Vera - 01.07.1986, Blaðsíða 24
Bakvaktir
fyrir skolp
en ekki
fyrir böm
Rætt við
Gunnar Sandholt,
deildarstjóra hjá
Félagsmálastofnun
Eru til tölulegar upplýsingar
um ofbeldi gegn börnum?
Nei. Engin samræmd né
skipulögð skráning á ofbeldi
gegn börnum mér vitandi,
enda engin lagafyrirmæli fyrir
slíku. Hins vegar er mér kunn-
ugt um aö farið er að skrá upp-
lýsingar um ofbeldi gegn börn-
um á hinum ýmsu stofnunum
t.d. hjá nokkrum heilsugæslu-
læknum, á barnadeildum spít-
alanna og einnig hjá ung-
barnaeftirlitinu.
Á Félagsmálastofnun höld-
um við til haga tilkynningum
sem okkur berast um misfellur
I aðbúnaði barna og unglinga
og barnaverndarmál eru að
sjálfsögðu skipulega skráð, en
við höfum ekki skýra aðgrein-
ingu milli barnaverndarmála
og annarra fjölskyldumála á
Félagsmálstofnuninni einfald-
lega vegna þess að mörkin
þarna á milli eru oft ekki sér-
lega skýr.
Hvernig bregst Félagsmála-
stofnun við ef ég hringi og til-
kynni um barnamisþyrmingar
sem eiga sér stað hjá nágranna
mínum?
Viö munum að sjálfsögðu
reyna aö koma á staðinn strax,
en hins vegar yrðum við að
leita aðstoðar lögreglu ef þarf
að fara inn á heimili án sam-
þykkis forráöamanna. í þessu
sambandi er rétt að minna á,
að Félagsmálastofnun er ekki
opin eftir kl. 17.00 á daginn
eða um helgar og engar bak-
vaktir við stofnunina og þá er
ekki um annað að ræða en að
snúa sér til lögreglunnar. Það
ersíðan undirhælinn lagt hvort
lögreglan tilkynnir barna-
verndarnefnd um málið. Því
miður hafa stjórnvöld ekki séð
ástæðu til að búa jafnvel að
þessum málaflokki eins og t.d.
vatnslögnunum og skolplögn-
um borgarinnar. bar sem bak-
vaktir eru allan solarhringinn.
Ef málið er hins vegar að þú
ert aö gera grein fyrir eða til-
kynna um atburði sem hafa
gerst og eru alltaf öðru hverju
að gerast eins og algengara er
nú, þá setur félagsráðgjafi sig
eins fljótt og auðiö er í sam-
band við viðkomandi foreldri.
Annað hvort með heimsókn á
staðinn eða með hringingu og
viðkomandi er boðaður fyrst á
fund allt eftir því hvað tilkynn-
ingin er alvarlegs eðlis.
Getið þið sinnt slíku erindi
innan tveggja klukkutíma eins
og virðist vera hægt að gera
sumsstaðar á hinum Norður-
löndunum?
Við reynum að meta tilkynn-
inguna hvers eðlis hún er og ef
það þarf að fara strax þá ger-
um við það. Við höfum ekkert
tveggja tíma mark sem við för-
um eftir. Yfirleitt má þó segja
að það megi fremur gagnrýna
okkur fyrir of sein viðbrögð en
of fljót meðal annars vegna
þess hvað við erum önnum
kafin.
Hvernig er svo málsmeðferð
háttað innan stofnunarinnar.
Hafið þið möguleika á að fá
handleiðslu frá öðru fagfólki en
þeim sem ráðnir eru til Félags-
málastofnunar svo sem lækni,
lögfræöingi, hjúkrunarfræðing-
um o.fl.?
í flesium tilvikum vinnast slík
mál í samvinnu við foreldrana
og málin eru þess vegna ekki
kynnt sérstaklega fyrir barna-
verndarnefnd en eru með-
höndluð eins og hver önnur
fjölskyldumál hjá Félagsmála-
stofnun.
Innan fjölskyldudeildar höf-
um við á aö skipa nokkuð
reyndu starfsliði. Má þar nefna
félagsráðgjafa með reynslu frá
ýmsum stofnunum og tveir sál-
fræðingar starfa innan deildar-
innar. Við höfum einnig mögu-
leika á að kaupa sérstaka að-
stoð er við þurfum svo sem að-
stoð sálfræðings eða læknis. í
barnaverndarnefnd situr lög-
fræðingur sem við getum ráð-
fært okkur við eftir þörfum.
Málsmeðferðin i framhaldi af
heimsókn er sú að gerð er
skýrsla um máliö og tekin af-
staða til þess hverjar fram-
haldsaðgerðir eigi að vera. Ef
nauðsyn er á að beita einhverj-
um þvingungarúrræöum sem
barnaverndarnefnd hefur á
valdi sínu þá er málið kynnt
fyrir barnaverndarnefnd. Yfir-
maður fjölskyldudeildar hefur
umboö til að grípa til skyndiað-
gerða sem nauðsynlegar eru.
Hver er félagsleg staða þeirra
fjölskyldna þar sem ofbeldis
verður vart?
Það er erfitt fyrir mig að full-
yrða eitthvað um þetta í heild
sinni út frá þeim sjónarhóli
sem við á Félagsmálastofnun
höfum vegna þess að til okkar
leita fyrst og fremst fjölskyldur
sem eru félagslega og efna-
hagslega illa stæðar. Það er
umhugsunarvert að þær fjöl-
skyldur sem barnaverndar-
nefnd hefur afskipti af með úr-
skurði eru fyrst og fremst illa
stæðar fjölskyldur, bæði fjár-
hagslega og félagslega. Það
er þó fjarri mér aö álykta sem
svo að ill meðferð eigi sér ekki
stað í fjölskyldum sem eru bet-
ur settar, en hins vegar virðist
sem mál þeirra fjölskyldna ber-
ist síður. Hjálparkerfið hvort
sem um er að ræða heilsu-
gæslu eða Félagsmálastofnun
virðist eiga erfiðari aðgang að
þessum börnum, en börnum
þeirra sem verst eru settir. Al-
mennt er talið að líkurnar á
ofbeldi aukist við streitu í fjöl-
skyldum, t.d. vegna bágs efna-
hags, tíðra flutninga, öryggis-
leysi í húsnæðismálum, of
mikils vinnuálags og óhóflegr-
ar áfengisneyslu. Þess vegna
má segja að líkurnar á ofbeldi
gegn börnum ættu ekki að
vera minni hér á landi en í ná-
grannalöndum okkar austan-
hafs og vestan, þar sem athug-
anir hafa verið gerðar, vegna
þess að aðstæður barnafjöl-
skyldna eru síst betri hér en
þar.
Ertu ánægður með þá löggjöf
sem við höfum varðandi þetta
málefni í dag eða mundir þú
vilja einhverjar sérstakar breyt-
ingar á henni?
Að mínu mati þarfnast lögin
endurskoðunar. Þegar var far-
ið að huga að endurskoðun á
þeim árið 1974 ásamt endur-
skoðun á félagsmálalöggjöf-
inni og verkefnum sveitar-
félaga. Þetta var löngu tíma-
bært en stjórnmálamenn hafa
samt hummað þetta fram af
sér undanfarin ár. Á.B.
24