Vera - 01.07.1986, Síða 22
Því minni kona, þeim mun stærri karl
□ 25% allra stúlkna og 10% drengja hafa á einhvern hátt verið
misnotuð kynferðislega af fullorðnum aðila fyrir 13 ára aldur.
Samkvæmt skýrslum frá sjúkrahúsum í Washington er meðal-
aldur þessara barna 11 ár. 10% eru innan við 5 ára, 30%
6—10 ára og 55% 11—15 ára aldur.
□ Kynsjúkdómar hjá börnum aukast gífurlega. Af 20 tilfellum af
lekanda, hjá börnum 1—4 ára, stöfuðu 19 tilfelli af kynferðis-
sambandi milli barns og fullorðins.
□ 9000 stúlkur urðu mæður áður en þær náðu 11 ára aldri, árið
1978.
□ Þeir sem misnota börnin eru í 80—90% tilfella karlmenn og í
80% tilfella er um náinn ættingja (föður, stjúpa, afa, bróö-
ur. . .) eða kunningja að ræða. Lang flest tilfellin eru þöguð í
hel!
Eðli málsins samkvæmt er erfitt að setja fram áreiðanlega tölur
í þessu sambandi. Mikilvægast er að fólk opni augun og viður-
kenni að vandamálið sé til.
Þróunin hefur víða verið á þann veg, að fyrir tilstyrk kvennahref-
inga eru opnuð kvennaathvörf. Kemur þá í Ijós að ofbeldi gagn-
vart konum er meira en ætlaö var og ofbeldið beinist líka að börn-
unum. Sömu aðilar hafa og staðið að ráðgjafarþjónustu fyrir kon-
ur sem hefur verið nauðgað og til þeirra leita þá töluverður fjöldi
fórnarlamba kynferðislegrar misnotkunar í bernsku. Oft eru á
ferðinni konur sem ekki hafa sagt nokkrum manni frá þessari ógn-
vænlegu bernskureynslu. Konur þær er að ráðgjöfinni stóðu, þar
á meðal háskólamenntaðar konur i ýmsum ,,vandamálafræðum“
urðu í fyrstu furðu slegnar yfir tíðni þessa fyrirbæris, þ.e. kennslu-
bækur þess tíma höfðu ekkert komið inn á þetta atriði. Segja má
að þögnin hafi verið nánast algjör á báða bóga.
Athuganir á vændiskonum hafa bætt nýjum upplýsingum við í
könnun þessara mála.
Mini Silbert, doktor í félagsfræði og afbrotafræði, birti nýlega
rannsókn er hún gerði á 200 vændiskonum í San Fransisco.
Vændiskonur er eiginlega rangnefni, því um 70% þessara
kvenna voru innan við tvítugt, 60% innan við 16 ára og þó nokkuð
var um 10 og 12 ára börn. Meðal byrjendaaldur í þessu starfi var
13 ár.
Hvaða stúlkur eru þetta — frá hvernig heimilum koma þær?
Samkvæmt könnuninni var hér annars vegar um að ræða þessar
,,venjulegu“ sem komafrá fátækum heimilum, úrslömmhverfun-
um, oft stúlkur sem tilheyra minnihlutahópnum. En hins vegar var
hópur stúlkna sem koma frá virtum millistéttarheimilum — og
þessum hópi tilheyrðu yngstu stúlkurnar í könnuninni. Þetta voru
stúlkur sem höfðu alist upp hjá báöum foreldrum, vel menntuðum
foreldrum í góðum efnum og hér var jafnframt kirkjurækið fólk á
ferð. Þetta voru fjölskyldur þar sem allt virtist slétt og fellt út á við,
en að baki grímunnar mátti greina fjölmörg vandamál, ofbeldi
gegn konum og börnum, drykkjuvandamál, lyfjamisnotkun og í
nánast öllum tilfellum kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum.
Fiskaðar upp af útsendurum
96% stúlknanna í könnuninni höfðu strokið að heiman, eða yfir-
gefið heimilið. Mjög fljótlega höfðu melludólgar haft samband við
þær og boðið þeim starf — og — ,,því ekki, þær voru eyðilagðar
hvort eða var“. Þaðsjónarmið sem oft ersett fram í fjölmiðlum aö
hér sé fljóttekin fjáröflunarleið fyrir stúlkur, átti alls ekki við í þess-
um tilfellum.
Annar ógnvekjandi þáttur í þessu sambandi er að í öllum tilfell-
unum höfðu stúlkurnar verið fiskaðar upp af útsendurum ,,fjár-
málaspekúlanta", sem sjá sér hag í að veiða ungviði — þetta er
jú spurning um framboð og eftirspurn. Auglýsingin skapar eftir-
spurn, en eins og áður var getið um, er auglýsingin ekki bara í
formi aukins barnakláms, heldur og í kvikmynda- og tískuiönað-
inum öllum.
En ,,barna-konu-útlitið“ og barnaklámið dugir þó ekki eitt til ef
reyna á að fóta sig í þessu flóði tilfella af misnotuðum börnum.
Talið er að margirsamverkandi þættir eigi hlut að máli og hefur
í því sambandi verði bent á eftirfarandi atriði:
□ Mikinn hlutverkarugling í samfélagi örra breytinga.
□ Fjölskyldusamsetningin hefur breyst. Mikið er um samsettar
fjölskyldur þar sem stjúpforeldri og stjúpsystkin koma inn í
myndina.
□ Margir karlmenn hafa upplifað kvenfrelsishreyfingar og jafn-
réttisbaráttuna sem hótun.
□ Ýmsir menn eiga erfitt með að ná sambandi við jafnaldra af
báðum kynjum og snúa sér því að börnum.
□ Einmana, tilfinningalega svelt börn, þiggja það að þeim sé
sýnd ástúö i einhverju formi!
Ein kenning segir að margir karlmenn vaxi upp án þess að ná
því andlega þroskastigi sem fullorðnum einstaklingum er ætlað,
læri aldrei að taka ábyrgð. Þessir aðilar vænta ástúðar frá börn-
um sínum og þeir rugla saman þörfum barna fyrir hlýju og snert-
ingu við sínar eigin kynhvatir og þörf fyrir útrás þeirra.
Hvaö er til ráöa?
í fyrsta lagi er mikilvægt að ábyrgir aðilar jafnt sem almenning-
ur opni augun fyrir tilvist vandans. — Það þarf að veita fórnar-
lömbunum raunhæfan stuðning að vinna úr sínum vandkvæðum
og fóta sig í tilverunni. En hvað á að gera við sökudólginn — refsa
og/eða lækna? Og hvað með aðra fjölskyldumeðlimi, t.d. mæður
fórnarlambanna, eiginkonur sökudólgsins? Voru þessir aðilar
samsekir að vissu marki? Vissi móðirin hvað fram fór eða kemur
þetta sem óvænt áfall fyrir hana? Hvort heldur sem er þá er van-
líðanin og sektarkenndin oftast mjög mikil.
í Kaliforníu hefur verið þróað meðferðaráætlun fyrir alla þá er
hlut eiga að máli. Áætlun þessi nefnist CSATP (Child Sexual
Abuse Treatment Program), þetta er samvinna meðferðarhóps
viðyfirvöld áviðkomandi stað, svo og viðsjálfshjálparhópa. Sjón-
armið þessara aðila er það, að í stað þess að senda pabbann í
fangelsi, dótturina á fósturheimili og skilja móðurina og hugsan-
leg systkini eftir tilfinningalega niðurbrotin og í óöruggri efna-
hagsstöðu — og þar með þyngja refsingu allra aðila, þá er reynt
aö fá fjölskylduna í meðferð. Tilgangur meðferöar er að reyna að
fá fólk til að skilja hvað gerðist og hvers vegna, með því að tala
um vandamálið. Reynt er að sameina fjölskylduna á ný, á nýjum
grundvelli.
Mikilvægterað vinnafyrirbyggjandi. Sem dæmi um fyrirbyggj-
andi starf má nefna að konur í Seattle hafa staðið að útgáfu bókar
þar sem börn skrifa um reynslu sína af þessum málum. Tilgang-
urinn er að veita öðrum börnum aðgang að upplýsingum á máli
sem þau skilja. Önnur aðferð, þróuð af hópi kvenna í Ohio, sem
berjast gegn nauðgunum, er í formi fyrirbyggjandi hlutverkaleiks.
Þar er í leikrænu formi farið í gegnum ýmsar aðstæður sem börn
lenda í og rætt hvernig þeim beri að bregðast við. Markmiðið er
að börn læri að þekkja rétt sinn og að þau geti brugðist við ógn-
vænlegum aöstæðum á raunhæfan hátt.
Síðast en ekki síst er mikilvægt að berjast gegn klámiðnaðinum
í hvaða formi sem hann birtist! í Svíþjóð hafa kvennasamtök stað-
ið fyrir opinberum klámblaðabrennum. Hér á landi hefurekki farið
fram mikil umfjöllun um þetta efni. Nokkrar blaðagreinar hafa þó
fjallað um þetta efni (skrif Helgu Sigurjónsdóttur o.fl.) og flestir
muna eftir Spegilsmálinu 1983 er ritstjóri þess blaðs var dæmdur
fyrir birtingu sora- og klámfengins efnis. Klám í þessu sambandi
var nokkuð mótsagnakennt, þ.e. það var klám að sýna mynd af
kynfærum karlmanns, en engin athugasem var gerð við mynd af
berum kvenmanni í allgrófum stellingum. Ýmsir héldu að í fram-
haldi af Spegildóminum myndu yfirvöld hreinsa til í klámblaða-
rekkum bókaverslana, enda margt þar öllu grófara en í fyrr-
greindu blaði, en svo hefur ekki orðiö.
22