Vera - 01.07.1986, Side 31
Allir vildu þeir hana eiga. . .
Fá mál fengu eins mikla umfjöllun á þessu þingi
°9 þingsályktunatillaga Kvennalistans um mat
heimilisstarta til starfsreynslu. Þessi tillaga, sem
Kvennalistinn lagöi nú fram i annað skipti, fjallar um
að þeir sem hafa haft heimilisstörf að aðalstarfi fái
þau metin til starfsaldurshækkana á sama hátt og
Þeir sem fengið hafa starfsreynslu sína við launuð
störf hjá hinu opinbera.
Eftir að Sigríður Dúna hafði mælt fyrir tillögunni í
október í haust var hún send til umfjöllunar í allsherjar-
nefnd og afgreidd þaðan, þann 5. mars s.l., með þeim
ummælum aö hún fjallaöi um efni sem bæri að semja
um í kjarasamningum en ekki með fyrirmælum frá Al-
Þ'ngi, eða i stuttu máli að þetta kæmi Alþingi ekki við.
Öpphófust nú miklar umræður þar sem Sigríður Dúna
^enti á að tillagan næði eingöngu til opinberra starfs-
^anna og þar sem fjármálaráðherra væri viðsemjandi
Þeirra og hann sækti umboð sitt til Alþingis ætti ekkert
aö vera því til fyrirstöðu að Alþingi gæfi „hæstvirtum
fiármálaráðherra til kynna hver hugur þess er til ýmissa
atriða í kjaramálum opinberra starfsmanna" og því ekki
^eegt að vísa málinu frá á þeirri forsendu. í Ijós kom að
fleiri voru sammála um þetta atriði því nú voru lagðar
fram 5 breytingatillögur við tillögu Kvennalistans, sem
allar nema ein voru efnislega samhljóða tillögu Kvenna-
listans.
Breytingatillaga þingmanna Sjálfstæðisflokksins var
síðan dregin til baka og lögð fram sem ný tillaga til
þingsályktunar um mat heimilisstarfa til starfsreynslu.
Sú tillaga kvað á um að Alþingi léti kanna með hvaða
hætti unnt væri að meta starfsreynslu húsmæðra til
starfslaunahækkana. Var nú hætta á að tillögu Kvenna-
listans yrði hafnað á þeirri forsendu að önnur, aðgengi-
legri, væri komin fram og málinu þannig skotið á frest
ef ekki svæft.
Kvennalistaþingkonur reyndu að fá aðstandendur
hinna breytingatillagnanna til að sameinast um eina til-
lögu en án árangurs. Svo virtist sem allir vildu merkja
sér tillöguna sérstaklega með því að flytja sérstaka
breytingatillögu og fór svo fyrir tillögu Kvennalistans,
um mat heimilisstarfa til starfsreynslu, eins og Lilju
forðum, sem allir vildu kveðið hafa.
Eftir miklar umræður var öllum tillögunum um efnið
safnað saman og vísað aftur til allsherjarnefndar, sem
að lokum lagði til að tillaga Kvennalistans yrði samþykkt
með þeim breytingum að Alþingi álykti að meta skuli til
starfsreynslu heimilis- og umönnunarstörf, sem unnin
eru launalaust, þegar um skyld störf er að ræða en jafn-
framt var ákveðið að láta athuga með hvaða hætti væri
hægt að meta slíka starfsreynslu þegar um óskyld eða
sérhæfð störf er að ræða.
Við atkvæðagreiðslu um málið sátu þingkc
Kvennalistans hjá, þar eð þær töldu að hér væri
óviðunandi málamiðlun að ræða.