Vera - 01.07.1986, Blaðsíða 37

Vera - 01.07.1986, Blaðsíða 37
Ingibjörg Sólrún Gisladóttir. Ljósmynd: DV. ,,Konur verða að beita sér á öllum sviðum" Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir, borgarfulltrúi Kvennalist- ans. — Hvaö nú, Sólrún? — Hvaö nú? Aö mínu viti stöndum viö ekki á neinum sérstökum tímamótum í kvennabaráttunni núna. Viö verðum aö halda áfram hér eftir sem hingaö til aö beita okkur á sem flestum sviðum þjóðfélagsins, á vinnumark- aði, í menntakerfi, i stofnun- um, í fjölmiðlum, í kjörnum fulltrúasamkundum o.s.frv. Ég held að því aðeins sé kvennahreyfingin líkleg til að ná árangri að hún beiti sér sem víðast, enda eru það svo margir samofnir þættir sem 9era það að verkum að konur eru undirokaðar. Það verður ekki unninn neinn sigur í kvennabaráttunni með því einu að einbeita sér að þing- raeöisleiöinni né heldur með Þvi að einblína á vinnumark- aðinn. Það er víxlverkun á milli allra þessara leiða. Það er samt ekki hægt að horfa framhjá því að það eru launa- málin sem brenna mest á konum núna enda getur fólk, sem tekur laun samkvæmt iægstu töxtum tæplega talist matvinnungar, hvað þá efna- hagslega sjálfstætt. í launa- málum erum við hins vegar bæði að glíma við þá lág- launastefnu sem hér ríkir og allt verðmætamat karlveldis- ins. Verðmætamat sem bygg- ist á því að vinnuafl kvenna er lægra metið en karla og hefðbundin kvennastörf sem tengjast þjónustu, umönnun og uppeldi teljast mun minna virði en hefðbundin karla- störf. — Hvernig geta konur breytt þessu mati? — Það þarf verulega upp- stokkun á samfélaginu til þess og þ.a.l. verða konur að beita sér á öllum sviðum þess. Uppstokkunin verður ekki gerð af örfáum einstak- lingum og því skiptir það öllu máli að vekja fólk, og þá fyrst og fremst konur, til vitundar um það óréttlæti og ófrelsi sem er innbyggt í samfélag karlveldis og auðhyggju. í þeim efnum þarf sífellt að leita nýrra leiöa, benda á ný sjónarhorn og grípa öll tæki- færi sem gefast. Kvenna- hreyfingin þarf að vera í stöð- ugri endurnýjun svo hún staðni ekki og verði ein af stofnunum samfélagsins. Þetta hefur henni tekist hing- að til og ég er ekkert hrædd um að svo verði ekki áfram. Aðalatriðið er að reyna ekki að þvinga konur ofan í eitt- hvert hjólfar sem þær vilja ekki eða eru ekki tilbúnar til að fara eftir. Ef hver kona vel- ur þá leið í baráttunni sem hún trúir staðfastlega á, en heldur ekki að sér höndum, þá náum við árangri. G. Ó. LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Læknafulltrúa í 100% starf, við Heilsugæslustöð Hlíða- svæðis, Drápuhlið 14—16, frá 1. ágúst n.k. Stúdentspróf eða sambærileg menntun áskilin, ásamt góðri vélritunar- og íslenskukunnáttu. Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri heilsugæslustööva í síma 22400. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkur- borgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð fyrir kl. 16:00 mánudaginn 28. júlí. Hugsaðu vel um Veruna þína. Nú er hægt aö fá möppu á 200 kr, merkta Veru í Kvennahúsinu, Hótel Vík. Þá er líka hægt að fá Veru frá upphafi, ef þig vantar í safnið. Hafðu samband, síminn er 22188. Bestu kveðjur, i i i lURBhh ggb nm aUir foreMrar Landsbanki fslands Banki allra landsmanna I Landsbanka Islands eiga bðm um margar leiöiraö velja til avöxtunar d sparifé slnu. Tinnabaukurinn er tilvalinbyrjun. Peir þremenningamir. Tirmi, Tobbi og Kolbeirm skipstjóri gæta gullsins vel. Þegar I bankann kemur hetstavöxtunin fyrir alvöm. Tinnabaukurinn kostar aöeins 100 kr. Spamaðinn er slöan tilvaliö aö leggja I Kjörbök. sem ber háa vexti og verðtryggingu. 37

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.