Vera - 01.07.1986, Side 3

Vera - 01.07.1986, Side 3
Pabbi minn kann ekki að stoppa í sokka. . . Myndir geta líka verið lesendabréf. Vera fékk þessa mynd senda, án frekari útskýringa svo við getum því miður ekki greint frá Ijósmyndaranum. Lélegt málfar Sælar allar! Þakka mjög gott blað. Mér finnst fjöl- breytnin einn höfuðkostur Veru en þaö sem er gallinn er afar lélegt málfar í mörg- um greinum sem birtast. Ég ætla ekki aö nefna nein nöfn enda lítur helst út fyrir aö þiö séuö flestar dálítið tæpar gagnvart slettunum. Viö megum nú ekki láta þaö fréttast um okkur að þær þjóöir sem stefna lífi okkar og limum í hættu ræni okkur tung- unni án þess einu sinni aö vita af því. Viö megum heldurekki verajafn „ómerkileg- ar“ og annar ráöherrann og íslenskuunn- andinn sem sagöi í sjónvarpinu fyrir fram- an ,,sýnishorn“ af íslenskri æsku ,,ég hef svo óskaplegt pensúm aö stúdera". Hvaö um það: Þið megið ekki halda aö ég sé aö gagnrýna hverja einustu grein. Ein sletta er einni slettu of mikiö. . . Jæja, þá er komiö aö leiðinlegri hluta þessa bréfs. . . Þannig er mál meö vexti * (eins og þiö vitið) aö þó könnunin um- rædda um fátækt hafi miöaö viö 22 þús. þá ar 25 þús. engin ósköp. Þar sem nú er hart í ári hjá mér neyðist ég til að afþakka blað- ið um stundarsakir, vonandi ekki lengi. Ég óska Veru alls hins besta og vonast til aö geta keypt hana fljótlega aftur, en þaö verður víst að gera fleira en gott þykir eins og launþegar þessa lands vita. Wlargrét Guömundsdóttir P.s. Kannski læt ég nú sjá mig á Hótel Vík — þaö kostar ekkert. Kæra Margrét! Þakka þér fyrir bréfið. Það er bæði hollt °9 gott fyrir okkur að fá gagnrýni bæði á Það sem þykir vel gert og eins hitt sem mið- ur fer. Nú er það svo að greinar sem birtast í Varu koma víðs vegar að og ráðum við því ekkialltaf málfarinu. Ensjáifsagtgætum við 1 prófarkalestri verið duglegri að hreinsa burt slettur og munum við reyna það fram- Vegis. Það er leitt að þú skulir þurfa að segja b UPP blaðinu en vonandi verður það ekki um íangan tíma. Láttu endilega sjá þig á Vík- 'nni, hér er alltaf opið á milii kl. 14—18 að Að fá sér pappakassa.. . • Kæra Vera! Ég sendi þér Ijóö sem ég samdi. Kveikj- an aö þessum Ijóðum er 4 mánaða sonur minn. Ég hætti að vinna til aö geta eytt fyrstu mánuðunum í lífi hans með honum enda stend ég I þeirri trú að miklu máll skipti að gefa sér nægan tima meö barn- inu sínu fyrstu mánuðina. Þjóðfélagið í dag gerir það svo sannarlega ekki létt. 3 mánuðir eru fljótir aö líða en fjárhagslega er manni ekki gert kleift að vera lengur heima hjá barninu sínu, nema aö þú notir sama ráð og ég: Fá sér bara stóran pappa- kassa og henda öllum reikningum óopn- uðum í hann og biðja og vona aö krafta- verk gerist. Ég vil nota tækifærið og þakka gott efni í blaðinu. Kær kveöja Fjóla Ein heima allan daginn meö börnin. Hvað ertu aö gera? Lesa blöðin? Útivinnandi aldrei heima. Hefur þú tíma til að hugsa um börnin? Hvort er betra að kallast löt eöa léleg móöir? Já, þaö er erfitt að vera kona hvað þá móðir. Vera á ferð og flugi Sælar stelpur! Ég er gamall áskrifandi en er nú búsett í Californíu. Ég hef mjög svo gaman af kvennamálum og vil því gjarnan halda áfram sambandi viö ykkur! Vera er virki- lega áhugavert, skemmtilegt og fróölegt blaö og ég hef saknað hennar mikiö þessi tvö ár en aldrei komið því í verk aö senda ykkur línu. Spyr ég því: Er mögulegt aö fá blaðið í áskrift hingaö út? Nú ef svo er, sem ég vona, þá bið ég ykkur vinsamleg- ast aö senda mér Veru ásamt reikningi fyrir áskriftinni. Með bestu kveöjum Linda Brá Hafsteinsdóttir Veru berast alltaf annað slagið bréf svip- að þessu þarsem spurt er hvort hægt séað fá Veru í áskrift til útlanda. Okkurfannst rétt að birta þetta bréfog taka það fram um leið, aðþaðer sjálfsagt að senda Veru hvert sem er, bara að þangað séu póstsamgöngur! 3

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.