Vera - 01.07.1986, Qupperneq 20
Því minni
K°NA I/ A D I
þeim mun stærri I W\ l \ L_
— Um kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum og tengsl þess við
,,menningarframboðið“ og fleiri samfélagslega þætti.
,,En hvað þú ert dularfull til augnanna" segir lítil stelpa í
sjónvarpsauglýsingu við leiksystur sína. Báðar eru þær vel
smurðar og glansandi enda er hér um að ræða auglýsingu
frá barnasnyrtivörufyrirtæki. Barnasnyrtivörur er það nýjasta
á leikfangamarkaðinum og salan er framar björtustu vonum
framleiðenda. Og auglýsingarnar hljóma ,,Konur! fráfjögurra
ára og upp úr — kaupið ykkur andlit, annars dugið þið ekki
tiir
Aövaranir lækna um ofnæmi og húösjúkdóma ýmiss konar eru
einskis virtar, því nú erþað „Thechildwoman look“, ,,barna-konu
útlitiö" sem er í tísku. Haft er eftir einum tískufrömuði: „þær eru
svo ögrandi á þessum aldri. Kynæsandi án þess þó aö vera sér
meðvitaðar um það“. Sem sagt, hinn forboðni ferski ávöxtur. . .
Er að undra að það hafa komið fram samtök (karlmanna) í Kali-
forníu sem berjastfyrir „réttindum barnal" undir kjörorðinu „Sex
before eight, or it’s too late“ (kynmök fyrir 8 ára aldur, annars er
það of seint).
Hér hafa verið gefin dæmi um það sem birtist í tískublöðum og
sjónvarpsauglýsingum. Hvað með klámblaðamarkaðinn? Nú
blómstrar barnaklámið. Kvennahreyfingar í Bandaríkjunum hafa
skipulagt gagnárásir á klámmarkaðinn með tilvísun til þeirra
beinu tengsla, sem oft eru á milli klámframboðsins og þeirra kyn-
ferðisglæpa sem sigla í kjölfar klámsins.
Nokkur „alþjóðleg” barnaklámrit hafa komið fram á síðasta
áratug, t.d. „Nymph lover“, „Lolita", „Children-love Kinder-
liebe“, með enskum, þýskum og frönskum texta. Blöð þessi eru
m.a, framleidd í Vestur-Þýskalandi, Hollandi, Danmörku og
Bandaríkjunum. Seljast þau víða um heim í sí auknum upplögum
og gefa af sér góðan arð.
Eins og annað klámefni hefur barnaklámið orðið æ grófara
undanfarin ár, frá því að sýna saklausar stúlkur liggja naktar í
grasinu, í það að sýna samfaramyndir af fullorönum karlmönnum
og smákrökkum. Börnunum er lýst sem vitlausum í þessa spenn-
andi ,,leiki“, þau heillast af skrítnasafanum sem sprautist út í loft-
ið og fleira i þessum dúr.
í klámiðnaðinum er sifjaspelli víða gefið undir fótinn. Bæði eru
lýsingar náinna skyldmenna á tilþrifunum og ánægju barnanna.
Vitnað er í börn sem gleðjast yfir sælgætinu og leikföngunum
sem þau fá að launum í leikslok. Svo og má í skrifunum finna hug-
myndafræðilega vörn fyrir þessu athæfi — „þetta er jafn gamalt
sögu mannsins” — og afsökun hins fullorðna — ,,nú það eru
mörg dæmi þess að barnið hafi frumkvæðið"!
Hvaða áhrif svona boðskapur hefur má meðal annars sjá í les-
endabréfi í einu þessara blaða, frá norskum ekkli. Hann segist
lengi hafa þjáðst af samviskubiti vegna þess að hann áleit að það
sem hann geröi við 10 ára dóttur sína, hlyti að vera hræðilega
rangt af sér, en eftir að hann fór að lesa „Lolitu", sá hann að kynlíf
milli fullorðinna og barna væri heimsins eðlilegasti hlutur.
Kynningardálkar, einkamáladálkar þessara blaða segja sitt:
„Ameríkani sem oft er á ferð í Evrópu, óskar eftir að kynnast
vinalegri fjölskyldu, sem á dóttur á aldrinum fjögurra til tólf ára og
er samþykk því að barnið hafi kynmök. Mikil greiðsla er í boði fyrir
foreldra og barn.“
„Hjón búsett í Hamborg (25 og 30 ára) sem eiga 7 ára ,,Lolitu“
sem hefurekkert á móti því að fá sæði í andlit og munn, óska eftir
að kynnast hjónum eða einstakling með „Lolitu“ á aldrinum 6—
14 ára“.
„Ég er 25 ára sænskur háskólanemi, sem þykir mjög vænt um
börn. Mig langar að verða vinur lítillar stúlku á aldrinum 4—10
ára, helst búandi á Malmö-svæðinu.“
Karlmenn á miðjum aldri
Getum við huggað okkur við þá staðreynd að það lesi aðeins
fáeinir kynferðislega ruglaðir einstaklingar svona blöð? Því mið-
ur, klámblaðalesendur almennt eru yfirleitt dæmigerðir karlmenn
á miðjum aldri, oft fjölskyldufeður í þokkalegum stöðum. Og sam-
kvæmt sölumagni þessara blaða mættu ansi margir vera
„brenglaðir" ef aðeins slíkir einstaklingar keyptu varninginn.
Þetta er sama ranghugmynd og fólk hafði á sínum tíma um
ýmsa aðra „vafasama náunga”, þ.e.:
□ Nauögara — að það væru kynóðir einstaklingar, hálf stuðrlað-
ir af losta og gætu því ekki haldið aftur af sér, er æsandi kven-
maður nálgaðist. En rannsóknir sýna að yfirgnæfandi meiri-
hluti nauðgara teljast venjulegir menn og fórnarlambið þekkja
þeir oftast og ennfremur er afbrotið venjulega fyrirfram skipu-
lagt.
□ Vændiskúnnar — sem hljóta að vera kynsveltir náungar sem
tilheyra einhverjum minnihluta hóp, ellegar einstaklingar sem
þjást af samskiptaerfiðleikum. — í flestum tilfellum eru hér á
ferðinni giftir menn í góðum efnum.
□ Þá sem berja konur sínar — skapbráöir lágstéttarnáungar eða
fylliraftar. En dæmin sýna að hér má finna menn úr öllum þjóð-
félagsstiganum og í meiri hluta tilfella beita menn ofbeldi „blá-
edrú“.
□ Þá sem misnota börn kynferðislega — þetta eru væskilslegir
viðbjóös karlar í dimmum skotum. En ótrúlegt og því miður
staðfest, í lang flestum tilfellum eru hér á ferðinni feður, stjúp-
ar ellegar nánir ættingjar og verknaðurinn er framinn á þeim
trygga stað sem heimiliö á að vera flestum börnum.
Sjá má samræmt mynstur í þessari upptalningu. Það eru ekki
afbrigðilegheitin sem eru skelfileg, heldur hitt hversu „venjuleg-
ir“ einstaklingar eiga hér hlut að máli.
Hvað um fórnarlömbin?
Snúum okkur að hinni hlið málanna, fórnarlömbum kynferðis-
ofbeldis og þeirri aðstoð sem þeim er veitt. Þá er komið að öðrum
sorglegum kapitula í þessu máli. Til eru vísindalegar rannsóknir
þar sem sýnt er fram á að stúlkur séu virkir mótleikarar í sifja-
20