Vera - 01.07.1986, Blaðsíða 15
Hulda Guðmundsdóttir
Rætt við Huldu Guðmundsdóttur
um afleiðingar
barnaofbeldis og fleira
þessir menn séu vonsviknir og
óánægðir meö sig og hafi
minnimáttarkennd gagnvart
konum sínum. Athyglin beinist
þá að dætrunum sem sakir
æsku og umkomuleysis eru
þeim undirgefnar. í mörgum til-
vikum hafa mæður pata af
svona samböndum en taka þó
ekki af skarið, t.d. af því að
þrátt fyrir allt vilja þær halda
fjölskyldunni saman. Fórnar-
lömbin eru í þeirri aðstöðu að
Þau geta engum trúað fyrir
þessu og það veldur yfirleitt
margvíslegum geðrænum
vandamálum og vanlíðan.
Þegar barnið er síðan komið á
þann aldur að það fer að gera
sér grein fyrir þessu kemur iðu-
lega fram sektarkennd sem
m.a. getur valdið kyndeyfð og
öðrum vandkvæðum á því að
Það geti átt eðlilegt kynferðis-
lif. Þessi reynsla hefur yfirleitt
mjög alvarleg áhrif á starf-
hæfni og geðheilsu. Banda-
rískarrannsóknirgefatil kynna
að 20% vændiskvenna hafi í
barnæsku verið flæktar í kyn-
ferðissamband við föður.
Meðal fíkniefnaneytenda
virðist hlutfalliö vera svipað.
Hafa börn sem verða fyrir
nisþyrmingu sérstök einkenni
Sem hægt er að átta sig á?
Já, þessi börn þrífast ekki
hvorki andlega né líkamlega.
þau eru döpur í bragði, hafa
bvikult augnaráð og eru ýmist
°r í fasi eða óeðilega dauf og
aögerðarlitil. Oft hafa þau ekki
sðlilegan málþroska og eiga
því í erfiðleikum með að tjá sig,
Þeim gengur illa í skóla og eru
árásargjörn og eiga bágt meö
að mynda tengsl við önnur
börn og einnig fullorðna.
Mörg sýna umhverfi sínu lít-
inn áhuga og láta í Ijós uppgjöf
með ýmsum hætti. Það er oft
athyglisvert að sjá hvernig
barnið og sá sem beitir það
valdi haga sér í návist hvors
annars. Slíkt gefur oft gleggri
mynd af ástæðunni en mörg
orð.
Barnamisþyrmingar geta
verið mjög skaðlegar fyrir
þroskaferilinn og geta haft al-
varleg áhrif á sálarheill og geð-
heilsu síðar á ævinni.
Viltu segja eitthvað um með-
ferðina og aðstoðina sem þarf
að veita í svona málum?
Fyrst er að nálgast þetta
flókna og viðkvæma mál um
leið og andlegar og félagslegar
aðstæður fjölskyldunnar eru
metnar. Samvinna við foreldr-
ana er oftast það sem er
vandasamast en um leið mikil-
vægast. Það er ekki hlutverk
þeirra sem eiga að hjálpa
þessum fjölskyldum að sanna
einhverja sök á fólkið, heldur
að fá það til að að ræða vand-
ann. Fólkið er venjulega með
heilan varnarmúr í kringum
sig. Algengustu varnir eru þær
að það neitar hreinlega að hafa
beitt valdi. Það gerir lítið úr því
eða kennir öðrum um það. Það
skiptir miklu að brjóta þessar
varnir ekki niður með offorsi
heldur skapa traust og sýna
skilning á því álagi sem við-
komandi er venjulega undir.
Aðaltilgangurinn er þrátt fyrir
allt að binda endi á þetta
ástand og venjulega er besta
aðferðin aðfá fólkið til aðtjásig
án þess að um yfirheyrslu sé
að ræða. Fyrst þegar fólk hefur
horfst í augu við vandann er
hægt að reyna að greiöa úr
honum. Þettastarf er i eðli sínu
ekki frábrugðið annarri fjöl-
skyldumeðferð. Fyrir börnin er
besta hjálpin í því fólgin að
málið sé meðhöndlaö sem
vandarnál fjölskyldunnar í
heild.
Hvar er aðstoð að fá og hvert
á að snúa sér?
Eins og þegar um önnur
geðræn og félagsleg vanda-
mál er að ræða, getur fólk snú-
ið sér til hinna ýmsu aðila sem
þjónustu veita á því sviði,
sjúkrahúsa, félagsmálastofn-
ana og sjálfstæðra meðferðar-
aðila.
Þeim sem kunna að vita af
barnamisþyrmingum ber lög-
um samkvæmt að vísa slíkum
málum til barnaverndarnefnda,
sem síðan ber að taka það í
sínar hendur og meta hvað
gera skuli.
Er eitthvað sem betur mætti
fara i meðferð þessara mála?
Já, enn er stórt spurt. Vissu-
lega er erfitt að finna mála-
flokka á sviði félagslegrar þjón-
ustu og heilbrigðismála þar
sem ekki mætti benda á fjöl-
margt sem úrbóta þarfnast. í
sumum tilfellum er þörfin mjög
brýn. Á þessu sviði er t.d. þörf
aukinnarfræðslu og þekkingar
einkum meðal þeirra sem
vinna að heilbrigðis-, félags-
og mennta- og dómsmálum.
Það þyrfti einnig að efla og
styrkja barnaverndarnefndir til
að mæta þessum málum svo
og meðferðarkerfið almennt.
Aukin fræðsla almennings
er einnig mikilvæg á þessu
sviði sem öðrum. Fólk þarf að
vakna til vitundar um að allt of-
beldi gegn börnum ber að fyrir-
byggja og að það er hægt.
Nokkur orð að lokum?
Mig langar til að undirstrika
að það er langur vegur frá því
að um barnamisþyrmingar sé
að ræða hvenær sem einhverj-
um verður laus höndin. Það
getur auðvitað verið erfitt að
draga mörkin en fólki getur
orðið það á að missa stjórn á
skapi sínu gagnvart fyrirferðar-
miklum krökkum. Það þekkja
víst flestir og hafa þá e.t.v.
danglað til þeirra án þess að
það sé eitthvað skelfilegt. Auð-
vitað leysir handalögmál eng-
an vanda. Verðug aðferð til að
leysa persónuleg vandamál er
að ræða þau og reyna að finna
sameiginlega lausn áður en
allt er komið í óefni. Þetta er
rétt eins og með styrjaldir úti í
hinum stóra heimi. Ef misklíð-
arefni fá að þróast án þess að
reynt sé að greiða úr þeim
verður spennan smám saman
svo mikil að allt fer í bál og
brand svo að af hlýst mikill
skaði. Þannig vill það líka
verða í mannlegum samskipt-
um, — en í sambandi við of-
beldi í fjölskyldum er ástæða til
að undirstrika að þegar hægt
er að stöðva óheilla þróun á
meðan barnið er ungt og hefur
ekki beðið varanlegVtjón af
misþyrmingunum, eða annarri
illri meðferð, eru góðar horfur á
að hægt sé að koma því til
hjálpar og veita því möguleika
á eðlilegum þroska. u.l.
15