Vera - 01.07.1986, Page 34

Vera - 01.07.1986, Page 34
KONUR HVAÐ NÚ? Staða íslenskra kvenna í kjölfar kvennaáratugar Sameinuðu þjóðanna 1975—1985. Ritstj.: Jónína Margrét Guðna- dóttir. Útg.: ’85-nefnd- in, samstarfs- nefnd í lok kvennaáratugar S.Þ. og Jafnrétt- isráð. Reykjavík 1985, 303 bls. með enskum útdrætti. Það er ekki vansalaust að Vera skuli hafa látið dragast í nokkra mánuði að fjalla um bókina KONUR HVAÐ NÚ? En nú skal gera nokkra bragarbót. Bókin kom á markaðinn 24. okt. s.l., daginn sem kvennasmiðjan var opnuð í Seðlabankahúsinu, daginn sem konur fylktu liði niður á Lækjartorg til þess að minn- ast kvennaverkfallsins mikla í upphafi kvennaáratugar og til þess að leggja áherslu á kröfur sínar um bætt kjör og launajafnrétti í raun. Útgef- andi bókarinnar er sá sami aöili og stóð fyrir þessum uppákomum, ’85-nefndin svokallaða ásamt Jafn- réttisráði, og má með sanni segja að sú nefnd hafi ekki gert það endasleppt. Hún á margfalt lof skilið fyrir dugnað, hugmyndaauðgi og framkvæmdasemi. Tilgangurinn með bókinni er ,,að staldra við og reyna að gera sér grein fyrir hvað hefur áunnist og hvert ber að stefna í nánustu framtíð“, eins og segir í formála (bls. 8). í því skyni var ákveðið að gera úttekt á stöðu kvenna á sem flestum sviðum „sem úr- slitum ráða“ og „skyldi jafn- framt lögð áhersla á að svara því hvort kvennaárið og kvennaáratugurinn í heild VAÐ hefðu skilað árangri í þá átt að jafna stöðu kvenna og karla“ (bls. 8). Til verksins var ráðinn ritstjóri, Jónína Margrét Guðnadóttir, cand. mag., sem hefur ritstýrt 19. júní undanfarin ár og 13 mennta- og listakonur fengn- ar til þess að skrifa um sín sérsvið. Bókinni má skipta í tvo hluta. í fyrra hluta er fjallað um stöðu kvenna í þjóðfélag- inu. Hann hefst með stuttri greinargerð ritstjórans um að- draganda og atburði kvenna- áratugar og yfirliti yfir helstu baráttumál og störf kvenna- hreyfinga hér á landi. Síðan er fjallað um lög og réttar- heimildir er varða konur, menntun kvenna, atvinnu- og launamál kvenna, félagslegar aðstæöur þeirra, um konur í forystu og í stjórnmálum og loks um heilbrigði kvenna og heilsufar. í síðari hluta er fjall- aö um listsköpun kvenna í bókmenntum, tónlist, mynd- list í víðasta skilningi, leiklist, húsagerðarlist, ballet og kvik- myndagerð. Hér er semsagt á ferðinni metnaðarfullt verk, bók sem kemur okkur öllum við, bók sem verður notuö í skólum, á námskeiðum og í umræðu- hópum þegar staða kvenna er á dagskrá. Vissulega er fengur af slíkri bók og ber að þakka höfundum og aðstand- endum, enda er hér saman- kominn mikill fróðleikur, vel og skipulega fram settur. Alls staðar sem þess er kostur eru dregnar fram tölulegar upplýsingar og gerður sam- anburður milli karla og kvenna í Ijómandi fínum töfl- um og stólparitum og eru kvennadálkarnir bleikir. (Það hefði nú borið vitni um yndis- lega kimnigáfu ef karladálk- arnir hefðu verið Ijósbláir. En bókin fjallar um alvörumál og kímni og léttúð eru víðs fjarri). Heimilda er víðast get- ið og heimiidaiisti fylgir flest- um greinunum. Það er vel til bókarinnar vandað, bæöi hvað innihald og útlit snertir, málfar yfirleitt hnökralítið, prófarkalestur víöast góður. En það sem ber af í ytri gerð bókarinnar eru myndlistaverk- in sem prýða hana. Þau eru valin af Svölu Sigurleifsdóttur myndlistarmanni og auka ekki svo lítið á gildi hennar. Þau eru reyndar kröftug stað- festing á þeirri staðhæfingu hennar á bls. 228 að „Blóma- tími myndlistar íslenskra kvenna er hér og nú.“ Kannski er þessi staðhæf- ing Svölu það sem vekur mesta ánægju í bókinni. Satt aö segja er bókin ekki sér- lega ánægjuleg né uppörv- andi aflestrar. Það á einkum við fyrri hlutann. Kaflarnir um kvennaár og kvennaáratug, lög og réttarheimildir, um félagslegar aðstæður kvenna og konur í stjórnmálum eru útaf fyrir sig upplýsandi en þar er bara um upptalningu að ræða, það er ekki gerð til- raun til að líta á hlutina í fé- lagslegu samhengi. Það er ekki sýnt fram á að áfangar og sigrar hafi kostað baráttu né heldur að það steöji neinn sérstakur vandi að konum. Þetta er einkum áberandi í kaflanum um félagslegar að- stæður kvenna. Tónninn er þar svo hógvær að maður skyldi ætla að höfundur hefði aldrei heyrt um biðlistana við dagvistunarstofnanirnar, né heyrt á tal mæðra sem ekki vita sitt rjúkandi ráð eða um lyklabörn. Eru virkilega ekki til kannanir eða aðrar heim- ildir sem sýna fram á þörfina sem virðist vera svo æpandi í tali manna og fjölmiðlunum? Menntun kvenna er af- greidd á 17 blaðsíðum og at- vinnu- og launamál á 33. Þessir kaflar einkennast af of- urmagni talna svo að næst- um má líkja við lestur þjóð- hagsskýrslna enda er höfund- um vorkunn að eiga að skrifa um svo yfirgripsmikiö efni. Niðurstöðurnar eru heldur dapurlegar. Þrátt fyrir aukna menntun og aukna atvinnu- þátttöku eru konur enn hálf- drættingar á við karlmenn i launum og virðingarstöðum. Þegar kemur að því að skýra virðist mér höfundarnir heldur gagnrýnislausir gagnvart hefðbundnum skýringum. Konur hafa lægri laun og ná skemur af því að þær hafa minni menntun, skemmri starfsaldur o.s.frv. Það má t.d. benda á greinar Helgu Ólafsdóttur í Ásgarði 1981 um röðun karla og kvenna í launaflokka hjá starfsmanna- félagi Reykjavíkurborgar. Þar mátti glöggt merkja að það er viö ramman reip að draga þar sem er hið rótgróna viðhorf til starfa kvenna. En niðurstað- an virðist vera — við erum ekki nógu duglegar, við verð- um að verða duglegri, við verðum að velja rétt, við verð- um að verða eins og karl- mennirnir, því að þeir eru eina viðmiðunin. Kannski er það þessi mæli- kvarði sem einn ræður ríkjum í fyrri hlutanum sem veldur leiða og bölsýni sem hverfur næstum þegar byrjað er að lesa síöari hlutann. Þar kem- ur tvennt til. í fyrsta lagi fær hver listgrein heilan kafla og það gefur svigrúm til að nefna lifandi, stríðandi og sigrandi konur innan um tölurnar. í öðru lagi er við- miðunin ekki bara karlarnir heldur eru verk kvennanna metin eftir eigin gildi og það er augljóst að konurnar geta sannarlega staðið fyrir sínu, ef þær fá tækifæri til og tæki- færin hafa þær fengið í listum á undangengnum áratug m.a. fyrir tilkomu Lánasjóðs íslenskra námsmanna, sem hefur gert þeim kleift að sækja sér menntun í ríkari 34

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.