listi
(Frjálst framboð, klofningur úr
D-lista) 1 mann. Hin fjögur
framboðin sem komu frá Fram-
sóknarflokki, Félagi óháðra
borgara, Flokki mannsins og
Kvennalista fengu engan
mann kjörinn.
Vera hafði tal af Ragnhildi
Eggertsdóttur, en hún var
efst á lista hjá Kvennalistan-
um, og lagði fyrir hana
nokkrar spurningar.
Ragnhildur hvernig stóðuð
þið að kosningabaráttunni?
Við gáfum m.a. út tvö blöð,
sem við dreifðum á hvert
heimili í Hafnarfirði. í þessum
blöðum var stefna Kvennalist-
ans í bæjarmálum Hafnarfjarð-
ar kynnt ýmist í greinum sem
við skrifuðum, eða beint úr
stefnuskránni okkar. En
stefnuskráin okkar, sem við
dreifðum á vinnustaðafund-
um, vakti mikla athygli. Við
lögðum mjög mikla vinnu í að
gera ítarlega stefnuskrá og fólk
virtist mjög ánægt með að fá
slíkt plagg í hendurnar. Við
héldum opinn kynningarfund í
veitingahúsi A. Hansen í Hafn-
arfirði, þar sem var húsfyllir og
færri komust að en vildu. Á
þessum fundi fengum við góð-
ar undirtektir og margar fyrir-
spurnir. Þarna héldum við fjór-
ar framsöguerindi og ég held
að ég fari rétt með að segja að
hjá þremur af þessum fjórum
var þetta prófraun, en sem
sagt fólk tók okkur mjög vel.
Við útbjuggum dreifirit þar sem
stefnan okkar kom fram og
stóöum við stórmarkaðina á
föstudögum og dreifðum þeim.
Nú og síðan sendum við
yngstu kjósendunum póstkort
með smá orðsendingu um
hvort þeim fyndist ekki tíma-
bært að konur tækju meiri þátt
í stjórnun bæjarins.
Hvernig var ykkur tekið á
vinnustaðafundunum?
Okkur var yfirleitt vel tekið,
fólk virtist hafa áhuga á þvi
sem við vorum að segja. Það
tók stundum dálitla stund að
koma umræðum í gang en oft
urðu þær Ifflegar og hressileg-
ar.
Ykkur fannst sem sagt and-
inn vera nokkuð með ykkur?
Já, fólk virtist áhugasamt um
hvað við vorum að segja og
okkur var spáð einni konu inn.
En við urðum strax mjög efins
þegar tvö framboð komu á
hælana á okkar, en með þvi
voru framboðin i Hafnarfirði
orðin átta og ég vil nú meina að^
við megum nokkuð vel við una
ef við tökum mið af hinum sem
ekki fengu neinn mann inn t.d.
Framsókn sem er búin að vera
í bæjarstjórn í áraraðir og
Félag óháðra borgara sem
hafa verið í bæjarstjórn síðast
liðin 20 ár. Við fórum seint af
stað í þessa kosningabaráttu,
rúmum einum mánuði fyrir
kosningar, og urðum strax
varar við að Kvennalistinn var
lítið þekktur sem þólitískt afl í
Hafnarfirði. Með þessari kosn-
ingabaráttu tókst okkur að
kynna hann nokkuð vel. Per-
sónulega er ég mjög ánægð
með að hafa tekið þátt í þessu.
Þetta var góður skóli þó hann
væri oft á tíðum erfiður. Til
dæmis það að halda opinber-
lega ræðu, fara í útvarp og
sjónvarp, þetta er allt alveg ný
reynsla fyrir mig sem ég vildi
ekki með nokkru móti hafa orð-
ið af. Ég er í eðli mínu mjög hlé-
dræg, en mér fannst svo áríð-
andi að kynna stefnu Kvenna-
listans að ég gleymdi sjálfri
mér.
Hvað gerið þið í Hafnarfirði
nú?
Við höldum að sjálfsögðu
ótrauðar áfram. Ég held að
okkur sé enn betur Ijóst nú en
nokkru sinni fyrr hve mikilvægt
það er að kynna málsstað
Kvennalistans og nú þegar við
höfum fengið þessa reynslu
munum við nýta okkur hana
eins og unnt er í starfi fyrir
næstu Alþingiskosningar.
K. Bl.
7