Vera - 01.07.1986, Síða 28
svo róðurinn þegar tók að líða nær kosningum. Það er
ekki hægt að leggja upp i kosningar með afleita frammi-
stöðu í dagvistarmálunum á bakinu.
í launamálum hefur Kvennaframboðið ítrekað bent á
vanmat samfélagsins á störfum kvenna og flutt margar
tillögur sem fela í sér endurmat á launum þeirra og
störfum. Hafa oft orðiö miklar umræður um þessi mál í
borgarstjórn en tillögur okkar hafa ýmist verið svæfðar
eða felldar. Síðasta tilraunin sem við gerðum til þess að
ná fram endurmati var s.l. haust en tillaga okkar þá fékk
makalausa útreið í borgarstjórn eins og lesa má um í 1.
og 2. tbl. af Veru á þessu ári. Sú útreið er á ábyrgð
minnihlutaflokkanna jafnt og Sjálfstæðisflokksins. En
eins og svo oft áður vorum við dropinn sem holaði stein-
inn. Alþýðubandalagið vildi halda andlitinu og flutti til-
lögu í febrúar s.l. um að taka kvennastörf til sérstaks
starfsmats. Það undarlega gerðist að borgarstjórn sam-
þykkti einróma þessa tillögu. í þessari samþykkt fólst
m.a. viðurkenning á því að nauðsynlegt væri að gefa
konum ákveðinn forgang í launamálum þó hinu sé ekki
að neita að mikið vantar á að tillögunni hafi verið fram-
fylgt við gerð þeirra sérkjarasamninga sem nú liggja
fyrir. Samþykktin skilar einstaka kvennahópum eins til
tveggja launaflokka hækkun en breytir engu í grund-
vallaratriðum. Það var svo sem ekki við öðru að búast
af einróma og átakalausri samþykkt í borgarstjórn.
Mikið starf verið unnið
í nefndum borgarinnar hafa fulltrúar Kvennafram-
boðsins breytt ýmsum málum til betri vegar með því að
vera vakandi fyrir því sem er aö gerast og ódeigar við
að koma skoðunum sínum á framfæri. Of langt mál yrði
að telja það allt upp hér en þetta á kannski ekki síst við
um félagslega þjónustu, skipulag, æskulýðsmál og
menningarmál. Dæmi í þessu sambandi er að fulltrúar
Kvennaframboðsins í stjórn Kjarvalsstaða lögðu fram
ítarlega stefnumörkun í upphafi kjörtímabilsins þar sem
m.a. var lögö áhersla á sérstaka menningardaga
kvenna. Þessir menningardagar þróuðust síðan út í
listahátíð kvenna sem haldin var á vegum 85-nefndar-
innar s.l. sumar. Tóku menningarstofnanir borgarinnar
mikinn þátt í þeirri hátíð og þannig varð þetta stefnu-
mark Kvennaframboðsins að veruleika.
Þó Kvennaframboðið hafi fengiö fáar tillögur sam-
þykktar í borgarstjórn þá held ég að það sé samdóma
álit allra sem til þekkja að við höfum unnið mikið starf
í borgarstjórn. Á undanförnum fjórum árum höfum við
verið að móta stefnu og gera grein fyrir sérstöðu okkar
í íslenskri pólitík. Við höfum lagt áherslu á að okkar
baráttumál og okkar sýn sé stöðugt í umræðunni og
þ.a.l. höfum við flutt ókjör af tillögum í borgarstjórn sem
og í ráðum og nefndum borgarinnar. Eru tillögurnar í
borgarstjórn orðnar a.m.k. hátt á annað hundrað. Auk
þess höfum við á hverju ári lagt mikla vinnu í fjárhags-
áætlun borgarinnar og lagt þar fram sjálfstæða stefnu-
mörkun sem hefur falið í sér 50—100 breytingar á fjár-
hagsáætlun Sjálfstæðisflokksins. Þessar breytingar
hafa ekki verið einhliða óskalisti heldur höfum við í hvert
eitt sinn sýnt fram á hvernig mætti fjármagna þann
kostnaðarauka sem tillögur okkar hafa í för með sér.
Mikill arfur
Ef litið er yfir kjörtimabilið í heild má í stuttu máli segja
að stefna okkar hafi miðast við fernt. í fyrsta lagi að
breyta forgangsrööun verkefna, í öðru lagi að auka
félgslega þjónustu, í þriðja lagi að gefa mannlega þætt-
inum í þjónustu, framkvæmdum og umhverfi aukið
vægi og í fjórða lagi að taka upp öll þau mál sem snerta
konur sérstaklega. Þessari stefnu höfum við framfylgt
bæði með því að hafa frumkvæði að málum, eins og til-
löguflutningur okkar ber vitni um, og með því að halda
uppi virku andófi gegn kvenfjandsamlegri stefnu núver-
andi meirihluta. Þetta andóf kemur m.a. fram í bókun-
um okkar í borgarstjórn.
Það er Ijóst að Kvennaframboðið skilur eftir sig mik-
inn arf í borgarstjórn og nú hlýtur það að falla í hlut
Kvennalistans að taka við honum og ávaxta hann.
-isg.
Kjarnorku-
vopnalaus
Reykjavík
„Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkir að lýsa því
yfir, að allt borgarland Reykjavíkur og Reykjavikur-
höfn skuli vera kjarnorkuvopnalaust svæöi. í því
felst:
1) að staðsetning kjarnorkuvopna verði aldrei
leyfð,
2) að bannað verði að flytja kjarnorkuvopn um
svæðið,
3) að bannað verði að reisa mannvirki og koma
fyrir tækjum, sem tengjast notkun eða meðferð
kjarnorkuvopna.
4) Herskipum verði bönnuð koma í Reykjavíkur-
höfn, nema fyrir liggi yfirlýsing um, að þau flytji
ekki kjarnorkuvopn eða geislavirkan úrgang.
Þessi tillaga lagði borgarfulltrúi Kvennaframboðsins,
Guðrún Jónsdóttir, fyrir fund borgarstjórnar þ. 15. maí.
Okkur þykir þessi tillaga varla þarfnast skýringa en lát-
um þó greinargerð Guðrúnar fylgja hér með:
„Markmið þessarar tillögu er, að fyrir liggi ótvíræð
viljayfirlýsing borgarstjórnar um, að hér verði aldrei Ijáð
máls á því, að í Reykjavík eigi sér stað hernaðarupp-
bygging og/eða hernaðarumsvif tengd kjarnorkuvopn-
um. Jafnframt er samþykkt tillögunnar Ijós vottur þess,
að borgarstjórn er andvíg kjarnorkukapphlaupi stór-
veldanna og vill með samþykkt tillögunnar undirstrika
þá afstöðu. Samþykkt tillögunnar er í fullu samræmi við
þingsályktun um stefnu íslendinga í afvopnunarmálum,
sem samþykkt var á Alþingi 23. maí 1985, svo og sam-
þykkt allra ríkja, sem aðild eiga að Sameinuðu þjóðun-
um um stofnun kjarnorkuvopnalausra svæða í löndum
sínum.
Nú þegar hafa fjölmörg sveitarfélög austan hafs og
vestan samþykkt tillögur og gefið yfirlýsingar sam-
hljóða þeirri tillögu, er hér liggur fyrir. Það er vel viö
hæfi, að Reykjavík hafi forgöngu meðal sveitarstjórna í
þessu máli málanna og skapi þannig fordæmi fyrir önn-
ur sveitarfélög."
Tillögunni vísaö frá
Borgarstjórinn í Reykjavík lagði umsvifalaust fram til-
lögu um frávísun málsins, svohljóðandi: „Hér er um að
ræða álitaefni (sic! innskot Veru), sem ekki er í verka-
hring sveitarstjórnar að álykta um, þar sem það heyrir
undir utanríkisráðuneytiðog Alþingi.‘‘ Frávisunartillaga
borgarstjórans hlaut 12 atkvæði, sex voru á móti, full-
trúar Alþýðubandalags og svo okkar fulltrúar.