Vera - 01.07.1986, Blaðsíða 19
ogýmislegt annað. Þó hún segðist hafa vitað þetta innst inni, kom
þetta henni á óvart þegar svo upp komst. Þegar farið var að ræöa
við hana frekar virtist allt renna saman í eina heild, það sem skeði
einusinni ogþaö sem skeði núna. Þaðersvo auðvelt að hneyksl-
ast og það gerir maður þegar upp kemst að þessi sama kona vildi
fá manninn aftur. Það var sett sem skilyrði, að ef maðurinn kæmi
nálægt heimilinu, yrðu börnin, öll með tölu, tekin af henni og það
var oft sem hún hugleiddi að taka manninn aftur og láta börnin
fara og einnig kom fyrir að hún kenndi börnunum um allt saman.
Ingibjörg: Við könnumst við það að konur vilja búa áfram með
drykkfelldum mönnum sínum. Konunni þykir vænt um manninn
þótt hann drekki. Henni þykir líka vænt um hann þó þetta hafi
gerst. Að vísu tekur það tíma fyrir hana að vinna úr tilfinningum
sínum, alveg á sama hátt og alla aðra.
Þeir sem eru lengst komnir í því að fást við sifjaspell — kynferð-
islega misnotkun einhvers í fjölskyldunni á börnum, veita ekki
bara barninu meðferð, heldur líka gerandanum, manninum. Oft
á tíðum hafa þeir sjálfir verið misnotaðir í æsku en stundum er
það tilviljun sem hefur ráöið því að þeir fá örvun við það að vera
með litlum stúlkum en ekki konum. Þessir menn eru litlir í sér og
treysta sér frekar í litlar stelpur en fullorðnar konur.
Jenný: Þeir eru tilfinningalega vanþroska og ekki færir um að
taka velferð barnsins fram fyrir sína eigin.
Ingibjörg: i Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna er meðferðar-
stofnun fyrir þessa menn. Þar ganga málin þannig fyrir sig að ef
gerandinn gengst við því að hafa verið að leita á dóttur sína, hvort
sem er um feður eða stjúpfeður að ræða, þá fer málið ekki fyrir
dómstóla heldur er pabbinn sendur í meðferð á þessa stofnun.
Hann fær ekki að fara heim fyrr en meðferðinni er lokið og hann
tengið bót. Auðvitað skiptir miklu máli að styðja mjög vel við telp-
una og líka önnur börn á heimilinu. Þetta er mjög erfitt fyrir þau,
ekki síst vegna þess að breyting verður á högum fjölskyldunnar.
Iðulega eru pabbarnir aðal fyrirvinnan og þegar hann fer þá
versnar fjárhagur fjölskyldunnar. Þetta er líka eitt af þvi sem virð-
ist leggjast á herðar barnsins og ýtir undir sektarkennd þess.
Borghildur: Það er mikið talað um meðferö en kannski minna
um fyrirbyggjandi aðgerðir. í Noregi hefur kynfræðsla í skólum
verið mikið aukin og þar eru sifjaspell tekin fyrir. Öll fræðsla er
mjög þörf því það styrkir þessa einstaklinga, sem eiga við þetta
að stríða, í að segja frá.
Ingibjörg: í Kanada er farið að fræöa krakka um samskipti við
fólk. Þeim er kennt að það sé í ,,lagi að segja nei“. Þeim er sagt
að það sé gott að vera hlýðin og góð, en aftur á móti er sumt sem
fullorönir eiga ekki að biðja börn um að gera og því þurfi þau ekki
alltaf að þóknast fullorðnum. Þeim er kennt að ef einhver biður
þau að gera eitthvað sem þau halda að sé ekki rétt, þá eigi þau
að segja nei og segja að þau þurfi að fara heim og spyrja mömmu
fyrst. Þetta efni kom inn í alla grunnskólanna og fengu börnin
bækur, sem heita einmitt ,,lt’s o.k. to say no“, ,það er í lagi að
segja nei’ og eru til bækur sérstaklega gerðar fyrir hvem aldurs-
hóp.
Við vonum að þessar umræður verði til þess að fólk hugleiði
þetta vandamál og ræði, en látum Ingibjörgu eiga lokaorðin að
svo stöddu:
,,Mér finnst við eiga að kenna börnum öryggi í samskiptum við
fólk alveg eins og við kennum þeim að fara yfir götur og að þau
eigi ekki að drekka af brúsum með eiturmerkjum á. Það er nauð-
synlegt að foreldrar allra barna vari þau við hugsanlegri áreitni og
kenni þeim að taka á slíku”.
AH/BB/HÞ
METBÓK
18 MANAÐA
SPARIBÓK
SEMRÍS
UNDIR NAFNI
'BÚNAÐARBANRI
ÍSLANDS
19